Fréttir Rocket League Hoops Game mode

Birt þann 25. apríl, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Rocket League – Hoops

Leikurinn Rocket League mun bæta við sig nýjum leikstíl á morgun, 26. apríl, sem kallast Hoops. Rocket League hefur hingað til oftast verið í fótbolta stíl , nema bílar í stað leikmanna að koma boltanum yfir í mark andstæðingsins. Uppfærslan á leiknum verður frí og mun hún bjóða upp á að spila körfubolta í leiknum.

Þessi viðbót lyftir leiknum upp á nýjar hæðir og er tilhlökkunin gríðarleg.

Hér fyrir neðan er stikla sem kynnir Hoops leikstílinn, en ef þú hefur ekki heyrt um Rocket League áður þá er hægt að lesa um leikinn hér.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑