Menning

Birt þann 30. maí, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Viðtal við Nörd Norðursins í norsku hlaðvarpi

LOLbua er hlaðvarp og heimasíða þar sem norsku þremenningarnir Jon Cato, Lars og Magnus fjalla um tölvuleiki og pop kúltúr. Jon Cato, forstjóri Krillbite Studios (fyrirtækið á bakvið hryllingsleikinn Among the Sleep), var staddur á Nordic Game ráðstefnunni og tók létt og laggott viðtal við Bjarka Þór, ritstjóra Nörd Norðursins, sem heyra má í hlaðvarpsþætti LOLbua númer eitt hundrað og sextán. Í byrjun viðtalsins er einnig rætt við starfsmann Pocket Gamer. LOLbua hlaðvarpið er á norsku en viðtalið við Bjarka er á ensku og byrjar þegar ein klukkustund og þrjátíu og ein mínúta er liðin af þættinum.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér á heimasíðu LOLbua.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑