Bíó og TV

Birt þann 25. september, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Kvikmyndarýni: You’re Next

Kvikmyndarýni: You’re Next Nörd Norðursins

Samantekt: Við fyrstu sýn virðist hún vera ósköp venjuleg en síðan brýst hörkukvendi út og sparkar í rassa. Fær mann til að fagna.

3.5

Skemmtileg


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Teymið á bakvið þriðju Blair Witch myndina sem kom út núna í september, leikstjórinn Adam Wingard og handritshöfundurinn Simon Barrett hafa unnið saman að nokkrum myndum áður og ein þeirra er You’re Next frá árinu 2011 (en var sýnd í kvikmyndahúsum 2013).

Hjónin, Aubrey og Paul Davison bjóða uppkomnum börnum sínum, ásamt mökum, í matarboð í nýja húsinu þeirra úti í sveit. Í miðju matarboðinu ráðast grímuklæddir menn á fjölskylduna og hefst barátta upp á líf og dauða þar sem þau eru innilokuð. Erin, kærasta eins bræðranna, kemur þó öllum á óvart og tekur í taumana. Hvers vegna urðu þau fyrir valinu og hvað vilja þessir villimenn? Það eru spurningarnar sem renna í gegnum fjölskylduna á meðan þau reyna að lifa af nóttina.

youre_next_01

Maður hefur séð þetta áður í myndum á borð við austurrísku Funny Games frá 1997 (sem var endurgerð af sama leikstjóra 10 árum seinna), frönsku Ils frá 2006 (eða Them á ensku) og bandarísku The Strangers frá 2008. Þær myndir eru frekar niðurdrepandi þar sem vonleysið ræður ríkjum og engin ástæða virðist vera bakvið hrottalegu árásirnar og morðin sem eiga sér stað. Svo er ekki í You’re Next og lyftir það henni talsvert upp að það leynist smá dökkur húmor í myndinni þó svo að ekkert fyndið sé sagt. Húmorinn kemur út frá aðstæðunum sem fólkið er í og er allt sagt í fullri alvöru. Til dæmis segir elsti bróðirinn, sem telur sig yfir alla hafinn, að hann sé hraðskreiðastur af þeim öllum nema hann sé með ör í bakinu þegar þau velta fyrir sér hver ætti að hlaupa út úr húsinu eftir hjálp.

youre_next_02

Alltof margar myndir styðjast við síöskrandi persónur sem hlaupa í opinn dauðann því þau vita ekki betur og þetta er því ferskur blær þó svo þetta sé langt frá því að vera fyrsta kvikmyndin með sterkri kvenpersónu sem getur gert óskunda.

Þetta er að sjálfsögðu hryllingsmynd og heimskulegar ákvarðanir enda með blóðugum afleiðingum. Vissulega er ofbeldið hrottalegt og myndin er blóðug en það er aldrei staldrað lengi við eða sýnt mikið, Hostel er þetta ekki. Glöggir hryllingsmyndaaðdáendur ættu að kannast við mömmuna en hún er leikin af Barbara Crampton sem er þekktust fyrir að hafa verið í Re-Animator og From Beyond. Þeir fengu óháða hryllingsmyndaleikstjóra til að leika lítil hlutverk og sumir gætu kannast við nöfnin Ti West eða Larry Fessenden. Fyrir svona litla mynd þá er leikurinn nokkuð góður þrátt fyrir að leikararnir fengu litla baksögu til að vinna með. Það sem er gaman að sjá er að illmennin eru ekki óstöðvandi ófreskjur og að Erin sé eins vel útbúin fyrir þessar ófarir og raun ber vitni. Alltof margar myndir styðjast við síöskrandi persónur sem hlaupa í opinn dauðann því þau vita ekki betur og þetta er því ferskur blær þó svo þetta sé langt frá því að vera fyrsta kvikmyndin með sterkri kvenpersónu sem getur gert óskunda.

Ef þú ert næst/ur til að sjá þessa mynd áttu í vændum um það bil hálftíma af uppbyggingu og klukkutíma af hryllingi, spennu og dökkum húmor með dass af „eitís“ nostalgíu frá tónlistinni. Ekki nóg með það þá gæti verið að þú fáir Looking for the Magic með Dwight Twilley Band á heilann.

DVD DISKURINN

Áður en aðalvalmyndin kemur upp þá eru sýndir 5 stiklur sem hægt er að hoppa yfir: Texas Chainsaw 3D (2013), ATM (2012), Cabin in the Woods (2012), Haunting in Connecticut 2: Ghosts of Georgia (2013) og The Quiet Ones (2014).

R2 DVD diskurinn frá Lions Gate Home Entertainment UK er hinn ágætasti pakki þar sem hljóð og mynd er til fyrirmyndar þar sem þetta er frekar nýleg mynd tekin upp með stafrænni tækni.

Myndin er sýnd í breiðtjaldsforminu 2.40:1 og er endurkóðuð fyrir breiðtjaldssjónvörp. Aðeins ein hljóðrás er í boði og er 5.1 Dolby Digital Surround. Enskur texti fyrir heyrnadaufa fylgir svo með.

Hér fær maður lítið eða mikið í aukaefninu eftir því hvernig maður fílar umtalshljóðrásir frá kvikmyndagerðarfólki.

Hér fær maður lítið eða mikið í aukaefninu eftir því hvernig maður fílar umtalshljóðrásir frá kvikmyndagerðarfólki. Það er stutt 11 mínútna myndskeið um gerð myndarinnar þar sem er farið lauslega yfir suma hluti. Kjötið er hins vegar í umtölunum tveimur þar sem allt kemur fram varðandi gerð myndarinnar. Á fyrri rásinni eru að finna leikstjórann Adam Wingard, handritshöfundinn Simon Barrett, leikkonurnar Sharni Vinson (Erin) og Barbara Crampton (Aubrey). Þetta umtal er frekar líflegt og fjörugt, margar sögur eru sagðar og sem betur fer leysist spjallið ekki upp í einhverja vitleysu eins og oft getur gerst þegar fólk gleymir sér og fer bara að horfa á kvikmyndina. Gaurarnir tveir höfðu svo mikið að segja að þeir fengu að taka upp annað umtal og þó það sé smá endurtekning þá er þetta virkilega góð hlustun. Sérstaklega fannst mér gaman að heyra vísanir í aðrar myndir þannig að maður var kominn með haug af hryllingsmyndum sem mann langaði til að tékka á, bæði myndir sem maður hafði heyrt um en ekki enn séð og aðrar sem maður hafði aldrei heyrt um. Hvergi var dauður punktur í spjallinu og hiklaust mæli ég með að fólk hlusti á umtölin ef fólk hefur áhuga og viljann til þess.

Venjulega fylgir með stikla en ekki á bresku útgáfunni (sem er að finna á bandarísku R1 útgáfunni) en greinilega var það of dýrt að punga aftur út pening fyrir Perfect Day með Lou Reed (sem heyrist ekki í kvikmyndinni sjálfri). Ansi merkilegt að þessi stikla spillir ekki fyrir manni myndinni, sem er bara gott.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑