Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides

    Höf. Nörd Norðursins16. ágúst 2011Uppfært:26. maí 2013Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Stórkvikmyndin Pirates of the Caribbean: On Stranger Tides fjallar um Jack Sparrow, leikinn af Johnny Depp, og leitina að æskubrunninum og ævintýrin sem því fylgir. Tvær persónur úr fyrri myndunum, Barbarossa og Gibbs, koma fyrir í þessari mynd og gera það með stakri prýði. Nóg er af nýjum og skemmtilegum persónum og má þar nefna Blackbeard sem er leikinn af Ian Mchane og berst hann við Jack Sparrow sem skemmtilegasta persónan. Svo má ekki gleyma undurfallegum hafmeyjum! Sem betur fer koma Keira Knightley og Orlando Bloom ekki fyrir í þessari mynd og batnar myndin til muna vegna þess.

    Leikararnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum og tæknibrellurnar voru alveg til fyrirmyndar, enda var engu til sparað við gerð þessarar myndar. Þrátt fyrir margar nýjar persónur og nýja sögu þá fannst mér eins og ég hafi séð þessa mynd áður, jafnvel þrisvar sinnum áður. Það var vel hægt að hlægja að samtölunum og brandurunum í myndinni en samt sem áður náði hún ekki að heilla mig eins og fyrsta myndin.

    Í heildina litið er þetta frekar tilþrifalítil mynd sem skilur lítið eftir sig og lætur allt hanga á persónunni Jack Sparrow. Þetta er ekki slæm mynd, en ekki búast við sömu skemmtun og í fyrstu myndinni þar sem allir brandaranir og samtölin voru ný og fersk. Hún fær 2 1/2 af 5 stjörnum.

    – Ívar Örn Jörundsson

    Ivar Orn Jorundsson jack sparrow johnny depp kvikmyndarýni On Stranger Tides Pirates of the Caribbean
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaViðtal: Elísabet Ýr Atladóttir
    Næsta færsla Kvikmyndarýni: The Hangover Part II
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.