Fréttir

Birt þann 29. september, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikir, VR og tónlist í lokapartýi Slush PLAY – Ókeypis inn

Föstudaginn 30. september verður lokapartý Slush PLAY, ráðstefnu með áherslu á leiki og sýndarveruleika, haldið í Hvalasafninu við Grandagarð kl. 20:00 – 01:30. Íslensk fyrirtæki á sviði leikja- og sýndarveruleika munu bjóða gestum að prófa upplifanir sínar og tækni milli kl. 20:00 – 22:30. Má þar nefna CCP, Sólfar, Aldin Dynamics og Solid Clouds. Tónlistarfólkið Young Nazareth DJ Set, Hildur, SXSXSX og Sturla Atlas munu auk þess stíga á svið og spila.

Ókeypis er inn á viðburðinn og er 20 ára aldurstakmark.

Skoða viðburðinn á Facebook

Ljósmynd: Halldóra Ólafs

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑