Það þekkja flestir söguna um Lísu í Undralandi en Parade er fallega skreytt persónum úr Undralandi, brjálaði hattarinn mætir á svæðið, Lísa í sínum bláa kjól, Dódó fuglinn og að sjálfsögðu Broskötturinn með sitt lymskulega glott ásamt fleirum. Spilarar eru að skipuleggja skrúðgöngu en því miður þá virðist vera takamarkaður áhugi fyrir þátttöku þar sem þátttakendur eru fljótir að missa áhugann og hellast úr lestinni, sérstaklega þegar einhver hærra settur eða eins klæddur mætir á svæðið. Í Parade keppast leikmenn um að fá sem fæst stig í lok leiks. Spilið inniheldur 66 spil sem eru númeruð frá 0-10 í sex…
Author: Magnús Gunnlaugsson
Ég man að í grunnskóla þótti mér handavinna alltaf einstaklega óspennandi tímar, að sauma út og prjóna var ekki eitthvað sem ég hlakkaði til að gera. Ætli ég hafi ekki afrekað það að sauma út einn púða, prjóna eyrnaband og mögulega eitt par af ullarsokkum á mínu 29 ára aldurskeiði. Það hljómaði því ekkert sérlega spennandi að læra á spil sem snýst um bútasaum, eitthvað sem ég hef aldrei gert, en Patchwork er tveggja manna spil sem tekur um 30 mín. í spilun. Spilið er hannað af Uwe Rosenberg sem hefur gefið út fjölmörg fantagóð spil. Í Patchwork keppast tveir…
Undanfarna viku hafa snillingarnir hjá Fantasy Flight Games komið með hverja tilkynninguna á fætur annarri þar sem þeir hafa verið að tilkynna ný spil eða endurútgáfur af fyrri spilum. Fyrst og fremst er það endurútgáfa af Cosmic Encounter sem hefur nú verið sett í búning vinsælu þáttanna Game of Thrones. Spilið er fyrir 3-5 leikmenn sem bregða sér í hlutverk stærstu fimm fjölskyldnanna sem búa í Westeros. Leikmenn munu þurfa að vera útsmognir og ófyrirséðir, vinna saman, svíkja og pretta til að ná völdum á Járnhásætinu. Þeir hafa nú einnig tilkynnt aðra útgáfu af Mansions of Madness sem byggir á…
Days of Wonder tilkynnti um daginn nýja útgáfu af hinu sívinsæla og klassíska spili Ticket To Ride. Nýja útgáfan mun innihalda þrjár stórar breytingar: Tvíhliða kort sem mun sýna allann heiminn á annarri hiðinni og stærstu vötn Norður-Ameríku. Leikmenn munu geta byggt skip ásamt höfnum til að tengja saman borgir þvert yfir vötn og höf. Nýjar tengileiðir milli 3-5 borga sem leikmenn keppast um að klára til að auka stigasöfnun sína til muna Spilið er fyrir 2-5leikmenn og mun er áætlaður spilatími um 90-120mín. Kassinn mun innihalda 1kort með tvíhliða korti eins og fram kom hér að ofan. 165 lestum, 250…
Lords of Waterdeep er líklega eitt mest spilaða spilið í spilasafninu mínu og því fannst mér tilvalið að skrifa smá umfjöllum um það. Lords of Waterdeep er verkstjórnunar (e.Worker Placement) spil. Í verkstjórnunar spilum keppast leikmenn um að leggja vinnumenn á reiti sem gefa af sér einhvern ágóða eða framkvæma einhverskonar aðgerð, einnig getur sú aðgerð lagt stein í götu andstæðinga með því að loka fyrir reiti sem þeir gætu haft not af. Waterdeep, borg allsnægtar og stórfengleika en einnig slóttugra leiðtoga og vafasamra viðskiptahátta er sviðið. Í Lords of Waterdeep bregða leikmenn sér í hlutverk umræddra leiðtoga og leggja á ráð…
Það ríkir allajafna eftirvænting eftir því hvaða spil eru tilnefnd til Spiel des Jahres verðlaunanna en þetta eru „óskarsverðlaun“ borðspila! Nú í morgun var listinn tilkynntur fyrir þá þrjá flokka sem veitt eru verðlaun fyrir (smelltu á spilanöfnin hér fyrir neðan til að fá nánari upplýsingar um þau): Spiel des Jahres / Spil ársins: Codenames Imhotep Karuba Kennerspiel des Jahres / Spil ársins fyrir lengra komna Isle of Skye Pandemic Legacy T.I.M.E Stories Kinderspiel des Jahres / Barnaspil ársins Leo muss zum Frisuer / Ljóni þarfnast klippingu Mmm! Stone Age: Junior Einnig voru ýmis önnur spil sem ekki fengu tilnefningu frá…
Þann 8. apríl birtum við frétt af íslenska tölvuleiknum Sumer en þeir er nú mjög nálægt því að ljúka fjármögnun fyrir leikinn í gegnum Kickstarter. Þeir hafa nú safnað rúmlega 22 þúsundum dollurum eða 2,7 milljónum íslenskra króna en vantar um 3 þúsund dollara til að ljúka markmiði sínu innann þriggja sólarhringa. Hönnuðir Sumer voru með kynningu á leiknum í Spilavinum á Alþjóðlega borðspiladeginum sem haldinn var þann 30. apríl og fékk ég þar að prófa leikinn sem blandar saman heim borðspila og tölvuleikja á einstakan og skemmtilegan hátt. Í færslu sem Sigursteinn J. Gunnarsson birtir á Borðspilaspjallinu segir hann:…
Mayfair games tilkynntu í upphafi febrúar að þeir ætluðu að endurútgefa Agricola línuna á þessu ári og vænta mætti þess að spilið komi í verslanir vestanhafs þann 20.maí. Útgáfurnar verða þrennskonar: Grunnspilið Agricola verður fyrir 1-4 spilara Agricola: Fjölskyldu útgáfa Viðbót við grunnspilið sem gefur möguleika á 5-6manna spilun. 2016 útgáfan af Agricola mun innihalda uppfærða og straumlínulagaðri hönnunn, nýja viðarkubba s.s grænmetis-, dýra- og bónda-„meeples“ auk þess sem að grunnspilið mun innihalda vinsælustu kortin úr fyrri útgáfum og viðbótum. Búið verður að fjarlægja fjölskyldu reglurnar og verður það gefið út sem sér spil. Hanno Girkle einn af starfsmönnum Lookout…
Rob Daviau er nafn sem margir borðspilaunnendur hafa líklegast lagt á minnið en hann er þekktastur fyrir að gefa út ákveðna tegund af spilum undir Legacy nafninu. Rob hefur þó komið að fjölmörgum öðrum spilum og vann meðal annars hjá Hasbro í 14 ár og hannaði m.a titla eins og Axis and Allies: Pacific, Heroscape, Clue: Harry Potter en þar spratt hugmyndin að Legacy spili fyrst fram, Betrayal at the House on the Hill og að sjálfsögðu Risk Legacy! Auk þess hefur hann ritað fjölda greina sem snúa að hönnun borðspila og skrifaði m.a kafla í bókinni Kobold’s Guide to…
Kvikymyndavefsíðan Comingsoon.net birti nýlega nýjar myndir úr kvikmyndinni Assassin’s Creed sem sækir innblástur á samnefndum tölvuleikjum. Þar bregður Micheal Fassbender sér í hlutverk Callum Lynch sem kemst að því, í gegnum byltingarkennda genatækni, að forfaðir hans, Aguilar, var hluti af dularfullu leynisamfélagi sem kölluðu sig „The Assassins“. Í gegnum þessa genatækni fær Lynch (Fassbender) aðgang að minningum og hæfileikum Aguilar sem var uppá 15. öld á Spáni og nýtir þá til að berjast gegn kúgun og yfirgangi Templara í okkar samtíma. Auk Fassbender má finna Marion Cotillard (The Dark Knight Rises, Inception), Michael K. Williams (The Wire), Jeremy Irons (The…