Fréttir1

Birt þann 16. maí, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

1

Íslandsmeistaramótið í Starcraft 2

Á laugardaginn næstkomandi verður fyrsta Íslandsmeistarmótið í Starcraft 2 haldið. Átta bestu Starcraft 2 spilarar landsins mætast á Classic Rock Sportbar, og augljóslega verður hart barist um titilinn. Áhorfendur eru hvattir til að mæta og hvetja sína menn áfram, en leikjunum verður lýst á íslensku af Alla icemodai“ og Gretti wGbBanzaii“. Spilað verður eftir svokölluðu best-of-three fyrirkomulagi, sem þýðir að sá spilari sem er fyrri til að vinna tvo leiki tekur sigurinn. Sigurvegari mótsins kemur til með að hljóta vegleg verðlaun frá Buy.is og Senu, og vert er að minnast á að áhorfendur geta einnig átt von á því að vinna skemmtilega glaðninga. Nú þegar hefur verið raðað niður í fyrstu lotu en hægt er að sjá uppsetninguna hér að neðan:

iMpsuNi (ProtossVS wGbNykur (Zerg)
GEGTChrobbus (TerranVS nWaDemo (Protoss)
nWaNavi (TerranVS Drezi (Terran)
iMpKaldi (ZergVS nWaKit (Zerg)

Mótið hefst klukkan 18:00 laugardaginn 19. maí, og er haldið á Classic Rock Sportbar. Frekari upplýsingar má finna á Facebook hóp íslenska Starcraft 2 samfélagsins, StarCraft2 ICELAND og á síðu viðburðarins á Facebook.

KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:One Response to Íslandsmeistaramótið í Starcraft 2

  1. Pingback: GEGTchrobbus sigraði Íslandsmeistaramótið í Starcraft 2 | Nörd Norðursins

Efst upp ↑