Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Jóhann Þórsson fjallar um FIMM BESTU VÍSINDASKÁLDSÖGUR ALLRA TÍMA. 1984 1984 er ein af þeim bókum sem ég var skikkaður til að lesa í skóla; settir voru fyrir einn og einn kafli sem síðan voru ræddir í þaula. Þetta er yfirleitt frábær leið til að tryggja það að nemendur fyrirlíti viðkomandi bók og geti ekki heyrt á hana minnst án þess að fá kjánahroll upp í hvirfil. Það átti þó ekki við um 1984, sem mér var sett fyrir þegar ég var 14 ára. Þegar ég var búinn með tvo kafla var ég viss um að einhver mistök hefðu…

Lesa meira

Fyrstu tilraunir Í fyrsta tölvuleiknum sem var hannaður árið 1958 var ekkert hljóð.  William Higinbotham náði að hanna tölvuleik sem líktist tennisspili á sveiflusjá (tæki til þess að sýna lotubundnar breytingar á rafrænum stærðum t.d. spennu eða straumi).  Það var ekki fyrr en 14 árum síðar sem Noland Bushnell fékk í lið með sér tvo félaga sína, Ted Dabney og Allan Alcorn til þess að hanna leikinn Pong. Noland vildi hafa hljóð í leiknum, helst fögnuð áhorfenda þegar maður fékk stig í leiknum. Dabney hafði hugmyndir um að hafa hljóð áhorfenda til að túlka óánægju þegar maður missti stig. Allan…

Lesa meira

Nú þegar vetur er að ganga í garð eykst sjónvarpsefni til muna og fyrir þá sem vilja þættina sína með yfirnáttúrulegu ívafi og/eða nördalegum elementum, þá er af nógu að taka. Þetta er stutt samantekt af þeim þáttum sem eru í áhorfun hjá greinarhöfundi eins og er. The Walking Dead Labbandi dauðir fjallar um það sem stundum er kallað Zombocalypse þ.e.a.s. þegar heimurinn er undirlagður af uppvakningum og þeir fáu sem lifa af þurfa að berjast fyrir lífi sínu. Þættirnir komu skemmtilega á óvart á síðasta ári og margir hafa beðið eftir öðru tímabilinu sem hófst nýlega með…

Lesa meira

Íslenskt Battlefield 3 myndband hefur náð miklum vinsældum á YouTube. Um hádegi í dag hafði myndbandið verið spilað yfir 270.000 sinnum á aðeins fimm dögum, en myndbandið var sett á YouTube þann 4. nóvember. Birgir Páll, 24 ára gamall Starcraft 2 spilari, setti myndbandið saman og segir að fleiri séu í vinnslu. Hægt er að horfa á myndbandið hér fyrir neðan. – BÞJ Heimild: eSports.is

Lesa meira

Siri er þinn persónulegi aðstoðarmaður í iPhone 4S sem kom í verslanir 14. október síðastliðinn. Í stuttu máli getur Siri aðstoðað notandann í gegnum raddskipanir (á ensku, frönsku eða þýsku). Siri getur m.a. stillt vekjaraklukkuna, fundið miða á tónleika, sent og skrifað SMS og gefið þér upplýsingar um nánast hvað sem er. Möguleikar Siris eru þó að einhverju leiti háðir því hvar notandinn er staddur í heiminum. Hér fyrir neðan er að finna nokkur áhugaverð myndbönd sem sýna hvernig Siri virkar – og virkar ekki! Furby og Siri ræða saman Loð- og bullboltinn Furby ræðir við Siri í þessu…

Lesa meira

Warhammer 40.000: Space Marine kom í verslanir 6. september síðastliðinn og gerist í hinum geysivinsæla Warhammer 40.000 heimi sem breski spilaframleiðandinn Games Workshop skapaði. Tölvuleikurinn spilast ekki eins og hernaðarspilið Warhammer 40.000, sem er spilað með fígúrum, teningum og öflugu ímyndunarafli, heldur sem þriðju persónu hjakk-og-högg (hack and slash) skotleikur. Sagan Óteljandi orkar hafa ráðist á Imperial Forge World, sem er risavaxin verksmiðja þar sem vopn eru framleidd í varnarskyni fyrir mannkynið. Örlög mannkynsins liggja í höndum spilarans sem spilar sem geimhermaðurinn Titus sem verður að verja verksmiðjuna gegn árásum orka og annara illmenna. Sagan er knúin áfram með stuttum…

Lesa meira

The Moogies er leikur ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára og foreldrum þeirra frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Plain Vanilla. Í leiknum velur spilarinn sér milli níu karaktera kallaðir Moogies, til að hringja í og skemmta sér með. Leikurinn er einfaldur í spilun og útlit hans mjög vandað og skemmtilegt. Leikurinn hefur verið fáanlegur í iPhone, iPad og iPod Touch í gegnum App Store frá 3. nóvember 2011 og kostar litlar $1,99. – BÞJ

Lesa meira

Hver kannast ekki við að spila leik sem virðist vera ansi óspennandi – nema keyptir séu nokkrir aukapakkar sem kosta svipaða upphæð og leikurinn sjálfur? Þessu kynntist ég persónulega í Mafía 2, þar sem mér þótti leikurinn aaaalltof stuttur en gat keypt mér aukapakka um leið og ég var búinn með leikinn. Sem ég gerði ekki, það var búið að svindla nóg á mér! Í dag er fjöldi leikja sem byggir mikið upp á DLC efni. DLC stendur fyrir downloadable content, eða niðurhalanlegt efni, sem er aukaefni fyrir leikinn sem spilarinn þarf í lang flestum tilfellum að borga fyrir. Í…

Lesa meira

TEDxReykjavík verður haldið 14. nóvember 2011 í Hörpu og verður þemað tækni, kennsla og hönnun. TED fyrirlestrar (sem hægt er að nálgast á TED.com) þykja afar góðir og vandaðir en TEDx eru sjálfstætt skipulagðir viðburðir. Staðfestir frummælendur eru Ari Kristinn Jónsson rektor HR, Ingibjörg Gréta Gunnarsdóttir stofnandi Reykjavik Runway og Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar. Miðaverð er 3.000 kr. og fer ráðstefnan fram á íslensku og ensku. Á heimasíðu Hörpu eru eftirfarandi upplýsingar gefnar upp um ráðstefnuna: TEDxReykjavík verður haldið í annað sinn mánudaginn 14. nóvember í Kaldalóni í Hörpu klukkan 12.30 – 17.00 og síðan léttar veitingar og skemmtilegt spjall. Miðaverð er 3000…

Lesa meira