Fréttir

Birt þann 24. maí, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Rocket League – Stór fjölskylda

Í dag kemur uppfærsla fyrir leikinn Rocket League sem brýtur blað í sögu leikjatölvunnar Xbox One, en uppfærslan mun gera Xbox One spilurum kleift að spila með spilurum á Steam.

Þetta er fyrsti leikurinn á Xbox One þar sem spilarar geta tengst við aðra spilara fyrir utan Xbox Live kerfisins. Frá því að Psyonix, framleiðandi leiksins, gaf út Rocket League fyrir Xbox One í febrúar 2016 þá hafa næstum því tvær milljónir spilarar spilað leikinn. Því má svo sannarlega segja að með því að tengja saman kerfin er verið að stækka heildarfjölda spilara gríðarlega mikið, sem er ekkert nema frábært fyrir fjölspilunarleik að þessari tegund.

Vonandi verður þetta til að fleiri leikir eiga eftir að fylgja í kjölfarið og að brúin á milli spilara á tölvum og leikjavélum verður aðgengileg öllum.

Hægt er að sjá fréttatilkynninguna hér.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑