Fréttir battlefield 1 airplane

Birt þann 6. maí, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Battlefield 1 væntanlegur í október 2016

Rétt í þessu var kynntur nýr Battlefield leikur, en leikurinn fær nafnið Battlefield 1. Þrátt fyrir að þetta sé fimmti leikurinn í seríunni, þá fær hann þetta nafn því hann gerist í fyrri heimsstyrjöldinni. Áætlaður útgáfudagur er 21. október 2016.

Leikurinn heldur áfram að byggja á þeim grunni að stríðsvellirnir eru stórir, mikill fjöldi leikmanna og farartæki. Áhersla er lögð á samspil milli spilara og hægt verður að búa til hópa sem munu fylgjast að í gegnum borð.

Farartækin eru ekki öll vélknúin því í stiklunni sjást hestar. Það verða líka bátar, flugvélar, bílar og skriðdrekar.

battlefield 1 horse

Þar sem leikurinn gerist í fyrri heimsstyrjöldinni þá er líka gert ráð fyrir bardögum í návígum og þá mögulega í skotgröfum. Það var því mikið lagt í vopn sem bjóða upp á návígisbardaga, t.d. að setja hníf á riffilinn.

Battlefield 1 heldur áfram með kerfið þar sem spilari velur hverskonar hlutverk hann vill hafa á stríðvellinum, en ekki er búið að gefa nákvæmlega upp hvaða hlutverk verða í boði.

battlefield 1 flame

En nóg af orðum, hérna er stiklan úr leiknum, en hún á að hafa verið gerð öll í leikjavélinni. Það er, þetta gæti verið sú grafík sem hægt er að búast við úr leikjavélinni.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑