Menning

Birt þann 24. maí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Stjörnufræðivefurinn í neyð – Leggðu þitt af mörkum!

Fé­laga­sam­tök­in Stjörnu­fræðivef­ur­inn hafa verið úrskurðuð gjaldþrota. Stjörnufræðivefurinn hefur ekki borgar skuld sem nemur 450.000 kr., en sú upphæð er vegna vangoldins virðisaukaskatts á sólmyrkvagleraugunum sem Stjörnufræðivefurinn sá um að selja og gefa skólabörnum í tengslum við sólmyrkvan 20. mars 2015.

Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins í gær vegna málsins:

„Sólmyrkvagleraugun halda áfram að vinda upp á sig. Verkefnið kostaði 5 milljónir og þegar upp er staðið er 450 þúsund króna tap á því vegna vangoldins virðisaukaskatts. Verið er að vinna í að leysa þetta og afturkalla gjaldþrotslýsinguna. Ég bíð nú bara eftir tækifæri til að fá að greiða þessa upphæð sem allra fyrst, sem ég mun gera úr eigin vasa eins og sakir standa.

Ég hef fengið ótal skeyti frá fólki sem vill hjálpa til. Er ótrúlega hrærður yfir viðbrögðunum. Ef þú hefur í alvöru áhuga á að hjálpa okkur, þá eru upplýsingar um reikninginn hér undir:

Kt.: 5904110780

Reiknr. 137-26-100573

Allt hjálpar!

Þetta verkefni var einstakt á heimsvísu og hverrar einustu krónu virði.

– Sævar“

Uppfært kl. 21:45, 24. maí 2016:

Vel gert! Almenningur hefur nú náð að safna fyrir skuldinni! Nánar um málið á mbl.is.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑