Fréttir

Birt þann 15. desember, 2021 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation 5 verður litríkari

Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple).

Um það bil eitt ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og hefur tölvan hingað til eingöngu verið fáanleg í upprunalega hvíta litnum. Sony hefur nú ákveðið að uppfæra litavalið þar sem PS5 eigendur geta á næstunni keypt lituð hulstur aukalega á tölvuna. Hulstrin verða fáanleg á báðar gerðir leikjatölvunnar, PlayStation 5 og PlayStation 5 Digital Edition. Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple).

Ekki er mikið mál að skipta um hulstur á PS5 og er til dæmis hægt að sjá í þessu myndbandi hér þar sem Sveinn hjá Nörd Norðursins fjarlægir hulstrið af PS5 tölvunni og smellir því svo aftur á eftir að hafa tengt nýjan SSD disk við PS5. Sony hefur auk þess gefið út sérstakar leiðbeiningar sem sýna hvernig eigi að fjarlægja og festa hulstrið á tölvuna.

PlayStation 5 fjarstýringar verða einnig fáanlegar í nýju litunum svo hægt verður að hafa tölvuna og fjarstýringuna í stil. Lituðu hulstrin og fjarstýringarnar eru væntanlegar á næsta ári.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑