Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: Thor
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: Thor

    Höf. Nörd Norðursins15. ágúst 2011Uppfært:25. maí 2013Ein athugasemd2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk


    Ég ákvað að kíkja á kvikmyndina Thor sem var að detta í kvikmyndahúsin núna í lok apríl. Mér brá svolítið þegar ég ætlaði að kaupa miða því hún er einungis sýnd í þrívídd, sem gerði það að verkum að væntingar mínar jukust (Því hærra miðaverð = meiri væntingar). Ég lét það ekki stoppa mig og skellti mér á hana. Leikararnir léku hlutverk sín mjög vel, fyrir utan Natalie Portman. Einhverra hluta vegna fannst mér eitthvað skrýtið að sjá hana í ofurhetjumynd, en það er bara ég. Þetta er flott og vel gerð mynd og naut sín vel í þrívídd og húmorinn sem fylgir myndinni er í anda Iron Man myndanna.

    Það sem pirraði mig helst voru staðreyndavillurnar um norræna goðafræði (sem sagnfræðingur að mennt þá hefur þetta mikil áhrif!). Það mátti svo sem alveg búast við einhverjum vitleysum frá Hollywood. Ég ætla samt að benda á eina villu sem íslenski þýðandinn gerði. Hann náði að klúðra eftirnafninu hans Loka og lét hann vera Leifsson. Kannski var það framburður leikaranna sem ruglaði hann, en Loki er Laufeyjarson.

    Á heildina litið þá er þetta góð mynd sem má skemmta sér vel yfir og þeir sem hafa gaman af ofurhetju myndum í anda Iron Man og Hulk, ættu ekki að vera sviknir af þessari mynd. Ég gef henni 3 stjörnur af 5 og bíð spenntur eftir Captain America og The Avengers.

    P.s. Bíðið eftir að kreditlistinn klárist þá kemur smá auka atriði 🙂

    – Ívar Örn Jörundsson

    Stikla fyrir Thor


    Ivar Orn Jorundsson kvikmyndarýni thor
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Sucker Punch
    Næsta færsla Játning…
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.