Birt þann 19. júní, 2023 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Island of Winds demó á Steam
Í seinustu viku sögðum við frá því að sýnishorn úr tölvuleiknum Island of Winds frá íslenska leikjafyrirtækinu Parity Games hefði verið sýnt á stórri Xbox leikjakynningu. Fleiri fréttir berast af leiknum þar sem Island of Winds er einn af hundruðum tölvuleikja sem bjóða nú upp á demó á Steam Nest Fest leikjakynningunni sem hófst í dag. Steam Nest Fest stendur yfir á Steam leikjaveitunni dagana 19.-26. júní og hefur það markmið að kynna væntanlega tölvuleiki fyrir spilurum. Samkvæmt viðtali Parity við Xbox Wire þá er Island of Winds um þessar mundir í lokuðum beta-prófunum og segir stutt sé í að útgáfudagur leiksins verði tilkynntur. Upphaflega átti leikurinn að koma út árið 2022 en útgáfudegi var frestað til ársins 2023 og hefur nákvæm dagsetning ekki verið gefin upp.
Fleiri fréttir berast af leiknum þar sem Island of Winds er einn af hundruðum tölvuleikja sem bjóða nú upp á demó á Steam Nest Fest leikjakynningunni sem hófst í dag.
Parity Games hefur unnið að gerð Island of Winds frá árinu 2017. Island of Winds er ævintýra- og þrautaleikur sem gerist á Íslandi á 17. öld og sækir leikurinn innblástur til íslenskrar náttúru, þjóðsagna og sögu. Söguhetja leiksins er – Brynhild the Balance Keeper – sem fer á flakk eftir að ráðist er á býli hennar og lærimeistara rænt. Nörd Norðursins tók viðtal við Maríu Guðmundsdóttur, stofnanda Parity, á Midgard 2019 þar sem hún sagði frá leiknum og fyrirtækinu. Einnig birti fyrirtækið stiklu fyrir leikinn árið 2021 þar sem tröll og íslensk náttúra spila stórt hlutverk – hægt er að skoða stikluna hér.
➤ Smelltu hér til að sækja demóið á Steam.
Mynd: Island of Winds á Steam