Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Myndasögurýni: Trinity War
    Bækur og blöð

    Myndasögurýni: Trinity War

    Höf. Nörd Norðursins23. september 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Allt í lagi, þetta verður flókið. Til þess að geta gefið Trinity War atburðinum einkunn þarf ég eiginlega að útskýra það sem hefur gerst síðan Flashpoint (Flash atburður sem „bjó til“ New 52) svo hægt sé að meta atburðinn að fullu.

    Í september 2011 ákvað DC Comics að hressa aðeins uppá myndasöguheiminn sinn og gaf út 52 ný blöð sem báru öll #1 á kápunni. Þetta gerði DC kleift að breyta upprunasögum einhverra karaktera.  Þessi endurræsing á DC heiminum dró til sín mikið af nýjum lesendum (eða gömlum lesendum sem vildu byrja aftur). Skiljanlegt er að þetta gerðist því það er jú eflaust mikið þægilegra að byrja á blaði #1 heldur en á blaði #523.

    Það sem olli þessari breytingu í DC heiminum var sú að Eobard Thawne sem gengur undir nafninu „Professor Zoom“ og „Reverse Flash“ ákvað að koma sér niður á erkióvini sínum Flash með því að drepa móður hans. Til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta ferðast Flash aftur í tímann en breytir þar með tímalínu DC heimsins og allt fer til fjandans. Á endanum lagast þetta þegar dularfull kona að nafni Pandora hjálpar Flash að setja tímalínuna aftur saman. Þó að tímalínan sé komin í lag þá er hún ekki alveg eins og hún var áður, Wildstorm er alveg komið inn í DC heiminn ásamt einhverjum hlutum af Vertigo.

    Eftir þetta er DC heimurinn endurræstur að fullu og allt er venjulegt í heimi myndasagnanna, þangað til að The New 52! blaðið er gefið út. Þetta blað var gefið út á Free Comic Book Day 2012 og í því fáum við að sjá Pandoru aftur eftir u.þ.b ár. Í þessu blaði byrjar Trinity War fyrir alvöru ,en auðvitað fengum við ekki að vita meira um þetta fyrr en Trinity War atburðurinn var gefinn út núna í júlí 2013. Blaðið kynnir okkur fyrir Pandoru, the Question og the Phantom Stranger, svokallað „Trinity of Sin“ en þeim var refsað af guðunum fyrir grófa glæpi gegn mannkyninu. Eins og í grískri goðafræði þá var það Pandora sem hleypti öllu illu í heiminn þegar hún opnaði Pandora’s box en boxið er mjög mikilvægt í Trinity War sögunni. Þetta blað leiðir inn í blöðin hjá Justice League, JLA og Justice League Dark þar sem Trinity War sagan gerist.

    Nú þegar ég er búinn að röfla eins og sögukennari getum við farið að tala um Trinity War.

    Spillar varðandi Justice League #22

    Trinity War sagan byrjar í landinu Kahndaq. Það er flugbann yfir landinu. Bannið er brotið af Batman, Superman og Wonder Woman í Justice League #19. Vegna þess að hin „stóru þrjú“ brutu lofthelgi Kahndaq fannst auðvitað hinum barnalega (því hann er jú auðvitað bara barn) Shazam sjálfsagt að fara þangað (hann hafði samt sem áður gilda ástæðu sem þið sjáið í JL#22). Þetta leiðir til þess að Justice League eltir hann og á eftir þeim koma Justice League of America. Mikil togstreyta ríkir á milli þessara liða en allt springur í loft upp þegar Superman gerir eitthvað sem hann gerir aldrei, hann myrðir mann.

    Þegar lengra líður á atburðinn fáum við að sjá meira af The Secret Society og hvernig þau tengjast atburðunum sem eiga sér stað. Í blöðunum sem fylgja sjáum við spennuna magnast og við sjáum persónur sem hafa alltaf unnið saman berjast. Pandora fær einnig væna sneið af Trinity War kökunni þar sem hennar mánaðarlega sería byrjar sem „tie-in“ fyrir atburðinn. Allt þetta leiðir svo til Forever Evil sem er núna í gangi.

    Trinity War

    Eina slæma við Trinity War er það sama og við Age of Ultron, það er enginn afgerandi endir. Endirinn á báðum atburðunum leiðir inn í aðra atburði sem gætu þ.a.l leitt til enn fleiri atburði. Þetta pirrar mig dálítið því atburðir eru oftast mjög dýrir þegar allt kemur til alls. Fyrir utan þetta eina þá sé ég ekki fleiri galla við atburðinn í heild sinni.

    Atburðinn skrifa Geoff Johns (Green Lantern, Teen Titans, Infinite Crisis) og Jeff Lemire (Thrillium, Animal Man, Sweet Tooth). Það er eiginlega alveg fáránlegt að sjá hversu vel þeir ná að segja sögu sem þeir eru búnir að byggja upp í 2 ár. Miðað við efnið sem þeir hafa gefið út áður er ekki hægt að búast við örðu en snilld frá þeim og það er frábært að þeir haldi því áfram hér.

    Listamennirnir sem lána hæfileika sína eru Doug Mahnke (Green Lantern, Batman), Ivan Reis (Blackest Night), Joe Prado (Aquaman, Justice League) og Mikel Janin (JL Dark). Þeir ná að samstilla teikningar sínar vel þannig að manni líður eins og maður sé að lesa heildarsögu frekar en stök blöð. Ég gef þeim hæstu einkunn fyrir sérstaklega fallega útfærslu á atburðinum.

    Þegar allt kemur til alls er þetta mögnuð saga sem hélt mér gjörsamlega föstum við blaðið. Ég átti erfitt með að sætta mig við að þurfa að bíða í heila viku eftir næsta blaði, en það tel ég gefa mjög skýra mynd að því hversu vel sagan er  skrifuð. Ég mæli eindregið með því að fólk gefi sér tíma til að lesa Trinity War þegar það kemur innbundið í safnbók því það er klárlega þess virði.

    +  Frábærlega teiknað
    +  Saga sem heldur manni föstum við blaðið
    +  Frábær uppbygging á 2 árum
    –   Enginn endir á sögunni

     

    Höfundur er Skúli Þór Árnason,
    menntaskólanemi.

     

    dc comics Myndasögurýni Skúli Þór Árnason Trinity War
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaKvikmyndarýni: Riddick
    Næsta færsla Valve kynnir SteamOS
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Í skugga leðurblökunnar

    26. október 2022

    Íslenskir myndasöguhöfundar efna til rafræns útgáfuteytis

    17. nóvember 2020

    Íslenska myndasögusamfélagið með myndasögusultu

    20. nóvember 2019

    Hvað ef Napóleónsstríðin hefðu verið háð með drekum? – Temeraire eftir Naomi Novik

    29. september 2018

    Hrollvekjuprinsinn Joe Hill

    7. júlí 2018

    Vettvangur fyrir íslenska furðusagnaaðdáendur

    28. júní 2018
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum

    4. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025

    FM 26 betan byrjar 23. október

    20. október 2025

    The Crew 2 fær netlausan hluta

    20. október 2025

    Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september

    5. september 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://www.youtube.com/watch?v=IFFXC7lrzlo
    00:00
    00:00
    28:12
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.
    Leikjarýni
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    8

    Ljós og skuggar Japans

    18. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Reykjavík Game Summit – málþing fyrir fagfólk í leikjabransanum
    • Nörd Norðursins fær nýtt útlit
    • FM 26 betan byrjar 23. október
    • The Crew 2 fær netlausan hluta
    • Prófaðu EVE Vanguard á Arena 18. september
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.