Bíó og TV

Birt þann 30. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Ný stikla úr hrollvekjunni IT eftir Stephen King

Kvikmyndin IT frá árinu 1990 með Tim Currey í hlutverki trúðsins ógurlega situr eflaust föst í minni margra. Kvikmyndin, sem var upphaflega gefin út í tveimur hlutum, byggir á samnefndri bók eftir Stephen King sem var gefin út árið 1986. Í sögunni er fylgst er með sjö ungmennum og grimmilegum trúði sem kallast Pennywise. Nú er komið að því að ný IT kvikmynd er væntanleg í kvikmyndahús í september á þessu ári þar sem Svíinn Bill Skarsgård fer með hlutverk trúðsins. Finn Wolfhard leikur einnig stórt hlutverk í nýju myndinni en hann er þekktur fyrir leik sinn í Stranger Things sjónvarpsþáttunum.

Ný stikla úr IT kvikmyndinni lenti á netinu í gær. Búið ykkur undir sérlega slæmar martraðir og varanlega trúða-fóbíu.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑