Tvær bíómyndir byggðar á metsölubók Stephen King, It, eru nú í bígerð. Cary Fukunaga, sem nýlega leikstýrði Jane Eyre, mun koma til með að leikstýra báðum myndunum og skrifa handrit þeirra í samstarfi við Chase Palmer, sem skrifaði handrit væntanlegrar Dune kvikmyndar. It var metsölubók þegar hún kom út árið 1986, og er af mörgum talin vera eitt af betri verkum Stephen King. Sagan fjallar um sjö krakka sem eru utangarðs í smáu samfélagi í Bandaríkjunum. Ill vera sem tekur jafnan á sig form trúðs að nafni Pennywise, herjar á þetta smáa samfélag og hræðir og drepur börn. Krakkarnir takast…
Author: Kristinn Ólafur Smárason
Bókin Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur, er samansafn smásagna eftir hinn heimsþekkta rithöfund H.P. Lovecraft. Lovecraft (f. 1890 – d. 1937) var bandarískur rithöfundur sem skrifaði mest megnis hrollvekjur, vísindaskáldsögur og fantasíur. Sögur hans áttu sér ekki stóran lesendahóp á sínum upphaflega útgáfutíma, en á síðari árum hafa vinsældir sagna hans aukist og er hann talinn vera einn helsti frumkvöðull í hrollvekjuskrifum 20. aldarinnar. Höfundarverk Lovecrafts hafa orðið mörgum höfundum að innblæstri. Þar á meðal Stephen King, sem hefur sagt að lestur á sögum Lovecrafts hafi kveikt áhuga sinn á hrollvekjubókmenntum, og Stefán Mána sem skrifaði eftirminnilega persónu sem…
Fyrir stuttu gaf íslenska leikjafyrirtækið Gamatic út tölvuleikinn Samsærið. Leikurinn er þrautaleikur sem var þróaður og hannaður af Gamatic, en leikurinn sjálfur er á íslensku. Í leiknum er spilarinn settur í spor persónunar Cian, sem flækist inn í dularfullt morðmál og tekur það upp á sína arma að komast til botns í málinu. Til þess þarf Cian að ferðast á milli staða í S-Evrópu og vera skrefi á undan rannsóknarlögreglunni sem hefur hana grunaða um morðið. Til þess að komast áfram í leiknum þarf spilarinn að finna 10 eða fleiri umbeðna hluti sem eru faldir á stillimynd á skjánum. Þegar…
Hafið þið einhvern tíman átt leik sem ykkur fannst alveg rosalega skemmtilegur en engum öðrum? Hvað þá leik sem ykkur fannst ótrúlega gaman að spila en gátuð ekkert í? Eða jafnvel leik sem var alveg frábær en var af einhverjum ástæðum svo bilaður/óskiljanlegur/erfiður að þið festust alltaf í honum á sama stað? Ég hef alla vegana átt og spilað þó nokkuð marga þannig leiki í gegnum tíðina. Leikir sem mér fannst vera gjörsamlega æðislegir og ég gat varla fengið nóg af, en af mismunandi ástæðum gat spilun leikjanna á sama tíma verið ömurleg. Ég held að það sé best að…
Í gær, laugardaginn 19. maí, var Íslandsmeistaramótið í Starcraft 2 haldið á Classic Rock Sportbar í Reykjavík. Átta bestu Starcraft 2 spilarar landsins mættu til leiks og var hart barist um hver myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum. Þó nokkur fjöldi áhorfenda mætti á svæðið til að hvetja sína menn áfram, en leikjunum var lýst af Alla „icemodai“ og Gretti „wGbBanzaii“. Vegleg verðlaun voru í boði, en sigurvegari mótsins fékk 30.000kr inneign hjá Buy.is, ásamt tölvuleikjunum World of Warcraft og Diablo III í boði Senu. Á mótinu var spilað eftir svokölluðu best-of-three kerfi, þar sem fyrsti spilarinn til að vinna tvo leiki sigrar.…
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út nýr leikur fyrir gömlu gráu Nintendo NES leikjatölvuna. Leikurinn heitir Nomolos: Storming the Catsle, en leikurinn var hannaður af Gradual Games og er gefinn út af Retrozone. Söguhetja leiksins er kötturinn Solomon, sem lendir í þeim vandræðum að fjólublár flóðhestur úr annari vídd rænir vinkonu hans, henni Snow. Solomon veitir flóðhestinum eftirför yfir í hina víddina þar sem hann breytist í Nomolos, kattarstríðsmann með sverð og brynju. Leikurinn skiptist í 12 borð, inniheldur 5 mismunandi endakalla og fjöldan allan af aukakröftum og vopnum sem Nomolos getur safnað. Tónlistin í leiknum er ekki af verri…
Á laugardaginn næstkomandi verður fyrsta Íslandsmeistarmótið í Starcraft 2 haldið. Átta bestu Starcraft 2 spilarar landsins mætast á Classic Rock Sportbar, og augljóslega verður hart barist um titilinn. Áhorfendur eru hvattir til að mæta og hvetja sína menn áfram, en leikjunum verður lýst á íslensku af Alla „icemodai“ og Gretti „wGbBanzaii“. Spilað verður eftir svokölluðu best-of-three fyrirkomulagi, sem þýðir að sá spilari sem er fyrri til að vinna tvo leiki tekur sigurinn. Sigurvegari mótsins kemur til með að hljóta vegleg verðlaun frá Buy.is og Senu, og vert er að minnast á að áhorfendur geta einnig átt von á því að…
Vegna anna hef ég ekki getað skrifað eins mikið á þetta blessaða blogg eins og ég hefði viljað, en þar sem ég er með nagandi samviskubit yfir því ákvað ég að henda í eina stutta færslu. Fyrir sirka hálfu ári síðan sýndi ég nokkra Famicom pirate leiki sem ég á hérna á Leikjanördablogginu. Það sem var sérstakt við þá leiki var að límmiðarnir á þeim voru í engu (eða alla vegana mjög litlu) samræmi við leikinn sem leikjahylkið hafði að geyma. Það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því hvað pirateframleiðendur geta verið í samhengislausir þegar kemur að því að…
Svo virðist vera sem að Wasteland 2 fái loksins að líta dagsins ljós. Eftir að hafa reynt árum saman að fá stóra leikjaframleiðendur til að taka Wasteland 2 verkefnið upp á arma sína, gafst Brian Fargo (stofnandi Interplay Entertainment) upp og ákvað að nota sitt eigið fyrirtæki, InXile Entertainment, til að koma leiknum í framleiðslu. Eina vandamálið er fjárskortur, enda kosta tölvuleikir ekki smápeninga í framleiðslu í dag. Þess vegna var fyrir rétt rúmum sólahring síðan sett af stað fjáröflun til að athuga hvort aðdáendur fyrri leiksins langi það mikið í framhald að þeir séu tilbúnir til að fjárfesta í…
Sunnudaginn 26. febrúar klukkan 19:00 að íslenskum tíma, mun Andrés Pétursson (Drezi) etja kappi við Steven Bonnell (Quantic Destiny) í herkænskuleiknum Starcraft 2. Andrés er með betri Starcraft 2 spilurum Íslands, en hann vann nýverið fyrsta vikulega mót íslenska GEGT1337 klansins í Starcraft 2. Steven Bonnell er einn vinsælasti Starcraft 2 spilari Bandaríkjanna, en hann er þekktur fyrir að nota frumleg og óhefðbundin brögð þegar kemur að spilun leiksins. Leikurinn á sunnudaginn er ekki liður í mótaröð, heldur er um að ræða eiginlegan æfingaleik með vægum peningaverðlaunum, en sigurvegarinn gengur út um 12.000kr ríkari, en sá sem lítur í lægra…