Author: Daníel Páll

Þættirnir Secret Level eru nú aðgengilegir á Amazon Prime Video streymisveitunni. Þessi nýja sería er byggð á þekktum tölvuleikjaheimum, og er hver þáttur sjálfstæð saga. Fyrstu átta þættirnir voru frumsýndir 10. desember 2024, og restin verður spilanleg 17. desember 2024. Þættirnir bjóða upp á spennu, hasar og skapandi frásögnum úr hverjum heim fyrir sig. Fyrstu átta þættirnir eru: Restin verður: Hlekkir og Heimildir:Prime VideoSecret Level WikipediaDexerto

Lesa meira

DREDGE er einspilunar ævintýra veiðileikur með óheillavænlegan sjóstraum. Þessi orðasamsetning virðist sérstök en úr kemur heillandi leikur sem er einstakur. Þú spilar sjómann sem lendir í að stranda veiðibátnum sínum á leið á nýjar slóðir. Þú rankar við þér í nálægum bæ, þeim sem þú ætlaðir að fara að vinna sem sjómaður. Bæjarstjórinn aðstoðar þig og lánar þér gamlan bát til að geta sinnt veiðimennskunni. Með því fyrsta sem bæjarstjórinn segir við þig er að fara út og fara að veiða í dagsbirtu, en að vera kominn aftur fyrir sólarsetur, áður en þokan kemur. Þessi byrjunarsena stillir tóninn fyrir leikinn…

Lesa meira

Dagana 28. október til 9. desember er fyrsta firmamótið í rafíþróttum. ELKO í samstarfi við Rafíþróttasamband Íslands og Lindex standa fyrir mótinu. ELKO firmamótið er rafíþróttamót fyrirtækja þar sem þeir sem vilja taka þátt geta myndað lið með samstarfsfélögum, valið leik til að keppa í og skráð liðið til leiks. Leikirnir sem keppt verða í eru Rocket League, Counter-Strike: Global Offensive og FIFA 21. Rocket League keppnin verður með þrjá í hverju liði og „best af þremur” keppnissniðið er notað (3 vs 3, best of 3). Counter-Strike: Global Offensive keppnin verður með fimm í hverju liði og „best af þremur“…

Lesa meira

Leikjafyrirtækið Psyonix hefur verið að standa sig vel í því að gefa út fríar viðbætur fyrir Rocket League leikinn en þeir hafa núna kynnt nýja viðbót sem mun koma í september. Þessi viðbót ber nafnið Rumble og í henni verður boðið upp á nýjan leikstíl þar sem spilarar geta náð í power-ups sem gefa þeim allskonar eiginleika sem munu hafa mikil áhrif á leikinn, t.d. boxhanska sem kýlir andstæðinginn eða gadda sem festa boltann við bílinn þinn. Best er að sjá kynningarmyndbandið frá Psyonix til að átta sig á hversu magnað þetta mun vera. Haldið áfram að lesa eftir myndbandið til að sjá lista yfir hvaða…

Lesa meira

Í dag kemur uppfærsla fyrir leikinn Rocket League sem brýtur blað í sögu leikjatölvunnar Xbox One, en uppfærslan mun gera Xbox One spilurum kleift að spila með spilurum á Steam. Þetta er fyrsti leikurinn á Xbox One þar sem spilarar geta tengst við aðra spilara fyrir utan Xbox Live kerfisins. Frá því að Psyonix, framleiðandi leiksins, gaf út Rocket League fyrir Xbox One í febrúar 2016 þá hafa næstum því tvær milljónir spilarar spilað leikinn. Því má svo sannarlega segja að með því að tengja saman kerfin er verið að stækka heildarfjölda spilara gríðarlega mikið, sem er ekkert nema frábært fyrir…

Lesa meira

Í dag, 24. maí 2016, kemur leikurinn Overwatch út. Þetta er nýjasti leikurinn frá risa leikjaframleiðandanum Blizzard, sem hefur framleitt og gefið út marga af vinsælustu leikjum tölvuleikjasögunnar svo sem Diablo, StarCraft og World of Warcraft. Overwatch er fyrstu persónu fjölspilunar skotleikur þar sem þú stjórnar einni af fjölmörgum hetjum í bardaga við aðrar hetjur. Það eru 6 spilarar í hverju liði og keppast þau um útrýma hinu liðinu, ná að uppfylla markmið spilaborðsins og að sigra. Hetjur Hetjurnar sem hægt er að velja eru ekki af skornum skammti en við útgáfu Overwatch verður hægt að velja úr 21 hetju. Hver…

Lesa meira

Rétt í þessu var kynntur nýr Battlefield leikur, en leikurinn fær nafnið Battlefield 1. Þrátt fyrir að þetta sé fimmti leikurinn í seríunni, þá fær hann þetta nafn því hann gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Áætlaður útgáfudagur er 21. október 2016. Leikurinn heldur áfram að byggja á þeim grunni að stríðsvellirnir eru stórir, mikill fjöldi leikmanna og farartæki. Áhersla er lögð á samspil milli spilara og hægt verður að búa til hópa sem munu fylgjast að í gegnum borð. Farartækin eru ekki öll vélknúin því í stiklunni sjást hestar. Það verða líka bátar, flugvélar, bílar og skriðdrekar. Þar sem leikurinn gerist í…

Lesa meira

Þar sem aðgengi að interneti er nánast orðinn sjálfsagður hlutur fyrir tölvuleikjaspilara þá eru flestir leikir í dag komnir með þann möguleika á að spila við aðra í gegnum internetið. Þetta er frábær þróun sem gerir mörgum kleift að spila með öðrum spilurum hvar svo sem þeir eiga heima. Fjölspilun í gegnum tölvuleiki er oft frábær upplifun en það er oft þar sem það vantar eitthvað. Stundum vantar að hafa meðspilarann sér við hlið til að geta gefið gott klapp á bakið þegar vel tekst til, eða hafa andstæðinginn nálægt sér til að sýna virkilega hversu yfirvegaður maður getur verið…

Lesa meira

Leikurinn Rocket League mun bæta við sig nýjum leikstíl á morgun, 26. apríl, sem kallast Hoops. Rocket League hefur hingað til oftast verið í fótbolta stíl , nema bílar í stað leikmanna að koma boltanum yfir í mark andstæðingsins. Uppfærslan á leiknum verður frí og mun hún bjóða upp á að spila körfubolta í leiknum. Þessi viðbót lyftir leiknum upp á nýjar hæðir og er tilhlökkunin gríðarleg. Hér fyrir neðan er stikla sem kynnir Hoops leikstílinn, en ef þú hefur ekki heyrt um Rocket League áður þá er hægt að lesa um leikinn hér.

Lesa meira