AÐSEND GREIN: HELGA DÍS ÍSFOLD, DÓSENT VIÐ MYNDMIÐLUNARTÆKNISVIÐ NORD HÁSKÓLANN „Ég útskrifaðist frá Nord háskólanum síðastliðið vor og fyrsti leikur fyrirtækisins kemur út á Steam í „early access“, þann 9. mars næstkomandi“ segir Magnús Norðfjörð. Hann rekur sjálfstæða leikjafyrirtækið Window Licker Games, ásamt fjórum fyrrum skólafélögum sínum, en þeir eru þessa dagana að leggja lokahönd á VR-leikinn oVRshot. Námið sem þeir félagar luku er alþjóðlegt þriggja ára bachelornám í tölvuleikjahönnun sem allt fer fram á ensku. Nemendur fá talsvert frelsi – og stuðning – til að sérhæfa sig í ólíkum þáttum tölvuleikjahönnunar og –framleiðslu, svo sem forritun, listrænni hönnun, hljóðvinnslu og…
Author: Nörd Norðursins
Upplýsingatæknimessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin af Ský í áttunda sinn dagana 2. og 3. febrúar í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst. Föstudaginn 2. febrúar er ráðstefna kl. 8:30-17:00 sem ætluð er fagfólki í tölvugeiranum en laugardaginn 3. febrúar er Harpa opin almenningi kl. 10-17 þar sem öll helstu tölvu- og…
Að því tilefni að árinu 2017 var að ljúka birtum við hér lista yfir 10 vinsælustu færslur ársins 2017. Við viljum um leið þakka öllum lesendum kærlega fyrir allar heimsóknir og sömuleiðis fyrir allar jákvæðar, uppbyggilegar og gagnlegar ábendingar. Lengi lifi nördisminn! PlayStation 4 Pro stórlækkar í verði með komu Costco Nintendo Classic Mini leikjatölva með 30 innbyggðum leikjum væntanleg Yellow, skjámenning og foreldrar Stofnaði hóp fyrir kvenkyns tölvuleikjaspilara – „Móttökurnar hafa verið frábærar!“ Tölvuleikjaspilun og ábyrgð foreldra – Svar við pistli Óttars Guðmundssonar Nintendo Switch á Íslandi: Útgáfudagur og verðmiði PlayStation VR stórlækkar í verði Nördismi í Costco…
Helstu tölvuleikjasérfræðingar Nörd Norðursins, þeir Bjarki Þór Jónsson, Daníel Rósinkrans, Steinar Logi Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson, fóru yfir leikjaárið sem var að líða og tóku saman þá fimm leiki sem stóðu upp úr árið 2017 að þeirra mati. Hægt er að lesa ítarlega um mat hvers og eins í greininni Bestu tölvuleikir ársins 2017. Hér fyrir neðan er listi yfir þá fimm leiki sem skoruðu flest stig á heildina litið hjá hópnum. Vert er að vekja athygli á því að af þeim fimm leikjum sem enduðu á topplistanum árið 2017 skarta þrír þeirra kvenkyns aðalpersónum, en fyrir þá sem…
Helstu tölvuleikjasérfræðingar Nörd Norðursins, þeir Bjarki Þór Jónsson, Daníel Rósinkrans, Steinar Logi Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinn Gunnarsson, fóru yfir leikjaárið sem var að líða og tóku saman þá fimm leiki sem stóðu upp úr árið 2017 að þeirra mati. Einnig er hægt að nálgast lista yfir topp 5 tölvuleiki árið 2017 að mati Nörd Norðursins, en hann byggir á neðangreindum niðurstöðum. 5. What Remains of Edith Finch Stuttur en söguríkur leikur sem leggur áherslu á frásagnarformið frekar en hefðbundna tölvuleikjaspilun. Leikurinn er ljóðrænn og bíður upp á sögu sem nær að snerta á öllum tilfinningaskalanum. What Remains of Edith Finch…
Kind fyrir Korn er hlaðvarp sem fjallar um borðspil hvort sem um er að ræða fréttir, umfjallanir, viðburði eða viðtöl. Þátturinn er gerður fyrir Nörd Norðursins og er þáttastjórnandi Magnús Gunnlaugsson, penni á Nörd Norðursins. Í þessum öðrum þætti fer Magnús yfir nokkrar fréttir og segir frá upplifun sinni á spilinu Sherlock Holmes: Consulting Detective. Við heyrum viðtal við Essen-farann Óskar Árnason og svo ræðir Magnús aðeins um íslensk borðspil og hönnun þeirra og hvaða spil megi að hans mati endurútgefa með nútímalegra gangverki. Þátturinn er rétt rúmar fjörtíu mínútur að lengd í þetta skiptið. Hægt er að hlusta á…
Steinar Logi hjá Nörd Norðursins kíkti í heimsókn til Óla í GameTíví á dögunum og gagnrýndi bílaleikinn Gran Turismo Sport. Hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan, á Facebook-síðu GameTíví auk þess sem gagnrýnina í heild sinni er hægt að lesa hér á Nörd Norðursins þar sem Steinar smellir þremur og hálfri stjörnu á leikinn.
Kind fyrir Korn er hlaðvarp sem fjallar um borðspil hvort sem um er að ræða fréttir, umfjallanir, viðburði eða viðtöl. Þátturinn er gerður fyrir Nörd Norðursins og er þáttastjórnandi Magnús Gunnlaugsson, penni á Nörd Norðursins. Í þættinum í dag verður fjallað um Essen, Pandemic Legacy Season 2 og Charterstone. Hver þátturinn mun vera á 20-40 mínútur að lengd, fer eftir efnistökum að hverju sinni. Þátturinn er einning aðgengilegur á Hlaðvarpi Nörd Norðursins á SoundCloud, iTunes og Podcast-veitum fyrir Apple og Android tæki. Myndir fengnar frá Openclipart.org
Arnór, Heimir og Knútur í Bíóbílnum skelltu sér í bíó á IT sem byggir á samnefndri bók eftir hrollvekjukónginn Stephen King. Margir þekkja til gömlu IT kvikmyndarinnar frá 1990 þar sem Tim Curry fór með hlutverk trúðsins Pennywise en að þessu sinni er það Bill Skarsgård sem bregður sér í trúðagervið. Drengirnir ræða á léttu nótunum um söguþráð myndarinnar, helstu hlutverk og bera saman nýju og gömlu myndina. Við bendum á að lesendur geta gefið myndinni stjörnur hér til vinstri. Eru þið sammála því sem kemur fram í Bíóbílnum?
Okkar maður, Daníel Rósinkrans, kíkti í heimsókn til þeirra í GameTíví í síðustu viku þar sem hann var fenginn til þess að gagnrýna Hellblade: Senua’s Sacrifice. Leikurinn er kominn út bæði fyrir PS4 og PC og hefur fengið heldur skemmtilegar viðtökur fyrir frumleika og frábæra upplifun. Við höfum einnig birt okkar eigin gagnrýni á leiknum og fær leikurinn glimrandi dóma frá Steinari sem segir að leikurinn bvjóði upp á „upplifun sem heltekur mann“. Fyrir þá sem vilja lesa gagnrýni okkar á leiknum geta einfaldlega smellt á hlekkinn hérna. Einnig er hægt að horfa á GameTíví rýnina hérna fyrir neðan.