Svartir Sunnudagar verða með plakatsýningu í Bíó Paradís laugardaginn 16. apríl kl. 17:00. Til sýnis verða öll plakötin sem hafa verið gerð fyrir Svarta Sunnudaga undanfarin fjögur ár. Hægt verður að kaupa plakötin og kostar stykkið sléttar 10.000 kr. Þeir sem ekki þekkja til þá sýna Svartir Sunnudagar sérvaldar költmyndir og hafa meðal annars sýnt myndir á borð við The Shining, Ferris Builler’s Day Off, Pee-wee’s Big Adventure, Zardoz, Freaks, Big Trouble in Little Chine svo einhverjar séu nefndar. Költhópinn skipa þeir Sigurjón Kjartansson, Sjón og Hugleikur Dagsson. Smelltu hér til að skoða viðburðinn á Facebook. Hér má sjá brot af…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig höfuðstöðvar CCP líta út? Í þessu myndbandi sýnir Sveinn Kjarval frá CCP vinnustaðinn sinn sem er staðsettur á Fiskislóð í Reykjavík. CCP er flugmóðurskip íslenska leikjaiðnaðarins og starfa í kringum 200 manns hjá þeim á Íslandi í dag. CCP er auk þess með skrifstofur í Bandaríkjunum, Bretlandi og Kína. Við minnum lesendur á að EVE Fanfest er í næstu viku!
Super Mario Maker er eins konar hönnunarleikur þar sem spilarinn eyðir oftar en ekki mun meiri tíma í að búa til borð fyrir klassísku Mario leikina frá Nintendo heldur en að spila sjálf borðin. Leikurinn er ekki nýr heldur kom út fyrir u.þ.b. hálfu ári á Wii U leikjatölvuna og ætlum við meðal annars að fara yfir endingargildi leiksins hér í þessari leikjarýni. Í Super Mario Maker fær spilarinn að búa til ný borð fyrir Super Mario Bros. leikina frá grunni. Það þarf varla að kynna Mario leikina en þetta er ein vinsælasta tölvuleikjasería tölvuleikjasögunnar með píparann Mario í fararbroddi.…
Árið 2014 sögðum við ykkur frá Viktori Sigurgeirssyni, íslenskum leikfangagerðarmanni sem var að búa til handgerð leikföng sem byggja á 90’s ofurhetjuíkonum á borð við He-Man og Lion-O. Viktor er kominn með myndarlegt safn af leikföngum svo við settum saman lista yfir nokkur af uppáhalds leikföngunum okkar frá Viktori. Sem gamall ThunderCats aðdáandi er Lion-O Richie í alveg sérstöku uppáhaldi, ásamt Boba Montana. Fleiri fígúrur og nánari upplýsingar er hægt að finna á Facebook-síðunni Viktor’s Vintage. LION-O RICHIE BARTOCOL DROID YULE CAT & MEAT HOOK BOBA MONTANA NINTENDOR V. 2 ZOMBIE TROOPER LOVE-A-LOT-MAN AT-S-TOR
Í þessu nýja sýnishorni úr No Man’s Sky fara þeir Ryan McCaffrey frá IGN og Sean Murray, skapari leiksins, yfir möguleikana í No Man’s Sky. Sean sýnir dæmi um hvernig er hægt að spila leikinn en það hefur vafist fyrir mörgum hvað spilarinn gerir nákvæmlega í leiknum. No Man’s Sky er svokallaður sandkassaleikur þar sem spilarinn velur sínar eigin leiðir og getur meðal annars rannsakað plánetur, dýralíf, stundað viðskipti og safnað ýmiskonar efnum og margt margt fleira.
Í þessu stutta myndbandi sjáum við muninn á grafíkinni í Dark Souls 3 á PC og PS4. Útlitlslega séð virðist grafíkin vera mjög svipuð en þegar nokkur valin atriði eru skoðuð betur hefur PC vinninginn.
Tölvuleikurinn Sumer var að detta inn á Steam Greenlight í gær. Leikurinn byggir á sögulegum atriðum um Súmera sem meðal annars fundu upp ritmálið, hjólið og fleira. Í leiknum er sagt frá gyðjunni Inanna sem leitar sér að aðstoðarmanni til að stjórna sér við hlið. Spilarar berjast um að gera gyðjunni til geðs með því að ferðast um ziggurat hof til að rækta bygg, búa til leirker, og fórna geitum til að gleðja hana. Sumer er sett upp eins og 1-4 manna borðspil sem tekur í kringum 20-30 mínútur að klára. Það er bandaríska indí fyrirtækið Studio Wumpus sem stendur…
Dagana 18.-20. maí verður hin árlega Nordic Game ráðstefna haldin í Malmö í Svíþjóð. Ráðstefnan fókusar á norræna leikjaiðnaðinn og er góður vettvangur til að kynnast því sem hefur verið að gerast á Norðurlöndum og fá smjörþefinn af því hvað framundan er. Nordic Game ráðstefnan samanstendur af fjölbreyttum fyrirlestrum og viðburðum auk þess sem úrslit í Nordic Game Awards verða kynnt. Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á ráðstefnuna Staðfest hefur verið að Hideo Kojima – maðurinn á bak við Metal Gear Solid seríuna – muni mæta á…
Sjóðheit og splunkuný stikla úr næstu Star Wars mynd, Rogue One: A Star Wars Story, var að lenda á netinu rétt í þessu. Myndin er ekki hluti af aðalseríunni heldur sjálfstæð saga sem gerist í Star Wars heiminum, stuttu áður en atburðirnir í A New Hope eiga sér stað. Það er Gareth Edwards (End Day og Godzilla) sem leikstýrir myndinni og með aðalhlutverk fara Felicity Jones, Mads Mikkelsen og Alan Tudyk.
Í gær héldu samtök leikjaframleiðanda á Íslandi, IGI (Icelandic Game Industry), opinn aðalfund þar sem Hilmar Veigar, framkvæmdastjóri CCP og þáverandi stjórnarformaður IGI, fór meðal annars yfir nýjar tölur sem sýna svart á hvítu umfang íslenska leikjaiðnaðarins Uppsöfnuð velta tölvuleikjaiðnaðarins eru heilir 68 milljarðar kr. frá árinu 2008 og er meðalvöxtur iðnaðarins 18% á ári. Mikil gróska hefur verið í leikjabransanum hér á landi undanfarin ár eins og sést á fjölda íslenskra leikjafyrirtækja sem eru orðin 18 talsins, þessi fyrirtæki eru: CCP, Licorice, Plain Vanilla Games, Aldin Dynamics, Digon Games, Locatify, Lumenox, Radiant Games, Mussila, Solid Clouds, Sólfar, Study Cake…