Íslenska leikjafyrirtækið Gogogic hefur síðastliðna 18 mánuði unnið að gerð tölvuleiksins Godsrule. Síðastliðnar vikur hafa valdir tölvuleikjaspilarar fengið að spila leikinn í lokaðri prufuútgáfu (closed beta), en nú hefur leikurinn færst í opna prufuútgáfu (open beta). Godsrule er fantasíu fjölspilunarleikur sem spilast í gegnum vafra og iPad spjaldtölvur. Í leiknum stjórnar spilarinn her í bardaga og þarf að sigra andstæðinga, þjálfa hermenn, læra galdra og taka yfir og stjórna landsvæðum. Þess bera að geta að Gogogic landaði nýverað samningi við leikjarisann SEGA um gerð og dreifingu leiksins. Þeir sem vilja prófa Godsrule geta nálgast beta útgáfu leiksins hér. – BÞJ
Author: Nörd Norðursins
Gleðilegan föstudag kæru nördar, nær og fjær! Á föstudögum hitum við upp fyrir helgina með því að birta syrpu af nokkrum vel völdum myndböndum. Vel gerð stutt teiknimynd þar sem Mario Bros er blandað saman við Ghostbusters. Útkoman er: SUPER MARIO BUSTERS! Rússar eru greinilega ýmsu vanir, hér sjáum við viðbrögðin hjá einum við loftsteinaregninu. Misstiru af PS4 kynningu Sony? Ekki örvænta! Hér er allt sem skiptir máli á 3 mínútum. Tölvuleikjum kemur víst misvel saman…
Í gær hélt Sony tveggja klukkutíma kynningarfund um næstu PlayStation leikjatölvuna, PlayStation 4 (PS4), og kynntu væntanlega PS4 leikir. Nýja tölvan er kraftmeiri en sú fyrri og mun bjóða upp á nýja möguleika, en PlayStation 4 er væntanleg í verslanir í lok árs 2013. Breyttir tímar – breyttar áherslur Talsmenn Sony töluðu mikið um að með breyttum tímum kæmu breyttar áherslur. Þeir segjast ekki líta lengur á stofuna sem miðju tölvuleikjaspilunar, heldur sé spilarinn sjálfur miðja hennar. Með PS4 getur spilarinn spilað og nálgast upplýsingar um leikina sína í gegnum önnur tæki eins og t.d. PlayStation Vita (PS Vita), snjallsíma…
CISPA frumvarpið, eða Cyber Intelligence Sharing and Protection Act (einnig þekkt sem HR 3523), hefur vaknað aftur til lífsins eftir nokkurra mánaða hlé á bandaríska þinginu. CISPA er ansi líkt SOPA frumvarpinu sem gengur út á það að safna persónuupplýsingum um netverja og vefsíður. Frumvarpið beinist að svokölluðum „ógnum á netinu“ (cyberthreats) án þess þó að það sé skilgreint eitthvað frekar. Ríkið, leyniþjónustur og fyrirtæki fá upplýsingar um „ógnirnar“, sem geta verið allt frá leitarorðum einstaklings á leitarvélum, heimsóttar síður yfir í vefpóst og persónulegri gögn. Upplýsingarnar geta svo verið notaðar á nánast hvaða hátt sem er og fyrirtækin (Facebook,…
Íslenska leikjafyrirtækið Lumenox Games sendi frá nýtt þriggja mínútna sýnishorn í vikunni úr leiknum Aaru’s Awakening, en leikurinn er enn á alpha-stigi. Í myndbandinu fáum við að sjá hvernig leikurinn virkar í grófum dráttum og hvaða valmöguleika hann mun bjóða upp á. Leikurinn, sem er á Steam Greenlight, virkar eins og þægileg blanda af þrautaleik og pallaleik þar sem spilarinn þarf að vera fljótur að hugsa. Grafík og litir leiksins eru mjög grípandi og eru hreyfimyndirnar í honum framleiddar á gamla mátann, þar sem hver hreyfing er teiknuð á blað, ramma eftir ramma. Hægt er að lesa nánar um leikinn hér.…
Í janúar bárust þær fréttir að framtíð RIFF væri mögulega í hættu. Í ljós kom að Reykjavíkurborg var með svarta skýrslu um starfsemi RIFF í höndunum og hugðust hætta við að styrkja kvikmyndahátíðina. Gleðifréttir birtust svo á Mbl.is í dag þar sem fram kemur að Reykjavíkurborg hefur ákveðið að halda áfram samstarfi við RIFF og er kvikmyndahátíðinni því borgið (í bili)! Íslenskir kvikmyndanördar geta því fagnað á ný! Við viljum þakka öllum þeim sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna kærlega fyrir – hún skipti máli. – BÞJ
Við gerð leiksins L.A. Noire var notuð tækni sem kallast MotionScan, þar sem 32 tökuvélum er beint að leikurunum og safna þær gögnum um hreyfingar og svipbrigði þeirra. Þannig eru persónur leiksins ekki aðeins með rödd leikaranna, auk þess líta þau svipað út. Þessi tækni skilar sér mjög vel í leiknum og gerir hann ansi raunverulegan, en í þessu skemmtilega myndbandi sjáum við nokkur mistök (bloopers) sem áttu sér stað við upptökur fyrir leikinn. – BÞJ
Fyrir um mánuði síðan greindum við frá því að framtíð RIFF væri mögulega í hættu. Vegna óljósra frétta um framtíðina sendi Nörd Norðursins RIFF stuðningsyfirlýsingu þar sem við lýstum yfir stuðningi við RIFF og undirstrikuðum mikilvægi hátíðarinnar. Nörd Norðursins hefur verið í sambandi við ónafngreinda heimildarmenn en ekki getað birt neinar fréttir um efnið þar sem upplýsingarnar voru lengi vel óstaðfestar og á viðkvæmu stigi. Mbl.is greindi frá því í lok janúar að engar breytingar yrðu á RIFF í ár, en samkvæmt okkar heimildum ríkti enn mikil óvissa um málið á þeim tíma. Reykjavíkurborg hættir að styrkja RIFF Í dag,…
TPB AFK: The Pirate Bay Away from Keyboard er heimildarmynd um stofnendur The Pirate Bay síðunnar, en síðan var stofnuð árið 2003 og er stærsta og þekktasta torrent-síðan á netinu í dag. Heimildarmyndin var gefin út 8. febrúar síðastliðinn og er hægt að nálgast hana ókeypis á netinu. Það er Svíinn Simon Klose sem leikstýrir myndinni, en þetta er hans fyrsta mynd í fullri lengd. Hægt er að sýna stuðning með því að kaupa eintak af TPB: AFK á heimasíðu myndarinnar, www.tpbafk.tv. TPB AFK: The Pirate Bay Away from Keyboard – BÞJ
Það styttist í tveggja ára afmæli Nörd Norðursins og að því tilefni viljum við gefa tveimur heppnum lesendum sitthvorn DVD pakkann. Við munum gefa einn MONTY PYTHON DVD PAKKA sem samanstendur af Monty Python’s Flying Circus – The Complete Boxset sem inniheldur allar fjórar seríurnar af Monty Python þáttunum plús slatta af aukaefni, auk DVD eintak af Monty Python’s Life of Brian, sem er tilvalin mynd til að horfa á um páskana! Og svo munum við einnig gefa SPACE DVD PAKKA sem inniheldur DVD disk með öllum sex Space heimildarþáttunum sem framleiddir voru af BBC og fjalla um undur himingeimsins.…