Þessi grein mun innihalda smávægilega spilla. Ég fer reyndar ekki mikið í smáatriði svo ef þú ert ekki búinn að horfa á þættina eða lesa bókina, þá mæli ég eindregið með því að þú horfir/lesir fyrst og komir svo aftur! Í aðalhlutverkum er að finna Elizabeth Moss, Yvonne Strahovski, Max Minghella, Joseph Fiennes, Samira Wiley og O. T. Fagbenle. Það er enginn einn handritshöfundur en Bruce Miller ásamt Margaret Atwood voru með yfirsýn yfir heildarskrifum þáttanna. Leikstjórar eru sömuleiðis margir. Áður en ég fer að ræða þættina þá langar mig til að segja að þessi þáttaröð er líklega ein besta…
Author: Atli Dungal
Geimtryllirinn Life fór einhvern veginn framhjá mér þrátt fyrir að Ryan Reynolds og Jake Gyllenhaal eru báðir í myndinni. Ásamt þeim eru Hiroyuki Sanada, Rebecca Ferguson, Olga Dihovichnaya og Ariyon Bakare. Handritshöfundar eru þeir Rhett Reese og Paul Wernick, sem skrifuðu einnig handritin að Deadpool og Zombieland, og leikstjórinn er Daniel Espinosa, sem er sennilega þekktastur fyrir að leikstýra Snabba Cash-þríleiknum og Safe House (2012). Myndin er sett í nútímanum og gerist í geimnum. Margs konar sérfræðingar um borð International Space Station (ISS) uppgötva þeim til mikillar gleði örlitla lifandi veru í sýni frá Mars. Auðvitað var verunni læst inn…
Fyrir nokkrum dögum síðan kom út ný kítla fyrir næstu mynd sem sett er í Marvel Cinematic Universe, Black Panther. Kitlan er í lengri kantinum, eða rétt undir tveimur mínútum, en það skemmir ekkert fyrir því margir hverjir áhorfendur gætu þurft á kynningu að halda þegar það kemur að Black Panther og sögunni í kringum hann. Ég verð að segja að ég er frekar spenntur fyrir þessari mynd, kítlan lítur svo vel út að þetta hlýtur að verða algjör veisla!
Væntingarnar fyrir þessa mynd voru vægast sagt háar. Handritshöfundar eru James Mangold, sem einnig leikstýrir þessari veislu, ásamt þeim Scott Frank og Michael Green. Leikarar í aðalhlutverkum eru Hugh Jackman, Patrick Stewart, Dafne Keen, Stephen Merchant og Boyd Holbrook. Þetta er einnig að öllum líkindum síðasta myndin þar sem Hugh Jackman leikur Logan/Wolverine en hann er eins og kunnugt er búinn að sinna þessu hlutverki með sóma í 17 ár. Myndin gerist árið 2029, eða 12 ár fram í tímann, og Logan er orðinn gamall. Einnig myndi ég segja að flokka þyrfti myndina sem dystópíu frekar en ofurhetjumynd eins og…
Nýjasta stiklan fyrir seríu 7 af hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones, sem byggðir eru á fantasíuskáldsagnaseríunni A Song of Ice and Fire eftir George R. R. Martin, er komin á netið. Það þarf varla að kynna efnið né leikara í aðalhlutverkum frekar því flest okkar eru sennilega nú þegar búin að horfa á hinar 6 seríur sem komu á undan þessari. Því miður fyrir okkur þá má búast við því að þessar tvær síðustu seríur í þáttaröðinni verði styttri en áður. Í fyrstu 6 seríunum hafa verið 10 þættir en fregnir herma að það verði ekki nema 7 þættir…
Ég veit ekki með ykkur en þegar ég heyri nafnið Wil Wheaton þá dettur mér ekki „höfundur“ og „lestur“ strax í hug heldur frekar hugsa ég strax um þættina geysivinsælu, The Big Bang Theory, og hvað hann virtist skemmta sér vel við að leika sjálfan sig, nördið sem hafði leikið í m.a. Star Trek: The Next Generation og í hinni æðislegu Stand By Me fyrir löngu síðan. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég rakst á færslu hans á Twitter þar sem hann var að biðja fólk um að lesa nýjustu yfirnáttúrulegu hryllingssmásögu sína, Dead Trees Give No Shelter.…
Varúð, þessi grein inniheldur spilla. Ef þú ert í þeim hugleiðingum að horfa á þessa mynd þá mæli ég eindregið með því en hættu að lesa, komdu bara til baka þegar þú ert búin/n að horfa. Í aðalhlutverkum í kvikmyndinni eru þau Guy Pearce, Maggie Grace, Vincent Regan og Peter Stormare ásamt slatta af öðrum þekktum nöfnum sem bregða fyrir á skjánum. Handritshöfundar og leikstjórar eru þeir James Mather og Stephen St. Leger. Lockout er hasarmynd í geimnum eins og þær gerast bestar. Fyrir mér þá smellhittir myndin í mark alveg sama hvort ég er að horfa á hana í…
Rétt í þessum skrifuðu orðum var að koma út ný stikla fyrir Blade Runner 2049. Teymið í kringum og í myndinni er stjörnum prýtt: í aðalhlutverkum eru þeir Ryan Gosling, Jared Leto og Harrison Ford, sem mætir aftur sem Deckard; leikstjóri er Denis Villeneuve sem leikstýrði t.a.m. hinni frábæru The Arrival; handritshöfundar eru Hampton Fancher (sem skrifaði einnig fyrir hina upprunalegu Blade Runner) og Michael Green; framleiðandi er enginn annar en Ridley Scott; tónlistin er eftir okkar eiginn Jóhann Jóhannson, og svona mætti lengi telja. Ég verð að viðurkenna að þau eru orðin ansi mörg árin síðan ég sá fyrstu…
Í gær datt inn stikla (full cinematic trailer) fyrir væntanlegu kvikmyndina The Dark Tower með Idris Elba og Matthew McConaughey. Myndin er gerð eftir samnefndri fantasíuseríu Stephen King. Þar sem það eru 8 bækur í seríunni má búast við að hér verði annað hvort notast við langa „story-arcið“ hans Rolands (Idris Elba) og reyna að þjappa því saman í eina mynd eða þá að þetta sé hreinlega upphafið á næstu „novel-to-film“ seríu sem virðist vera að tröllríða öllu í kvikmyndaheiminum um þessar mundir. Það verður spennandi að fylgjast með þróuninni í þessum málum. Fyrir mitt leyti þá vona ég innilega…
The OA er þáttaröð framleidd af Netflix sem erfitt er að skilgreina: þetta er svolítið science fiction, dass af fantasíu og slatti af mystery. Höfundar þáttanna eru Brit Marling, sem einnig leikur aðalhlutverkið, og Zal Batmanglij, sem einnig leikstýrir þáttaröðinni í heild sinni. Fyrir utan Brit Marling þá eru Jason Isaacs, Ian Alexander, Brandon Perea, Brendan Meyer, Patrick Gibson, Alice Krige, Phyllis Smith, Scott Wilson og Emory Cohen í aðalhlutverkum. Þetta er gríðarlega fjölbreyttur hópur leikara, börn sem og fullorðnir. Án þess að fara of mikið ofan í einstök atriði þá vil ég benda á nokkra hluti. Þáttaröðin hefst in…