Í rauninni væri auðveldara að setja saman lista yfir verstu tölvuleikjatilvísanirnar í Hollywood þar sem augljóst er að menn þar hafa lengi haft lítið álit á tölvuleikjum. Í dag eru kvikmyndir hins vegar byrjaðar að virða miðilinn meira þökk sé þeim sem ólust upp með klassískum tölvuleikjum og hafa brotið sér leið inn í bransann – annars væru myndir á borð við Scott Pilgrim Vs. The World ekki til. Gott er samt að verðlauna raunverulega metnaðinn sem sumar myndir sína þessum ákveðna skemmtanamiðli og til þess er þessi listi gerður. Það er kominn tími til að heiðra bestu tölvuleikjatilvísanirnar í…
Author: Nörd Norðursins
Í dag, 18. janúar, mun fjöldi vefsíðna mótmæla SOPA frumvarpinu með því að loka síðunum sínum tímabundið. Wikipedia, reddit, Mozilla, FailBlog, theDailyWhat, Know Your Meme, MineCraft, RageMaker, Tucows, Destructiod, VanillaForums og Wordpress eru meðal þeirra sem styðja og/eða munu taka þátt í mótmæla aðgerðunum. SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) eru bandarísk frumvörp um reglur sem eiga að nýtast til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþættir, tölvuleikir og fleira. Það sem gerir SOPA og PIPA…
Síðastliðnar vikur hafa margir verið að mótmæla hinu umdeilda SOPA frumvarpi. Samkvæmt nýjustu upplýsingum mun SOPA frumvarpið vera stöðvað eða lagt til hliðar og þar með vera úr sögunni – í bili. Við skulum þó ekki fagna enn þar sem PIPA frumvarpið (sem er ansi líkt SOPA frumvarpinu) lifir enn góðu lífi. Uppfært 18. janúar 2011: Samkvæmt nýjustu fréttum verður SOPA frumvarpið tekið aftur upp í febrúar. Heimildir: examiner.com – BÞJ
Leikjatölvan ZX Spectrum verður 30 ára núna í ár. Af því tilefni ætla ég, sem gamall leikjanörd, að leyfa mér smá nostalgíu og rifja upp bestu leikina sem voru gefnir út á Sinclair Spectrum 48k á fyrri hluta áttunda áratugarins þegar tölvan var upp á sitt besta. Að spila leikina í dag getur verið ansi pirrandi ef maður er vanur nútímaleikjum og ástæðan er tvíþætt. Sú fyrri er augljós; grafík, hljóð og stærð leikja var ekki upp á marga fiska. Í annan stað voru þeir mun erfiðari en leikir í dag þ.e.a.s. leikir voru hannaðir þannig að spilarinn drapst ótal…
Golden Globe verðlaunahátíðin var haldin í 69. skipti í gærkvöldi þar sem breski grínistinn Ricky Gervais sá um að halda uppi stuðinu. Ricky sló í gegn líkt og í fyrra, en hann var einnig kynnir hátíðarinnar þá og olli þá talsverðu fjaðrafoki með klúrum bröndurum. Meðal þeirra sum hlutu verðlaun þetta árið voru Peter Dinklage í Game Of Thrones, Jessica Lange í American Horror Story, Meryl Streep í Iron Lady, kvikmyndin The Adventures Of Tintin og þættirnir Modern Family. Franska þögla kvikmyndin The Artist hlaut flest verðlaun, eða þrjú talsins, þar á meðal sem besta söng- eða gamanmynd ársins. Niðurstöður Golden Globe 2012 eru þessar:…
Vísindaskáldsagan Locus Origin – The Never Born kom út í lok október síðastliðnum og er fyrsta bókin af níu í Locus Origin seríunni. Þó verkið sé á ensku er höfundur þess Íslendingur sem kýs að ganga undir höfundarnafninu Christian Matari og vill ekki gefa upp sitt raunverulega nafn. Viðtalið fór fram í myrku herbergi. Til lukku með nýju bókina. Getur þú sagt lesendum í stuttu máli um hvað hún er? Takk kærlega fyrir það. Já, þetta er semsagt vísindaskáldsaga með ævintýrabrag, eða soft sci-fi eins og það er víst kallað. Bókin fjallar um hóp einræktaðra hermanna sem „fæðast“ inn…
Hér er eitt gamalt og gott lag frá grínistanum Weird Al’ Yankovic. Lagið, sem er frá árinu 2006, er skopstæling á rapplaginu Ridin eftir Chamillionaire og Krayzie Bone og fjallar um ýmislegt nördalegt eins og t.d. Dungeons & Dragons og teiknimyndasögur. Texta lagsins er að finna fyrir neðan myndbandið. They see me mowin’ My front lawn I know they’re all thinking I’m so White N’ nerdy Think I’m just too white n’ nerdy Think I’m just too white n’ nerdy(nerday) Can’t you see I’m white n’ nerdy Look at me I’m white n’ nerdy! I wanna roll with- The gangsters…
Leikjavaktin er ný íslensk vefsíða þar sem hægt er að finna ódýrasta leikjaverðið að hverju sinni á handhægan hátt. Samkvæmt Andrési, einum eiganda síðunnar, er Leikjavaktin óháð síðan sem hefur það markmið að auka samkeppni á leikjamarkaðnum hér á landi. Í dag eru aðeins nokkrir leikjatitlar á síðunni merk verðum frá fjórum fyrirtækjum; BT, Elko, Gamestöðinni og Skífunni. En vonandi eigum við eftir að sjá fleiri leikjatitla og fyriræki bætast við í framtíð. Smelltu hér til að heimsækja Leikjavaktina. – BÞJ
Í indí leiknum Rainbow Rapture! (fyrir Windows Phone 7 og Xbox 360) stjórnar spilarinn litlu sætu skýi sem svífur um borgir og sveitir með litríkan regnbogahala á eftir sér. Skýið hefur aðeins eitt markmið í huga: AÐ EYÐA MANNKYNINU! Í leiknum þarf spilarinn að viðhalda regnbogahalanum (sem er líf spilarans) sem minnkar hægt og rólega. Til að viðhalda eða stækka halann þarf skýið að a) drepa fólk, b) framkvæma stór stökk eða c) ná aukahlutum. Þegar regnbogahalinn hverfur deyr skýið og leiknum líkur. Það eru þrír aukahlutir í leiknum sem gefa skýinu misjafna aukakrafta sem endast aðeins í örstuttan tíma,…
Í þessu skemmtilega myndbandi fara þeir Jack og Geoff hjá Roster Teeth yfir þau tíu leikja-feil sem YouTube notendum líkaði mest við á GameFails rásinni árið 2011.