Fréttir

Birt þann 27. september, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Styttist í Slush PLAY 2016 ráðstefnuna

Slush PLAY 2016 fer fram dagana 29. – 30. september næstkomandi í Austurbæ og er haldin undir merkjum og í samvinnu við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta sprota- og tækniráðstefna Evrópu.

Slush PLAY var haldin í fyrsta sinn í fyrra og mættu þá um 200 gestir hvaðanæva úr heiminum; fjárfestar, fjölmiðlar og fyrirtæki í leikjaiðnaði og sýndarveruleika. Fyrirlesarar komu úr röðum áhrifafólks innan leikja- og sýndarveruleika og umfjöllunarefnin endurspegluðu nýjustu tækifæri, áskoranir og þróun sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir. Við hjá Nörd Norðursins fylgdust með og er hægt að finna allar færslur (gamlar og nýjar) tengdar Slush Play hér á síðunni okkar.

Ísland hefur að undanförnu stimplað sig inn sem suðupottur leikjaiðnaðar og sýndarveruleika á alþjóðlegum skala. Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins á árunum 2008 – 2015 var 67,8 milljarðar króna og komu nánast allar tekjur iðnaðarins erlendis frá. Markmið Slush PLAY er að tengja saman norræn sprotafyrirtæki á þessu sviði við evrópska og bandaríska fjárfesta og aðra lykilaðila.

Dagskráin er fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á framtíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika og tengsl þessara tveggja greina…

Staðfest hafa verið nokkur þungavigtarnöfn sem koma fram m.a. Tommy Palm hjá Resolution Games, Stefanía Halldórsdóttir hjá CCP, Chelsea Stark hjá Mashable, Christina Bechhold hjá Samsung Global Innovation Center, Chet Faliszek hjá Valve, Phil Chen hjá Presence Capital og Sean Lee hjá Wargaming.

Dagskráin er fjölbreytt þar sem áhersla er lögð á framtíð leikjaiðnaðar og sýndarveruleika og tengsl þessara tveggja greina, m.a. verður rætt um fjármögnun leikjafyrirtækja, þróun VR tækninnar, markaðssetningu leikjafyrirtækja, öflun notenda o.fl.

Opið er fyrir miðasölu þar sem nokkrar tegundir miða eru í boði. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.slushplay.com

Mynd: Nörd Norðursins / Wikimedia Commons, Manus VR

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑