Birt þann 23. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins
7SOPA og PIPA: Ritskoðun á Internetinu
SOPA (Stop Online Piracy Act) og PIPA (Protect IP Act, eða Preventing Real Online Threats to Economic Creativity and Theft of Intellectual Property Act) eru bandarísk frumvörp um reglur sem eiga að nýtast til þess að stöðva ólöglega dreifingu höfundaréttarvarins efnis á Internetinu, t.d. kvikmyndir, tónlist, sjónvarpsþætti, tölvuleiki og fleira.
Það sem gerir SOPA og PIPA fyrst og fremst að umdeildum frumvörpum eru völdin sem fyrirtækjum og bandarísku ríkisstjórninni eru gefin, en samkvæmt reglunum mega þau meina netverjum í Bandaríkjunum aðgangi að tilteknum vefsíðum sem þau telja að brjóti þessar tilteknu reglur.
Með þessu er verið að setja mikla pressu á þær vefsíður sem mögulega dreifa þesskonar efni. Við erum ekki aðeins að tala um sjóræningasíður, heldur einnig síður á borð við Google, YouTube, Twitter og Facebook, þar sem ætlast er til þess að ábyrgðarmenn vefsíðanna beri ábyrgð á því sem notendur setja þar inn. Það skal tekið fram að með þessari leið verður ekki hægt að stöðva ólöglegt niðurhal, en það verður hægt að loka á allar vefsíður sem fylgja ekki reglunum um ritskoðun. Halló Kína?
SOPA og PIPA bjóða upp á óþarfa og hættulega ritskoðun sem getur haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér. Það eru ekki bara gamlar sem nýjar heimasíður sem eru í hættu, heldur einnig almennt tjáningarfrelsi á netinu. Netverjar um allan heim hafa vakið athygli á og gagnrýnt SOPA og PIPA og eru Wikipedia, Mozilla, Google, Facebook Tumblr, eBay og LinkedIn eru meðal þeirra fyrirtækja sem styðja mótmælin og vilja ekki sjá þessar reglur taki gildi.
Talið er að bandaríska þingið muni fjalla um SOPA á næstu dögum eða vikum og mun PIPA fylgja í kjölfarið.
Smelltu hér til að sjá hvað þú getur gert til að taka þátt í mótmælunum.
Hér í lokin er að finna tvö myndbönd um efnið. Það fyrra er stutt myndband sem lýsir PIPA í hnotskurn og það seinna er 20 mínútna myndband þar sem John „TotalBiscuit Bain“ hjá Cynical Brit ræðir um mögulegar afleiðingar SOPA og PIPA.
– BÞJ
Heimildir: Digital Trends, Fight For The Future: PIPA, Keep The Web Open, Mozilla og Wikipedia.
7 Responses to SOPA og PIPA: Ritskoðun á Internetinu
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Ráðstefna um stafrænt frelsi 2012 | Nörd Norðursins
Pingback: CISPA: Njósnað um netverja | Nörd Norðursins