Bíó og TV

Birt þann 8. júní, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Tvær myndir byggðar á It eftir Stephen King í bígerð

Tvær bíómyndir byggðar á metsölubók Stephen King, It, eru nú í bígerð. Cary Fukunaga, sem nýlega leikstýrði Jane Eyre, mun koma til með að leikstýra báðum myndunum og skrifa handrit þeirra í samstarfi við Chase Palmer, sem skrifaði handrit væntanlegrar Dune kvikmyndar.

It var metsölubók þegar hún kom út árið 1986, og er af mörgum talin vera eitt af betri verkum Stephen King. Sagan fjallar um sjö krakka sem eru utangarðs í smáu samfélagi í Bandaríkjunum. Ill vera sem tekur jafnan á sig form trúðs að nafni Pennywise, herjar á þetta smáa samfélag og hræðir og drepur börn. Krakkarnir takast á við þessa illu veru og tekst þeim að lokum að sigra hana. 30 árum síðar birtist trúðurinn á ný, hópurinn kemur saman á ný og reynir að losa smábæinn við trúðinn fyrir fullt og allt.

Tveggja hluta sjónvarpsmynd byggð á It var gefin út árið 1990, þá lék Tim Curry trúðinn Pennywise á eftirminnilegan máta. Myndin naut þó nokkurra vinsælda en fékk misgóð viðbrögð frá gagnrýnendum. Eftir stuttar umræður penna Nörd Norðursins var komist að þeirri niðurstöðu að öllum þótti sú mynd góð á sínum tíma, en að hún hafi ekki elst vel. Því má telja það til góðra frétta að It sé að koma í nýjum búningi á hvíta tjaldið, og við hjá Nörd Norðursins bíðum spenntir eftir að líta þennan gamla góða hrylling Stephen King nýjum augum.

– KÓS

Heimild: The Hollywood Reporter

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Comments are closed.

Efst upp ↑