Íslenskt

Birt þann 29. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Viðtal: Nanna Árnadóttir

Nanna Árnadóttir er höfundur uppvakningabókarinnar Zombie Iceland sem kom út í sumar.  Við heyrðum í henni og forvitnuðumst um rithöfundinn, bókina hennar og uppvakninga.

(Click here for the English version of the interview with Nanna, the author of Zombie Iceland.)

 

Hæjó! Hvað er að frétta af þér?

Æ, þú veist þetta venjulega. Byssur, eiturlyf og hórur. Djók. Ég er auðvitað femínisti og styð ekki kynlífsiðnaðinn. Byssur og dóp er annað mál. Nei, ok í alvöru talað. Ekki varðandi femínismann heldur glæpi. Ég er búin að vera að hlusta á GZA‘s Liquid Swords í klukkutíma og alltaf þegar ég er búin að vera að hlusta á rapp finnst mér ég vera algjör bad ass. Alveg eins og þegar ég var búin að hofa á Bring it On í fyrsta sinn. Ég hélt ég hefði svaka innbyggðan danstakt þar til einhver sagði mér að ég dansaði eins og Elaine í Seinfeld-þáttunum og að ég yrði vonlausasta klappstýra allra tíma.

 

Þú er höfundur bókarinnar Zombie Iceland sem kom út í sumar, geturu sagt okkur fum hvað bókin er í stuttu máli?

Þetta er svona Lonely Planet hittir Zombía grín. Það er saga um hóp Íslendinga sem reyna að lifa af zombí heimsendir í 107 Reykjavík og  hvernig þeir takast á við það að allt þjóðfélagið er að hruni komið. Svo auðvitað er aksjón og kynlíf enda væri það auðvitað ekki zombí-saga án þess.

 

Hvernig hafa viðbrögðin verið á Íslandi gagnvart bókinni?

Veistu, ég er bara ekki viss. Nokkuð góð held ég, vona ég. Einhver kona í útvarpinu sagði að sagan væri augljóslega ekki skrifuð af einhverjum sem hefði ensku sem fyrsta tungumál. Sem hryggði mig því enska er einmitt mitt fyrsta tungumál. Ég er íslensk sjáðu til en hef búið erlendis megnið af lífinu svo því miður er enskan mín mun betri en íslenskukunnáttan.
Hún kann líka að hafa sagt að skrif mín minntu á Dan Brown. En ég er ekki viss. Kannski var það bara birtingarmynd af minni eigin sjálfsfyrirlitningu sem ímyndaði sér það. Sem er reyndar mjög líklegt. Einhver hipster sagði þetta vera „touristcore“ en það er bara fínt því þetta er jú bæði túristabók og skáldsaga. Það getur verið erfitt að greina á milli þegar hipster er að móðga mann eða bara að segja frá staðreyndum vegna þess hve þeir eru kaldhæðnir. Kannski ætlaði hann bara að vera voða huggulegur. Ég hef ekki hugmynd.

Þeir sem ég hef talað við, og sem hafa lesið bókina og sent mér tölvupósta og þess háttar hafa allir verið mjög jákvæðir og fundist bókin fyndin.

 

Hvernig kom það til að þú byrjaðir að skrifa bókina? Hefuru gefið út einhver fleiri verk?

Í raun var ég að vinna við fjölmiðla þangað til nýlega og ég flutti mig yfir í social media (trúi því hver sem vill en það virkilega hægt að eiga starfsframa við það að hanga á Facebook og Twitter allan daginn). Síðustu árin starfaði ég freelance blaðamaður og þaráður vann ég sem ritstjóri fyrir fréttaveitu í London svo ég er vön því að lesa og skrifa o.s.frv.

Þetta er nú samt fyrsta skáldsagan mín. Ég held að það hafi nefnilega gefið mér ákveðið forskot að vera blaðamaður. Í blaðamennskunni skrifar maður hratt og þú hefur textann einfaldann og vilt vera dálítið fyndinn eða a.m.k. fanga huga lesandans. Maður er svona vanur því að skrifa fyri óþolinmóða lesendur. Ég var í raun ekki nema nokkra mánuði að klára bókina.

Hefurðu tekið eftir því að sumir rithöfundar er eilífðartíma að skrifa einn kafla og henda svo öllu í ruslið af því það var ekki eins flott og eftir Jane Austen eða eitthvað svoleiðis? Ég veit ekki með þig en ég drapst úr leiðindum að lesa Pride and Prejudice þangað til Seth Graham-Smith kom til skjalanna og henti helvítis zombíunum inní dæmið.

Hefurðu tekið eftir því að sumir rithöfundar er eilífðartíma að skrifa einn kafla og henda svo öllu í ruslið af því það var ekki eins flott og eftir Jane Austen eða eitthvað svoleiðis? Ég veit ekki með þig en ég drapst úr leiðindum að lesa Pride and Prejudice þangað til Seth Graham-Smith kom til skjalanna og henti helvítis zombíunum inní dæmið. Fyrirgefðu ég er farin að blaðra um eitthvað alveg tilgangslaust rugl.

Bókin byrjaði hjá mér sem smásaga í tíma í skapandi skrifum. Svo fékk ég líka innblástur að hluta til frá pabba og svo hinum gríðarlega miklu undirbúningsáætlunum mínum fyrir zombíheimsendir en einnig þegar ég var að hlaupa á Ægissíðunni að þá ímyndaði ég mér að zombíar væru að elta mig, svona til þess að drífa mig áfram.

 

Áttu þér uppáhalds bók, kvikmynd og/eða tölvuleik sem tengjast uppvakningum?

Ó, vá, alltof margar, alveg óteljandi. Ég elska WWZ eftir Max Brooks. Og talandi um það, hvað í andskotanum eru þeir að pæla með að breyta söguþræðinum í myndinni? Ég meina það! Aðalatriðið er auðvitað að bókin á að gerast EFTIR að zombíarnir eru komnir á kreik.
Nú varðandi kvikmyndir þá er erfitt að gera upp á milli Night of the Living Dead hans Romero eða Shaun of the Dead. Þetta eru svona klisjurnar, ég veit það,  en hjartað vill það sem það vill!

 

Hefuru tekið þátt í uppvakningagöngu (zombie walk) eða öðrum uppvakninga tengdum viðburði?

Ó, já auðvitað. Göngur, partí nefndu það bara. Ef það eru zombíar þá er ég til í tuskið. Ég sá einmitt nýja útgáfu af zombí-göngu/LARP í London sem ég hefði verið til í að drepa fyrir að mega vera með í. Það var kallað „2.8 tímum seinna“ (2.8hourslater.com) og svona í grundvallaratriðum þá ertu annað hvort zombí eða almennur borgari. Ef þú ert almennur borgari þá er þér úthlutað nokkrum stöðum í borginni sem þú þarft að komast gangandi á en á leiðinni hittir þú zombía og þú verður að forðast að láta þá smita þig áður en þú kemst á leiðarenda! Þetta virtist rosalega kúl.

 

Eru uppvakningar raunverulegir?

Það veltur á því hvernig þú skilgreinir hugtakið. Fjöldi zombí kvikmynda og bóka nota zombíana sem pólitískar táknmyndir og semdulin skilaboð. Zombíar geta táknað neysluhyggjuna komna úr böndunum. Einnig geta þeir táknað hið afskiptalausa þjóðfélag. Það eru raunverulegir hlutir sumsé þjóðfélag sem flæðir í neysluhyggju og afskiptaleysi meina ég. Stundum eru svo zombíarnir bara frábærir sem ofbeldisútrás. Það er svo gaman að sjá zombía drepast og þú ert þar með hvort sem er bara að gera þeim greiða! Ef þeir gætu hugsað myndu þeir óska sér eilífum frið. Norska zombímyndin Dead Snow var alveg hin endanlega útgáfa af skemmtilegu zombímorðæði því ekki aðeins finnst öllum gaman að sjá zombía drepast heldur sérstaklega að sjá nasista deyja. Svo í raun var þetta fullkomin mynd.

 

Ef uppvakningar myndu skyndilega koma og ráðast á okkur mannfólkið. Hvert myndiru flýja og hvaða þrjá hluti myndiru taka með þér, og hvers vegna?

Ef ég væri ekki þegar á Íslandi þá myndi ég halda þangað. Auðvitað var það kenning Max Brooks í WWZ að Ísland yrði verst úti allra landa heims, takk fyrir það Max. Kannski þegar hann flaug síðast um Keflavíkurflugvöll með Iceland Express hefur hann lent í töfum og hugsað „Veistu hvað, til fjandans með þetta pleis“ og síðan hefnt sín grimmilega á Íslandi með því að fara svona illa með okkur í bókinni.

Ég myndi taka með mér neyðartösku auðvitað (Bug out Bag). Í annan stað myndi ég taka með Crovel (Shovel+Crowbar) eða sveðju og loks góða bók svona sem myndi duga mér um langan tíma. Kannski eftir Patrick Rothfuss. Jesús, hugsaðu þér að ef það yrði zombí-dómsdagur þá myndi enginn ná að lesa þriðju bókina í Kingkiller Chronicles. Djöfull yrði það niðurdrepandi. En sennilega væri ég hvort sem er dauð eða upptekin við að drepa þá dauðu svo það skiptir kannski ekki máli.

 

Ertu nörd?

Fólk er alltaf að segja það. Ég hélt að Star Wars húðflúr og grín tilvísanir væru eðlilegar – já, ég er með Star Wars húðflúr – en hin vonlausa æska mín hefði átt að vera vísbending þess að ég væri alls ekki eðlileg.

Ég held að nördaskapur sé nokkuð mainstream þessa daga og getum sennilega þakkað það Big Bang Theory. Það er almenn skoðun að það sé ekki eins mikli fýla af okkur nú orðið og við séum svona meira krúttleg. Þökk sé Sheldon Cooper.

 

Hvað ertu að bralla þegar þú ert ekki að skrifa uppvakningabók eða verjast uppvakningum?

Ég vinn mína níu til fimm vinnu og skrifa á kvöldin. Borða köku, sauma krosssaum, leik mér við köttinn minn hann Jabba, horfi alltof mikið á sjónvarpið og fróa mér (djóóók…en samt ekki djók, nei djók…en samt…).

 

Eitthvað að lokum?

Alltaf að miða á hausinn!

 

Zombie Iceland fæst í öllum helstu bókabúðunum á Íslandi og á www.okei.is sem e-bók eða pappírskilja.

 

 

Forsíðumynd tók Hörður Ásbjörnsson.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnOne Response to Viðtal: Nanna Árnadóttir

  1. Pingback: Interview with Nerd of the North | Nanna Arnadottir

Skildu eftir svar

Efst upp ↑