Author: Daníel Rósinkrans

Rockstar Games gáfu út tilkynningu rétt í þessu að þeir hafi ákveðið að fresta Red Dead Redemption 2 þangað til næsta vor. Upphaflega stóð til að gefa leikinn út haustið 2017 en hefur útgáfunni nú verið frestað. Þá segist leikjafyrirtækið miður sín að þurfa seinka gripnum og allt sé gert til þess að gera leikinn enn betri svo hann verði örugglega klár þar til þeir gefa hann út. Einnig fylgdu með ný skjáskot úr leiknum sem ættu að svala þorstanum á meðan beðið er eftir honum. Í tilkynningunni kemur einnig fram að PlayStation 4 og Xbox One útgáfum leiksins sé…

Lesa meira

Ubisoft leikjafyrirtækið gerði sér lítið fyrir á dögunum og staðfestu komu fjögra leikja sem eiga eflaust eftir að falla í kramið hjá leikjaunnendum. Þeir leikir sem um er rætt eru Far Cry 5, The Crew 2, nýr Assassin’s Creed og svo South Park: The Fractrued But Whole sem eiga það allir sameiginlegt að vera gefnir út fyrir mars lok 2018. Aðdáendur Ubisoft leikjanna ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð á næstu tólf mánuðum, áður en hið árlega uppgjör fyrirtækisins líður undir lok. Far Cry 5 Are you ready for a hefty dose of new Far Cry adventures? https://t.co/RiR9MZvSR8…

Lesa meira

Ef marka má nýjustu fregnir vikunnar bendir margt til þess að Nintendo séu með sjallsímaleik byggðan á Zelda seríunni í vinnslu um þessar mundir. Nintendo hefur nú þegar gefið út leiki byggða á Super Mario, Fire Emblem og Miitomo fyrir snjallsíma. Næst á dagskrá verður leikur byggður á Animal Crossing seríunni og mun Zelda væntanlega fylgja þar á eftir. Það verður fróðlegt að sjá snallsíma útgáfuna af Zelda eftir velgengni Breath of the Wild sem kom út í byrjun mars fyrir Wii U og Switch. Hvort Nintendo muni rukka startgjald fyrir leikinn eða bjóða upp á fría spilun með valkost…

Lesa meira

Netflix efnisveitan hefur tilkynnt að þeir séu að undirbúa framleiðslu þátta byggða á The Witcher Saga bókunum eftir pólska rithöfundinn Andrzej Sapkowski. Andrzej Sapkowski gaf einnig út tilkynningu til fjölmiðla þar sem hann sagðist vera spenntur yfir útgáfu Netflix á sögunum sínum. Þættirnir verða hannaðir út frá upprunalega efninu í takti við bækurnar sem hann hefur verið að byggja upp á síðastliðin 30 ár. Hvorki dagsetning né leikaraúrval hefur verið gefið upp að svo stöddu. Þá á einnig eftir að ákveða hvenær þættirnir munu koma til með að eiga sér stað í atburðarrás bókanna. Alls eru bækurnar átta talsins svo…

Lesa meira

Þegar Nintendo hélt Nintendo Switch kynninguna um miðjan janúar var ekki alveg vitað við hverju var að búast á þeirri kynningu. Kynningin á sjálfri leikjatölvunni var að sjálfsögðu hápunktur hennar en hvaða leikir væru fáanlegir á útgáfudegi var mikið í umræðunni. 1-2-Switch leit þá fyrst dagsins ljós og má lýsa honum sem einhvers konar safni af smáleikjum sem hafði þann tilgang að kynna fólki fyrir nýju stýripinnunum, „Joy-Con“, sem skarta að sjálfsögðu hreyfiskynjun. Nintendo hafa áður farið þessa leið með Wii Sports og Nintendoland fyrir Wii U.  Okkar spurning er auðvitað sú hvort 1-2-Switch beri sama keim sem fyrrnefndu leikir…

Lesa meira

Nýr dagur, nýtt ár, nýr Call of Duty að sjálfsögðu! Þriðja nóvember næstkomandi kemur út nýr Call of Duty leikur sem einblínir á seinni heimsstyrjöldina á nýjan leik. Leikurinn hefur fengið titilinn Call of Duty: WWII og er framleiddur af Sledge Hammer Studios sem færðu okkur síðast Call of Duty: Advanced Warfare með Kevin Spacey í aðalhlutverki. Þeir sem forpanta gripinn fá aðgang að beta prufu sem fer á laggirnar áður en sjálfur leikurinn verður gefinn út. Einnig verður hin sívinsæla Zombies samspilun (e. co-op) á sínum stað fyrir aðdáendur þess. Lítið fleira er vitað um gripinn að svo stöddu…

Lesa meira

Ef marka má nýjustu fregnir bendir margt til þess að Nintendo ætli sér að gefa út SNES Classic Mini síðar á þessu ári. Þetta kemur mörgum í opna skjöldu þar sem þeir hafa nýlega tilkynnt að þeir ætli ekki að framleiða fleiri eintök af NES Classic Mini. Auk þess hefur þeim gengið mjög illa að anna eftirspurn, eða alveg frá því að hún var gefin út í nóvember í fyrra. Reynist þetta rétt allt saman verður fróðlegt að sjá hvert stefnir hjá Nintendo í Mini útgáfunum. Nintendo ætluðu sér aldrei að framleiða NES Mini nema í ákveðinn tíma, SNES útgáfan…

Lesa meira

Upprunalega útgáfan af StarCraft og Brood War aukapakkinn eru nú fáanlegir á heimasíðu leiksins frítt. Leikirnir hafa verið aðgengilegir á vefsíðu Blizzard, Battle.net, gegn vægu gjaldi í langan tíma. Líklega er um að ræða nokkurs konar auglýsingu fyrir endurbættu útgáfuna sem er væntanleg í sumar. Þeir sem hafa ekki kynnst þessari snilld hingað til ættu hiklaust að kíkja á StarCraft seríuna, sérstaklega þar sem það kostar ekkert. Hægt er að sækja leikinn fyrir bæði PC og Mac hérna.

Lesa meira

Nintendo lögðu ríka áherslu á ARMS og einnig Splatoon 2 síðar í Nintendo Direct þættinum að þessu sinni. Það þýðir þó ekki að þetta verði einu leikirnir fáanlegir fyrir tölvuna þar sem önnur fyrirtæki, bæði stór og smá, koma til með að gefa út leikina sína fyrir þennan magnaða grip. Mario Kart 8 Deluxe er einnig fáanlegur fyrir gripinn síðar í þessum mánuði þann 28. apríl. Hér fyrir neðan eru þeir leikir sem eru væntanlegir fyrir Nintendo Switch þetta árið: Ulta Street Fighter II: The Final Challenger – væntanlegur 26. maí næstkomandi. Minecraft: Nintendo Switch Edition – væntanlegur á eShop…

Lesa meira

ARMS er næsti „stóri“ leikurinn frá Nintendo, fyrir utan Mario Kart 8 Deluxe, sem þeir koma til með að gefa út og hanna fyrir Nintendo Switch. Leikurinn var fyrst kynntur þegar tölvan var formlega afhjúpuð fyrr á þessu ári. Það má segja að ARMS sé nokkurs konar slagsmálaleikur sem gengur út á að rota andstæðinginn á mjög sérstakan hátt með hjálp gorma og alls kyns handarlenginga, ef svo má segja. Leikurinn inniheldur nokkrar ólíkar persónur sem hafa mismunandi eiginleika sem hægt er að notfæra á hverjum leikvangi. Til þess að djúsa spilunina enn meira er hægt skipta út höndum þeirra…

Lesa meira