Mikil gróska hefur verið á markaði fjölspilunarhlutverkjaleikja undanfarið og því ekki úr vegi að taka stöðuna á bæði gömlum og nýjum leikjum. Núna eru FTP (Free to Play) leikir hreinlega að taka völdin og í þeim þarf ekki að borga fast mánaðargjald eins og venjan hefur verið. Þetta sést á mikilli velgengni Guild Wars 2, sem er mest áberandi FTP leikurinn í dag, og einnig þegar litið er á væntanlega leiki sem byggja flestir á þessu verðlíkani. Þó að leikur sé skilgreindur sem FTP leikur í eftirfarandi upptalningu, þýðir það ekki endilega að allt í honum sé ókeypis. Sumir leikir…
Author: Nörd Norðursins
Kubbatónlist hefur verið áberandi í sögu og þróun tölvuleikjatónlistar. Fyrir um ári síðan tókum við hjá Nörd Norðursins viðtal við Michelle Sternberger, eða ComputeHer sem er hennar sviðsnafn, sem hefur verið að semja og spila kubbatónlist frá árinu 2005. Hún hefur til þessa spilað á yfir 60 tónleikum og þar á meðal á E3 og tölvuleikjasýningunni á Smithsonian-safninu. eitt af hennar vinsælustu lögum er Sysop sem er að finna á plötunni Modermoiselle (og í EVE Online Fanfest 2011 myndbandinu okkar á YouTube), en hún er auk þess annar helmingur hljómsveitarinnar 8 Bit Weapon sem spilar einnig kubbatónlist. Til eru margar leiðir til að…
BlackBerry 10 Jam World Tour er ráðstefna á vegum BlackBerry fyrirtækisins og er fyrst og fremst fyrir forritara. Föstudaginn 19. október næstkomandi verður slík ráðstefna haldin á Centerhotels Plaza (við Ingólfstorg) í Reykjavík og mun hún standa yfir kl. 8:30 – 18:00. Aðgangur er ókeypis fyrir þá sem skrá sig, en nánari upplýsingar um dagskrá og gesti er að finna hér á Facebook. – BÞJ
Þegar Batman notaði Apple Maps… Nokkrar góðar YouTube athugasemdir Tröllið í LOTR fyrirgefur þetta seint… Lúðrasveit með flotta tölvuleikjasyrpu
„when you hear the camera whirring, you know that money is going through it.“ – Edgar Wright Þú sest í myrkvaðan bíósalinn með popp og kók. Finnur besta sætið og eftir rúllandi stiklur og auglýsingar byrjar kvikmyndin. Í lok myndarinnar gengur þú út og ert annað hvort ánægður með myndina eða hefur gleymt henni jafn óðum. Það sem þú hefur þó eflaust ekki hugleitt þegar þú horfðir á myndina er hvort myndin var tekin upp með stafrænni tækni eða á filmu. Í kvikmyndaheiminum er barátta háð á milli þeirra sem vilja notast við stafrænu tæknina, sem er ódýr, sparar tíma og auðvelt…
Fyrir þá sem misstu af tækifærinu að sjá og heyra í hryllingsmyndaleikstjóranum Dario Argento á RIFF kvikmyndahátíðinni er ég með smá sárabót. Ég náði einungis að vera viðstaddur á tveimur spurt og svarað sýningum, á Dracula 3D og Suspiria, og tók það upp á hljóðrænu formi. Þar sem Dario Argento er ekki sleipur í enskunni var erfitt að sjá heildarmyndina sem hann var að reyna að skýra fyrir okkur. Það var nokkuð um endurtekningar milli atburðanna og mun ég því stikla á því markverðasta sem kom fram á þessum sýningum ásamt öðrum almennum fróðleik um leikstjórann. Hvað varðar Dracula 3D…
Tölvuleikjasýningin Eurogamer Expo 2012 stóð yfir dagana 27.-30. september síðastliðinn. Við skelltum okkur á sýninguna í fyrra, en í ár voru leikir á borð við Carmageddon, DUST 514, Castlevania: Lords of Shadow – Mirror of Fate, Crysis 3, Halo 4, Tomb Raider, XCOM: Enemy Unknown og ZombiU kynntir. Líkt og á DragonCon klæddi fjöldi fólks sig upp í ýmiskonar búninga og þar sem Eurogamer fókusar á tölvuleiki var að finna áberandi margar tölvuleikjapersónur á göngunum. Sneaky Zebra á YouTube tók nokkrar skemmtilegar myndir af búningagleðinni (cosplay) í myndbandinu hér fyrir neðan. – BÞJ
Aldur 10+ Leikmenn 2-4 Spilatími 20 mínútur+ 10 Days in Europe er spil sem eins og nafnið gefur til kynna snýst um 10 daga ferðalög um Evrópu – þú þarft þó ekki að fara neitt annað en með ímyndunaraflið á flug! Spilið er eitt af fimm 10 Days spilum frá fyrirtækinu Out of the Box en hin eru 10 Days in Africa, 10 Days in the USA, 10 Days in Asia og 10 Days in the Americas. Spilið er skemmtilegt (og fræðandi) sunnudagsspil sem hægt er að spila með fjölskyldunni allri, það tekur stuttan tíma og er síður en svo…
Stjörnufræðivefurinn hefur birt fyrsta þáttinn af Sjónaukanum, nýrri vefþáttaröð um stjörnufræði og stjörnuskoðun. Í þessari vefþáttaröð verður m.a. fjallað um stjörnuhimininn yfir Íslandi, fróðleik um sólkerfið okkar, stjörnur, svarthol, Miklahvell og margt fleira. Áhugasamir geta fylgst með þáttunum á Stjörnufræðivefnum eða beint af Vimeo síðu vefsins, þar sem innihaldi fyrsta þáttarins er lýst á eftirfarandi hátt: Í fyrsta þættinum er fjallað um það sem sjá má á stjörnuhimninum yfir Íslandi í október. Snemma í mánuðinum verður falleg samstaða Venusar, tunglsins og stjörnunnar Regúlusar í Ljóninu sem vert er að veita athygli. Einnig er sagt frá Sumarþríhyrningum, samstirni þriggja stjarna í Svaninum, Hörpunni…
Fyrir stuttu voru Emmy verðlaunin haldin hátíðlega og stóð sjónvarpsþátturinn Homeland uppi sem ótvíræður sigurvegari. Þátturinn tók heim sex verðlaun, þar á meðal sem besta dramatíska þáttaröðin og aðalleikararnir, Claire Danes og Damian Lewis, hlutu verðlaun fyrir besta leik í þáttunum umtöluðu. Eiga þau verðlaunin svo sannarlega skilið þó svo að ég vilji meina að Claire Danes beri höfuð og herðar yfir Lewis. Hún skilar af sér tour de force frammistöðu sem and- og tilfinningalega óstabíll starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar. Fyrsti þátturinn í annarri seríunni af Homeland var frumsýndur 30. september og er við hæfi að rýna aðeins í form og…