Fréttir

Birt þann 28. apríl, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Væntanlegir leikir fyrir PS+ áskrifendur í maí 2016

Þá er komið á hreint hvaða leikir áskrifendur PlayStation Plus þjónustunnar fá í næsta mánuði. Í hverjum mánuði fá PlayStation Plus áskrifendur nokkra ókeypis leiki og fá sér afslætti af völdum vörum. Auk þess sem áskrifendur fá aðgang að netspilun.

Leikirnir sem áskrifendur fá í maí eru þessir samkvæmt PlayStation Blog:

  • Tropico 5 (PS4)
  • Table Top Racing: World Tour (PS4)
  • Bionic Commando Rearmed 2 (PS3)
  • LocoRoco Cocoreccho! (PS3)
  • Switch Galaxy Ultra (PS Vita, PS4)
  • God of War: Ghost of Sparta (PSP, PS Vita)

Við á Nörd Norðursins gagnrýndum Tropico 5 og gáfum leiknum 3 stjörnur af 5 mögulegum.
Hér er hægt að horfa á vídjógagnrýnina okkar í heild sinni.

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑