Hin árlega hátíð blóðþyrstra hryllingsaðdáenda og búningaóðra nörda er á næsta leiti. Hrekkjavaka verður halding hátíðleg víðsvegar um heim mánudaginn 31. október, og í tilefni þess munum við birta efni sem tengist hrekkjavöku með einum eða öðrum hætti. Hér fyrir neðan er listi yfir nokkrar hrekkjavökulegar færslur, gamlar og nýjar. GLEÐILEGA HREKKJAVÖKU!! 15 hrekkjavöku myndir – NÝTT! Dead-serían: #1 Night of the Living Dead (1968) Dead-serían: #2 Dawn of the Dead (1978) – NÝTT! Fright Night Frír hryllingur á netinu! – NÝTT! Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 2 Hrekkjavaka – Blóðugir bolir – NÝTT!…
Author: Nörd Norðursins
eftir Bjarka Þór Jónsson VARÚÐ – GREININ INNIHELDUR SPILLA (SPOILERS)! – Á næstu vikum mun ég taka fyrir Dead-seríu Romeros þar sem ég fer yfir sögu þeirra og greini þær. Í fyrstu greininni fór ég yfir Night of the Living Dead (1968) og í þessari grein mun ég fara yfir aðra Dead-myndina, Dawn of the Dead, eftir George A. Romero. Að sögu lokinni dembum við okkur í greiningu á myndinni. SAGAN Sagan byrjar í útsendingarherbergi sjónvarpsstöðvar þar sem mikil skelfing ríkir vegna árása uppvakninga. Verið er að taka viðtal í sjónvarpssalnum og þar kemur fram að um sömu ógn er…
Við rákumst á nokkra skemmtilega og nördalega Tjé boli sem eru tilvaldnir fyrir hrekkjavökuna! FATALITY úr Mortal Kombat, eitt blóðugasta bragð í sögu tölvuleikja. Í leiknum Left 4 Dead verst spilarinn gegn árásum uppvakninga. Miðið á hausinn, miðið á hausinn! Matröð tölvuleikjaspilarans! Red Ring of Death, eða RROD, er þekkt bilun í Xbox 360 leikjatölvunni. The Walking Dead eru FJÁRI góðir uppvakningaþættir byggðir á enn betri teiknimyndasögum. Fyrirtækið Umbrella úr Resident Evil – einni vinsælustu uppvakningaseríu allra tíma.
Vantar þig eitthvað skemmtilegt í iPhone símann þinn fyrir hrekkjavöku? Hér er að finna fimm skemmtileg forrit (apps) sem ættu að koma þér í hrekkjavöku gírinn! Angry Birds Seasons Ham’O’Ween Ný borð í Angry Birds sem eru stútfull af graskerum og beinagrindum. Auk þess er nýr fugl kynntur til leiks í þessari hrekkjavöku útgáfu hins sívinsæla Angry Birds leik. House of Horrors Horfðu á fjölda klassískra hrollvekja í gegnum House of Horrors í símanum þínum! Make A Zombie Í þessu smáforriti getur þú búið til þína eigin uppvakninga. Hægt er að velja á milli ólíkra…
Í tilefni þess að hrekkjavaka er næstkomandi mánudag hefur Steam hrint af stað fjölda tilboða á netverslun sinni. Flestir leikirnir eru í anda hrekkjuvökunnar þar sem nóg er af uppvakningum og öðrum hryllingi. Hér fyrir neðan er að finna sýnishorn af tilboðunum, en hægt er að skoða þau öll með því að smella hér. Tilboðin gilda út hrekkjavöku, eða mánudaginn 31. október 2011. Amnesia: The Dark Descent kostar vanalega £12,99 en fæst nú á £2,60 BioShock kostar vanalega £13,99 en fæst nú á £3,49 BioShock 2 kostar vanalega £13,99 en fæst nú á £3,49 Dead Island kostar vanalega £29.00…
The Royal Game of Ur er eitt elsta borðspil sem fundist hefur. Spilið fannst á þriðja áratug síðustu aldar í gröf í borginni Ur í Írak og er talið að spilið sé frá árinu 2.500 f.Kr. (eða jafnvel eldra) og hafi verið ansi vinsælt á þeim tíma. Spilaborðið samanstendur af 20 reitum sem eru merktir með mismunandi munstri eða merkingum. Ekki er vitað hverjar reglur borðspilsins voru en talið er að það sé einhverskonar kappleikur í anda Senet. Fræði- og áhugamenn hafa samið ýmsar leikreglur fyrir spilið til að leggja fram ákveðnar kenningar eða einfaldlega sér til skemmtunar. Það er…
Ungi rannsóknarblaðamaðurinn Tinni kemur sér í krappann þegar hann kaupir líkan af skipinu Einhyrningnum á flóamarkaði vegna þess að hættulegir menn sækjast eftir því og leyndarmáli líkansins. Eftir að Tinni finnur bréfsnifsi í skipslíkaninu er honum rænt og skellt um borð í skipi undir stjórn illmennisins, Sakkarín, en þar er einnig að finna annan lykil að leyndarmáli Einhyrningsins; Kaftein Kolbein. Vá hvað ég bjóst ekki við því að þessi kvikmynd yrði svona þéttlega ofin. Við erum að tala um að þeir Edgar Wright, Joe Cornish og Steven Moffat tókst að blanda hlutum úr þremur Tinnabókum saman í fljótkeyrða ævintýramynd sem…
EA Sports eru hvað þekktastir fyrir FIFA leikina hér á landi en fyrirtækið býður upp á fjölda annarra íþróttaleikja. NHL íshokkíserían er þar á meðal en NHL 12 sem kom út þann 9. september 2011 er sá nýjast í röðinni. Íslendingar virðast yfir höfuð ekki vera að missa sig yfir íþróttinni sem hefur gjarnan fallið í skugga gífurlegra vinsælda fótbolta- og körfuboltaleikja. En er eitthvað varið í leik um íþrótt sem maður hefur ekki hundsvit á? Stutta svarið er: Já! Valmöguleikar Líkt og í mörgum öðrum stór leikjum (NHL leikirnir flokkast sem stór leikjasería þó hún sé ekki mjög…
Einn eiturhress að „mæma“ Tetris lagið á eftirminnilegan hátt! Fyrstu 22 sekúndurnar eru einungis væmin upphitun fyrir það sem koma skal. – BÞJ