Viðburðir

Birt þann 29. janúar, 2018 | Höfundur: Nörd Norðursins

UTmessan 2018 er 2.-3. febrúar í Hörpu

Upplýsingatæknimessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin af Ský í áttunda sinn dagana 2. og 3. febrúar í Hörpu. Tilgangur UTmessunnar að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Föstudaginn 2. febrúar er ráðstefna kl. 8:30-17:00 sem ætluð er fagfólki í tölvugeiranum en laugardaginn 3. febrúar er Harpa opin almenningi kl. 10-17 þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa.

Föstudaginn 2. febrúar er ráðstefna kl. 8:30-17:00 sem ætluð er fagfólki í tölvugeiranum en laugardaginn 3. febrúar er Harpa opin almenningi kl. 10-17 þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa. Getraunir, leikir, sýningar og uppákomur verða þá í gangi þar sem fjölskyldan getur komið og fengið að leika sér með nýjustu tækni. Vísinda Villi verður með 2 sýningar í Eldborg þar sem hann mun gera nokkrar tilraunir og spjalla við krakka um það undur sem við og alheimurinnn er. Undrabarnið hinn 14 ára Tanmay Bakshi er einn af aðalræðumönnum ráðstefnunnar og verður upptaka af fyrirlestrinum sýnd almenningi í Eldborg á laugardeginum en ráðstefnugestir á föstudegi fá að njóta hans í eigin persónu.

Á laugardeginum er ókeypis aðgangur og frítt í bílastæðahúsið á meðan húsrúm leyfir.

Markmannsvélmenni, snjall vöruflutningabíll, snjallruslatunnur, risavélmenni, 14 ára undrabarnið Tanmay Bakshi, Vísinda Villi og Hönnunarkeppni HÍ er meðal þess sem verður á sýningardegi fjölskyldunnar laugardaginn 3. febrúar

Tækjatal (Chatbot), gervigreind (Artificial Intellegence), sýndarveruleiki (Virtual Reality), viðbættur veruleiku (Augmented Reality), snjalltæki (Smart Technology), 4ja iðnbyltingin (Fourth revelution) og persónuvernd  verður til umfjöllunar á ráðstefnudegi tölvugeirans föstudaginn 2. febrúar

Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna á UTmessan.is.

Heimild: Fréttatilkynning UTmessunnar

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑