Author: Bjarki Þór Jónsson

Á blaðamannafundi Google fyrr í kvöld kynnti fyrirtækið fjölmargar nýjungar – þar á meðal Google snjallsíma (Pixel og Pixel XL) og sýndarveruleikabúnaðinn Daydream sem tengist símanum. Samhliða þessum tilkynnti Google og CCP að VR-leikurinn Gunjack 2: End of Shift frá íslenska leikjafyrirtækni CCP væri væntanlegur á Daydream. Í fréttatilkynningu sem CCP sendi frá sér segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, að það hafi verið stórkostleg reynsla að vinna með Google teyminu og að útgáfa Gunjack 2 undirstrikar þá skuldbindingu sem fyrirtækið hefur sett sér á sviði VR í tölvuleikjum og afþreyingu. STIKLA FYRIR GUNJACK 2 KYNNING Á GOOGLE DAYDREAM KYNNING Á…

Lesa meira

Slush PLAY ráðstefnan var haldin í annað sinn í Austurbæ dagana 29. og 30. september. Líkt og árið áður var fókusað á sýndarveruleika (VR) og tölvuleiki í víðum skilningi í þéttri dagskrá þar sem fagfólk m.a. frá King, CCP, Sólfar, Valve og Crytek, tóku til máls, miðluðu sinni reynslu og spáðu í fortíð, nútíð og framtíð sýndarveruleika. Spennandi tímar framundan á sviði VR Það má segja að árið 2016 sé fyrsta ár VR byltingarinnar þar sem fyrstu öflugu VR-gleraugun koma á markað á þessu ár; Oculus Rift (sem Facebook keypti á tvo milljarða Bandaríkjadali árið 2014), HTC Vive og PlayStation VR frá…

Lesa meira

Hvað gerist þegar þú blandar saman karíókí og tölvuleikjanördisma? Svarið er Marioke! Í Marioke hefur útvarpsteymið One Life Left breytt textum við vel þekkta slagara þannig að þeir tengjast tölvuleikjum. Til dæmis verður Total Eclipse of the Heart að Total Eclipse Of The (Mario) Kart, Common People með Pulp verður að Console People og Hey Ya! með OutKast verður að SE-GA! One Life Left byrjaði með Marioke í kringum árið 2011 og hafa síðan þá haldið Marioke kvöld reglulega á The Loading Bar í London. Þetta eru ekki hefðbundnir tónleikar hjá One Life Left, heldur eins konar hóp-karíókí þar sem…

Lesa meira

Undanfarin 10 ár eða svo hefur fjöldi LEGO leikja verið gefnir út sem byggja á þekktum kvikmyndum og má þar meðal annars nefna Star Wars, Indiana Jones, Harry Potter, Lord of the Rings, Jurassic World og Batman. Nýjasti leikurinn í seríunni er Lego Star Wars: The Force Awakens sem byggir á samnefndri kvikmynd. Í sögunni kynnumst við sömu persónum og úr kvikmyndinni, bæði nýjum eins og Kylo Ren, Rey, Finn og BB8, ásamt þekktum persónum úr eldri Star Wars myndum eins og Han Solo, Chewbacca ásamt vélmennunum C-3PO og R2D2. Þar sem að sagan er tekin beint úr kvikmyndinni er leikurinn…

Lesa meira

Í dag birti Vísir.is frétt af því að KSÍ hefði afþakkað boð EA Games um að vera með íslenska landsliðið í nýjasta FIFA leiknum. Ástæðan? Tilboðið frá EA þótti of lágt að mati KSÍ, en það hljóðaði upp á tæpar tvær milljónir króna, eða að hámarki 15.000 dölum samkvæmt Geir Þorsteinssyni, formanni KSÍ í viðtali sem birt var í kvöldfréttum RÚV. FIFA fótboltaserían er ein vinsælasta íþróttaleikjasería heims í dag en hún á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1993. Ef við leggjum þessa summu sem EA bauð KSÍ aðeins til hliðar, þá skulum við renna hér yfir fimm góðar…

Lesa meira

HRingurinn er árlegt LAN-mót sem nemendafélagið Tvíund í Háskólanum í Reykjavík hefur umsjón með og skipuleggur. Mótið hefur vaxið í vinsældum með hverju ári og voru þáttakenndur rúmlega 300 talsins á síðasta ári. Skipuleggjendur mótsins stefna á stærsta mótið til þessa þar sem HRingurinn heldur jafnframt upp á tíu ára afmæli sitt. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu HRingsins og er þátttökugjald 4.900 kr. í forsölu en 5.900 kr. við hurð. Menn eru strax farnir að blása í LAN-lúðrana og hita sig upp fyrir eitt sveittasta LAN-partý sögunnar eins og sést á þessu stórskemmtilega kynningarmyndbandi fyrir mótið. Mótið…

Lesa meira

Sýndarveruleikinn EVEREST VR var að lenda á Steam rétt í þessu! Það eru íslensku fyrirtækin Sólfar og RVX sem standa að gerð sýndarveruleikans sem Sólfar kynnti fyrst í nóvember á síðasta ári á heimasíðu sinni. EVEREST VR er upplifun frekar en leikur í hefðbundnum skilningi þar sem hægt er að upplifa fimm mismunandi atriði sem gerast á Everest fjalli í fyrstu persónu, þar á meðal er hægt að standa uppi á toppi þessa fræga fjalls. Þetta er fyrsti útgefni titillinn frá Sólfar en fyrirtækið hefur einnig verið að vinna að gerð VR-leiksins Godling sem kynntur var á E3 tölvuleikjasýningunni í…

Lesa meira

Að tilefni útgáfu nýrrar Harry Potter bókar, Harry Potter and the Cursed Child, verður Nexus með sérstaka miðnæturopnun og Potter partý, laugardaginn 30. júlí. Nýja bókin er ekki hefðbundin Harry Potter bók heldur er um að ræða handrit af samnefndu leikriti eftir J.K. Rowling og John Tiffany sem verður frumsýnt í London sama dag. Bókin er komin í forsölu hjá Nexus og kostar eintakið þar 3.195 kr, en venjulegt verð er 3.495 kr. Það má búast við góðri stemningu þar sem boðið verður upp á tónlist og búningagleði og ætlar Nexus að veita sérstök verðlaun fyrir flottasta búninginn og flottasta…

Lesa meira

Á morgun, sunnudaginn 24. júlí, mun Gamestöðin loka í Smáralind. Þetta tilkynnti Gamestöðin á Facebook-síðu sínni í byrjun vikunnar. Liðin eru tæp þrjú ár síðan að Gamestöðin opnaði verslun sína í Smáralind og kynnti til leiks 45 fermetra leikjasal þar sem gestir gátu fengið sér sæti og prófað leiki í nýjustu leikjatölvunum. Til að byrja með var Gamestöðin með Skífunni í verslunarrými Smáralindar en síðar hætti Skífan og Gamestöðin tók við öllu verslunarplássinu. Gamestöðin mun halda áfram í Kringlunni en verður með rýmingarsölu í verslun sinni í Smáralind. Hér má lesa tilkynningu Gamestöðvarinnar í heild sinni: Núna er komið að…

Lesa meira

Stranger Things eru nýir sjónvarpsþættir í boði Netflix. Það eru Duffer bræður (Matt og Ross Duffer) sem skrifa þættina og leikstýra flestum þeirra, en þeir eiga frekar stuttan feril að baki í kvikmyndabransanum. Winona Ryder og David Harbour fara með aðalhlutverk í fyrstu seríunni auk úrvali ungra leikara. Öll fyrsta serían var gerð aðgengileg frá fyrsta degi á Netflix en þættirnir eru samblanda af vísindaskáldskap, hrollvekju og fantasíu. Með góða þætti gildir oft sú regla að því minna sem þú veist um þættina því betra og þess vegna ætla ég ekki að fara nánar útí söguþráð þáttanna, heldur frekar sýna…

Lesa meira