Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Teymið á bakvið þriðju Blair Witch myndina sem kom út núna í september, leikstjórinn Adam Wingard og handritshöfundurinn Simon Barrett hafa unnið saman að nokkrum myndum áður og ein þeirra er You’re Next frá árinu 2011 (en var sýnd í kvikmyndahúsum 2013). Hjónin, Aubrey og Paul Davison bjóða uppkomnum börnum sínum, ásamt mökum, í matarboð í nýja húsinu þeirra úti í sveit. Í miðju matarboðinu ráðast grímuklæddir menn á fjölskylduna og hefst barátta upp á líf og dauða þar sem þau eru innilokuð. Erin, kærasta eins bræðranna, kemur þó öllum á óvart og tekur í taumana. Hvers vegna urðu þau fyrir…

Lesa meira

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Slush Play ráðstefnuna sem haldin verður í Reykjavík dagana 29. og 30. september næst komandi. Um er að ræða ráðstefnu þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar munu fjalla um nútíð og framtíð sýndarveruleika og tölvuleikja. Þetta er í annað sinn sem Slush Play ráðstefnan er haldin hér á landi. Í fyrra var hún haldin í Gamla bíó og stóðst hún algjörlega væntingar okkar nördanna, svo það er óhætt að mæla með þessari ráðstefnu fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á sýndarveruleika og/eða tölvuleikjum. Í fyrra sáum við verkefni frá erlendum og íslenskum fyrirtækjum…

Lesa meira

Horfiru mikið á kvikmyndir? Áttu vígalegt Blu-Ray safn? Langar þig að deila kvikmyndavisku þinni með öðrum? Við á Nörd Norðursins leitum að kvikmyndanörd sem hefur áhuga á því að skrifa um ýmislegt tengt heimi kvikmynda, þar á meðal fréttir, gagnrýni og greinar. Æskilegt er að viðkomandi hafi góð tök á íslensku og brennandi áhuga á kvikmyndum, þ.á.m. vísindaskáldskap, ofurhetjumyndum, ævintýramyndum og hrollvekjum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við ritstjórn með því að senda póst á netfangið nordnordursins(at)gmail.com. Myndir: Svarthöfði og Wikimedia Commons (blýantur)

Lesa meira

LOLbua er hlaðvarp og heimasíða þar sem norsku þremenningarnir Jon Cato, Lars og Magnus fjalla um tölvuleiki og pop kúltúr. Jon Cato, forstjóri Krillbite Studios (fyrirtækið á bakvið hryllingsleikinn Among the Sleep), var staddur á Nordic Game ráðstefnunni og tók létt og laggott viðtal við Bjarka Þór, ritstjóra Nörd Norðursins, sem heyra má í hlaðvarpsþætti LOLbua númer eitt hundrað og sextán. Í byrjun viðtalsins er einnig rætt við starfsmann Pocket Gamer. LOLbua hlaðvarpið er á norsku en viðtalið við Bjarka er á ensku og byrjar þegar ein klukkustund og þrjátíu og ein mínúta er liðin af þættinum. Hægt er að hlusta á þáttinn…

Lesa meira

TEDxReykjavík ráðstefnan verður haldin í sjötta sinn þann 28. maí næstkomandi í Austurbæ. Á viðburðinum gefst þátttakendum einstakt tækifæri til að heyra erindi fjölbreytts hóps mælenda sem eru meðal áhugaverðustu hugsuða, frumkvöðla og listafólks landsins. Mælendurnir munu hver og einn kynna til sögunnar hugmyndir sínar sem tengjast viðfangsefnum sem eru þeim sérstaklega hugleikin, allt frá náttúruvernd og tæknilegri framþróun til samfélagslegra breytinga og viðhorfs okkar til listarinnar. Þema ársins er áhrif innlendra hugmynda á heimsvísu. Þema ársins er áhrif innlendra hugmynda á heimsvísu. Kastljósinu verður varpað á það hvernig hugmyndir sem spretta úr okkar nánasta umhverfi hér á Íslandi geta…

Lesa meira

Norrænu tölvuleikjaverðlaunin Nordic Game Awards fóru fram í kvöld á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö. Viðburðurinn er einn af hápunktum ráðstefnunnar þar sem tölvuleikir frá Norðurlöndum eru verðlaunaðir í nokkrum flokkum. Fjórir íslenskir tölvuleikir voru tilnefndir til verðlauna í ár; EVE Gunjack, Box Island, Kingdom og Aaru‘s Awakening. Við fjölluðum nánar um leikina fjóra hér í nýlegri grein. Box Island frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Radiant Games sigraði í flokknum besta skemmtunin fyrir alla. Box Island frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Radiant Games sigraði í flokknum besta skemmtunin fyrir alla. Box Island er þrautaleikur sem kennir beitingu grunngilda forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Aðrir leiki sem…

Lesa meira

Þriðjudaginn 17. maí verður hægt að prófa tölvuleiki sem nemendur Háskólans í Reykjavík hafa búið til í sérstökum leikjahönnunaráfanga. Samtals verða níu leikir prufukeyrðir sem voru búnir til af nemendum á aðeins þremur vikum. Þessi viðburður er opinn öllum og er tilvalið fyrir íslenskt tölvuleikjafólk að koma saman til að spila og spjalla um tölvuleiki og leikjahönnun. Leikina verður hægt að prófa þriðjudaginn 17. maí kl. 16:00 – 19:00 í stofu V108 í HR. Viðburðurinn á Facebook

Lesa meira

Í dag, laugardaginn 7. maí, er hinn árlegi Ókeypis myndasögudagur, eða Free Comic Book Day eins og dagurinn heitir á ensku. Að venju heldur Nexus upp á daginn líkt og þúsundir myndasöguverslana um allan heim, en markmiðið með deginum er að kynna myndasöguformið meðal annars með því að gefa sérútgefin – og ókeypis – myndasögublöð. Nexus byrjar að gefa blöð kl. 13:00 í verslun sinni, Nóatúni 17, og mun gefa blöð á meðan birgðir endast. Þar verður meðal annars hægt að næla sér í eintak af íslenska blaðinu ÓkeiPiss sem að Nexus og Ókei-bækur gefa út í fimmta sinn í…

Lesa meira

Fimmtudaginn 12. maí mun Margmiðlunarskólinn halda útskriftarsýningu nemenda vorið 2016 í Bíó Paradís. Um er að ræða stuttmyndir, tölvuleiki og einstaklingsverkefni.  Sýningin er opin öllum áhugasömum og verða drykkir verða í boði fyrir gesti, og umræður í forsal eftir sýninguna. Þar verður einnig hægt að prófa tölvuleikina og skoða öll verkefnin nánar. Sýningin hefst kl. 17:30. Viðburðurinn á Facebook

Lesa meira