Fréttir

Birt þann 20. maí, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Zelda snjallsímaleikur væntanlegur frá Nintendo

Ef marka má nýjustu fregnir vikunnar bendir margt til þess að Nintendo séu með sjallsímaleik byggðan á Zelda seríunni í vinnslu um þessar mundir. Nintendo hefur nú þegar gefið út leiki byggða á Super Mario, Fire Emblem og Miitomo fyrir snjallsíma. Næst á dagskrá verður leikur byggður á Animal Crossing seríunni og mun Zelda væntanlega fylgja þar á eftir.

Það verður fróðlegt að sjá snallsíma útgáfuna af Zelda eftir velgengni Breath of the Wild sem kom út í byrjun mars fyrir Wii U og Switch. Hvort Nintendo muni rukka startgjald fyrir leikinn eða bjóða upp á fría spilun með valkost á að versla ýmsa hluti í leiknum sjálfum á enn eftir að koma í ljós.

Miðað við útgáfu Super Mario Run er erfitt að ímynda sér Nintendo fara sömu leið og rukka $10 Bandaríkjadali fyrir snjallsímaleik. Sérstaklega þar sem Fire Emblem var frír í spilun og gekk mun betur að fá notendur til þess að versla hluti í leiknum og halda þeim lengur við efnið.

Mynd: Flaticon.com / Trifoce merkið

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑