Author: Bjarki Þór Jónsson

Are you on your way to visit Reykjavik and not sure where to start or what to check out? No worries, we at Nörd Norðursins (Nerds from the North) got you covered! We have listed the most noteworthy spots in our opinion in Reykjavik and nearby suburbs for geeks to visit. We got some geeky art, special events, esport centers, VR, carefully selected cinemas and shops! All in one place. Please feel free to share and enjoy! Is something missing on the map? Contact us and we’ll fix that.

Lesa meira

„Glaumgosi á heimsmælikvarða og leyniþjónustumaður í hlutastarfi frá sjöunda áratugnum vaknar til lífsins eftir að hafa legið í lághitadvala í tvær aldir. Tíminn er komið að því að berjast við nýja tegund óvina – Reapers!“ Með þessum hætti kynnir eli_handle_b․wav á YouTube myndbandið sitt þar sem hann hefur blandað saman hinum fræga Austin Powers við Mass Effect tölvuleikin og er óhætt að segja að útkoman sé stórskemmtileg. Á YouTube-rás eli_handle_b․wav er að finna fleiri samblöndur, þar á meðal þegar Patrick Bateman úr American Psycho mætir í Fallout og Walter White úr Breaking Bad heimsækir City 17 í Half-Life

Lesa meira

FIFA fótboltaleikurinn kemur árlega út og nú í byrjun október kom sá nýjasti, FIFA 22, í verslanir. Leikirnar hafa yfirleitt náð að standast væntingar FIFA spilara og þannig náð að gera flesta ánægða – en þó aldrei alla. Í ár er engin breyting þar á. Leikurinn býður upp á fjölbreytta spilun þar sem flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; FUT fyrir þá sem vilja setja saman sitt eigið lið, Career Mode fyrir þá sem vilja stjórna fótboltaliði eða rísa á toppinn sem fótboltastjarna í Player Career, Volta fyrir þá sem vilja spila götubolta og fíluðu FIFA Street…

Lesa meira

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity sendi frá sér nýja stiklu úr tölvuleiknum Island of Winds sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Island of Winds er ævintýraleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Söguhetja leiksins er – Brynhild the Balance Keeper – sem fer á flakk eftir að ráðist er á býli hennar og lærimeistara rænt. Island of Winds er ævintýraleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Parity segir að áhersla er lögð á söguríka nálgun í…

Lesa meira

Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti. Undanfarna daga hefur Arena, þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, birt breyttar útgáfur af auglýsingum frambjóðenda til Alþingskosninga 2021 á Facebook-síðu sinni. Auglýsingarnar eru myndskreyttar með ýmsu sem við kemur tölvuleikjaspilun eins og tölvumús, PS5 fjarstýringu, gg-kveðju og leikjaheyrnartólum. Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti. Í stað Lýðræði – ekkert kjaftæði stendur Betra LOOT – ekkert kjaftæði við auglýsingu Pírata, Vinstri Grænir setja Fortnite í forgang og Samfylkingin vill virða vilja gamera svo eitthvað…

Lesa meira

Twelve Minutes er frásagnardrifinn indíleikur eftir portúgalska leikjahönnuðinn Luís António. Luís hefur ekki komið að gerð margra leikja en hann var listrænn stjórnandi (art director) í The Witness (2016) og var hluti af listadeild leikjanna Midnight Club: Los Angeles (2008) og Manhunt 2 (2007). Annapurna sér um útgáfu leiksins en fyrirtækið hefur öðlast gott orðspor í gegnum árin með útgáfu fjölda eftirminnilegra indíleikja, þar á meðal What Remains of Edith Finch (2017), Kentucky Route Zero (2013) og Journey (2012). … sterkasta hlið leiksins er án efa söguþráðurinn, frásögnin og hvernig leikurinn leggur það í hönd spilarans að púsla sögunni saman.…

Lesa meira

Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr…

Lesa meira

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr hélt sérstaka Psychonauts 2 nettónleika í samstarfi við Xbox Game Pass og Psychonauts 2. Á YouTube-rás Xbox þakkar Daði samstarfsaðilum sérstaklega fyrir traustið sem þeir hafi sýnt honum. Nettónleikana er hægt að horfa á YouTube-rás Xbox sem er í dag með yfir 4,7 milljónir áskrifenda. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 26.000 notendur horft á tónleikana á YouTube. Yfirskrift tónleikanna er Take a musical tour of Daði Freyr’s brain þar sem Daði flakkar á milli staða í heilabúinu síni, þar á meðal þar sem sorgin býr og þar sem öll uppáhalds dýr Daða búa,…

Lesa meira

Listamaðurinn Juan Pictures lauk nýlega við að mála vegg með metnaðarfullu tölvuleikja- og kvikmyndaþema. Á veggnum finnum við hinn vígalega Kratos úr God of War, Venom úr ofurhetjuheimi Marvel, Scorpion og Sub-Zero úr Mortal Kombat, Dragon God úr Demon’s Souls, Jin Sakai úr Ghost of Tsushima, Doom Slayer úr Doom Eternal og síðast en ekki síst illmennið Svarthöfða úr Star Wars. Juan Pictures hefur áður ratað í fjölmiðla meðal annars fyrir að hafa gætt Vesturbæ lífi með því að myndskreyta vegg á horni Hofs­valla­götu og Hring­braut­ar með sérhönnuðu íslensku borði úr gamla góða Mario Bros. tölvuleiknum (mbl.is). Þess má geta…

Lesa meira

Við hjá Nörd Norðursins fengum að kíkja í heimsókn til Arena, sem hefur markaðssett sig sem „þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi“. Arena leggur ríka áherslu á rafíþróttir en staðurinn hefur upp á margt annað að bjóða, þar á meðal veitingastað, VIP herbergi og PS5-leikjasvæði í samtals 1100 fermetra rými. Veitingastaðurinn Bytes með pizzur og Switch Staðurinn sækir innblástur til gömlu góðu tölvuleikjanna og verður hægt að grípa í Nintendo Switch og spila leiki á borð við Mario Kart á meðan beðið er eftir matnum. Arena er í Turninum í Kópavogi (þar sem Pier var áður fyrr). Þegar gengið er inn tekur…

Lesa meira