Author: Bjarki Þór Jónsson

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Parity sendi frá sér nýja stiklu úr tölvuleiknum Island of Winds sem hefur verið í þróun hjá fyrirtækinu í nokkur ár. Island of Winds er ævintýraleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Söguhetja leiksins er – Brynhild the Balance Keeper – sem fer á flakk eftir að ráðist er á býli hennar og lærimeistara rænt. Island of Winds er ævintýraleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Parity segir að áhersla er lögð á söguríka nálgun í…

Lesa meira

Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti. Undanfarna daga hefur Arena, þjóðarleikvangur rafíþrótta á Íslandi, birt breyttar útgáfur af auglýsingum frambjóðenda til Alþingskosninga 2021 á Facebook-síðu sinni. Auglýsingarnar eru myndskreyttar með ýmsu sem við kemur tölvuleikjaspilun eins og tölvumús, PS5 fjarstýringu, gg-kveðju og leikjaheyrnartólum. Slagorðum flokkanna hefur einnig verið breytt þannig að þau vísa í tölvuleiki með einum eða öðrum hætti. Í stað Lýðræði – ekkert kjaftæði stendur Betra LOOT – ekkert kjaftæði við auglýsingu Pírata, Vinstri Grænir setja Fortnite í forgang og Samfylkingin vill virða vilja gamera svo eitthvað…

Lesa meira

Twelve Minutes er frásagnardrifinn indíleikur eftir portúgalska leikjahönnuðinn Luís António. Luís hefur ekki komið að gerð margra leikja en hann var listrænn stjórnandi (art director) í The Witness (2016) og var hluti af listadeild leikjanna Midnight Club: Los Angeles (2008) og Manhunt 2 (2007). Annapurna sér um útgáfu leiksins en fyrirtækið hefur öðlast gott orðspor í gegnum árin með útgáfu fjölda eftirminnilegra indíleikja, þar á meðal What Remains of Edith Finch (2017), Kentucky Route Zero (2013) og Journey (2012). … sterkasta hlið leiksins er án efa söguþráðurinn, frásögnin og hvernig leikurinn leggur það í hönd spilarans að púsla sögunni saman.…

Lesa meira

Baldo: The Guardian Owls vakti ákveðna athygli þegar sýnishorn úr leiknum fóru í dreifingu. Útlit leiksins minnti óneitanlega á teiknimynd í anda Studio Ghibli myndanna og viðfangsefnið með spennandi og litríkum ævintýrablæ, ekki svo ólíkt Zelda. Baldo er þróaður og gefinn út af ítalska tölvuleikjafyrirtækinu NAPS team sem á sér langa sögu. Þrátt fyrir að fyrirtækið hafi verið starfandi í bráðum þrjátíu ár hafa þeir skilið eftir sig heldur fáa eftirminnilega titla fyrir utan Gekido-leikina. Fabio Capone sá um útlit leiksins og Gianluca Cucchiara gerði tónlistina. Í þessum þriðju persónu ævintýraleik fer spilarinn í hlutverk Baldos, aðalsöguhetju leiksins, sem býr…

Lesa meira

Tónlistarmaðurinn og Eurovision-stjarnan Daði Freyr hélt sérstaka Psychonauts 2 nettónleika í samstarfi við Xbox Game Pass og Psychonauts 2. Á YouTube-rás Xbox þakkar Daði samstarfsaðilum sérstaklega fyrir traustið sem þeir hafi sýnt honum. Nettónleikana er hægt að horfa á YouTube-rás Xbox sem er í dag með yfir 4,7 milljónir áskrifenda. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 26.000 notendur horft á tónleikana á YouTube. Yfirskrift tónleikanna er Take a musical tour of Daði Freyr’s brain þar sem Daði flakkar á milli staða í heilabúinu síni, þar á meðal þar sem sorgin býr og þar sem öll uppáhalds dýr Daða búa,…

Lesa meira

Listamaðurinn Juan Pictures lauk nýlega við að mála vegg með metnaðarfullu tölvuleikja- og kvikmyndaþema. Á veggnum finnum við hinn vígalega Kratos úr God of War, Venom úr ofurhetjuheimi Marvel, Scorpion og Sub-Zero úr Mortal Kombat, Dragon God úr Demon’s Souls, Jin Sakai úr Ghost of Tsushima, Doom Slayer úr Doom Eternal og síðast en ekki síst illmennið Svarthöfða úr Star Wars. Juan Pictures hefur áður ratað í fjölmiðla meðal annars fyrir að hafa gætt Vesturbæ lífi með því að myndskreyta vegg á horni Hofs­valla­götu og Hring­braut­ar með sérhönnuðu íslensku borði úr gamla góða Mario Bros. tölvuleiknum (mbl.is). Þess má geta…

Lesa meira

Við hjá Nörd Norðursins fengum að kíkja í heimsókn til Arena, sem hefur markaðssett sig sem „þjóðarleikvang rafíþrótta á Íslandi“. Arena leggur ríka áherslu á rafíþróttir en staðurinn hefur upp á margt annað að bjóða, þar á meðal veitingastað, VIP herbergi og PS5-leikjasvæði í samtals 1100 fermetra rými. Veitingastaðurinn Bytes með pizzur og Switch Staðurinn sækir innblástur til gömlu góðu tölvuleikjanna og verður hægt að grípa í Nintendo Switch og spila leiki á borð við Mario Kart á meðan beðið er eftir matnum. Arena er í Turninum í Kópavogi (þar sem Pier var áður fyrr). Þegar gengið er inn tekur…

Lesa meira

Samkvæmt myndbandi sem Austin Evans birti á YouTube-rás sinni hefur viftunni í PlayStation 5 tölvunni verið breytt í nýrri útgáfu af tölvunni, auk þess sem varmasvelgurinn (heat sink) er töluvert minni. Hitamæling sýnir að þegar kveikt er á nýju PS5 útgáfunni þá mælist hún almennt um 3-5 gráðu heitari en upprunalega útgáfan. Mögulega breytir þetta ekki miklu en einhverjir óttast að hitinn sé nægur til að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið. Nýjasta módelið virðist ekki vera komið í almenna dreifingu nema á völdum stöðum en gert er ráð fyrir því að nýja módelið taki við af því…

Lesa meira

Mandalorian sást á dögunum við eldgosið í Fagradalsfjalli. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var sjálfur Din Djarin líkt og sést á brynju hans og vopni. Þetta staðfestir 501st Legion á Íslandi í samtali við Nörd Norðursins en þeir eru hluti af The 501st Legion, alþjóðlegum Star Wars samtökum sem klæðast ná­kvæmum eftir­líkingum af búningum ill­mennanna í Star Wars myndunum. 501st Legion leggur sitt af mörkum til að gleðja aðra og láta gott af sér leiða og þar af leiðandi ekkert að óttast og engin SMS væntanleg frá Almannavörnum. Við fengum leyfi frá hópnum til að birta umræddar…

Lesa meira

GameTíví hefstí kvöld eftir gott sumarfrí. Dagskráin hefur aldrei verið umfangsmeiri og fjölbreyttari en nú en fjórir nýir þættir verða sendir út í hverri viku. Áhersla er lögð á að streyma leikjum þar sem GameTíví hópurinn mun streyma á mánudögum, Queenz (sem samanstendur af DiamondMynXx og VölluPjöllu) mun streyma á þriðjudögum, Babe Patrol streymir á miðvikudögum og á sunnudögum mæta Benni og félagar til leiks. Hægt verður að fylgjast með á Twitch-rás GameTíví, Stöð 2 eSport og Vísi.is. Fyrsti þátturinn hefst í kvöld, mánudaginn 16. ágúst, klukkan 20:00 þar sem hópurinn mun spila Machines Arena og spila í 5. leikjalotu…

Lesa meira