Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Bíó og TV»Kvikmyndarýni: The Silence of the Lambs (1991)
    Bíó og TV

    Kvikmyndarýni: The Silence of the Lambs (1991)

    Höf. Nörd Norðursins7. júlí 2013Uppfært:17. júlí 2013Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Það er heldur betur spennandi og fjölbreytt úrval kvikmynda sem Bíó Paradís bíður áhorfendum upp á í sumar. Sérstök sumardagskrá hefur verið sett saman þar sem gamlar klassískar kvikmyndir, aðallega frá Hollywood, eru á boðstólnum. Virkilega gott framtak enda miklu skemmtilegra fyrir þá sem aðeins hafa séð margar af þessum myndum á VHS eða DVD að sjá myndirnar í kvikmyndahúsi.

    Gleðin hófst með sýningu á The Silence of the Lambs (1991) í leikstjórn Jonathan Demme. Myndin hlaut fimm Óskarsverðlaun á sínum tíma, meðal annars sem besta mynd en einnig hlaut Anthony Hopkins og Jodie Foster verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki. Einhversstaðar heyrði ég að Hopkins sé eini leikarinn í sögu Óskarssins sem hreppt hefur styttuna fyrir jafn lítinn skjátíma. Viðvera hans í kvikmyndinni er víst ekki nema ca. 15 mín samtals. Leiklistarhæfileikar hans eru þó slíkir að nærvera hans virðist vera út alla myndina. Það er einhver óútskýranlegur kraftur sem karlinn hefur sett í hlutverkið.

    Söguþráðurinn er ekki flókinn. Myndin fjallar í stuttu máli um leit lögregluyfirvalda að raðmorðingjanum Buffalo Bill sem drepur ungar stúlkur og flær þær. Ungur nemi, Clarice Starling (Foster), hjá FBI er fengin til þess að taka viðtal við Dr. Hannibal Lecter, sem situr í fangelsi, og fá upplýsingar um Bill sem nýst gætu í rannsókn málsins. Upphefst mjög náið samband milli Lecter og Starling og með hjálp Lecter kemst Starling smátt og smátt á sporið.

    Silence of the Lambs

    Það sem gerir myndina áhugaverða og verður eflaust ekki ljóst fyrr en við annað áhorf er að myndin segir í raun nokkrar sögur í einu. Því myndin fjallar um karlaveldið og hvernig konur eru undirokaðar í karlasamfélaginu. Konur eru fórnarlömb raðmorðingja og Starling er að vissu leyti fórnarlamb feðraveldisins. Hún þarf að takast á við bæði Bill og karlasamfélagið innan lögreglunnar. Hún sýnir á endanum hvað í henni býr og rís upp gegn körlunum á marga vegu.

    Það sem gerir myndina svona góða að mínu mati er leikur Hopkins og Foster en þau smellpassa saman og styðja við hvort annað þegar þau eru að leika á móti hvort öðru. Hopkins stelur náttúrulega þó algjörlega senunni og sýnir stórleik. Demme kom víst mjög lítið nálægt túlkun Hopkins á Lecter en Hopkins er sagður hafa fengið innblástur fyrir hlutverkið með því að taka sér ketti til fyrirmyndar. Því eru hreyfingar hans oft á tíðum mjög fágaðar og hægar.

    Það þarf margt að smella saman svo úr verði góð kvikmynd og í Silence of the Lambs er það sérstaklega leikurinn, kvikmyndatakan og hljóðmyndin öll (tónlist og hljóðvinnsla). Eftir að hafa séð myndina oftar en einu sinni þá kemur alltaf betur í ljós hvað hljóðvinnslan er gríðarlega góð og hvernig hún spilar saman með tónlist myndarinnar. Kvikmyndatakan er annar plús og vekur athygli að oft á tíðum virðast persónur myndarinnar horfa beint í vélina og til áhorfenda. Áhrifin sem þetta gefur koma vel í ljós þegar myndin er sýnd á stóru tjaldi og þá sérstaklega þegar Hopkins er í mynd. Hann gleypir gjörsamlega salinn, eða hreinlega gúffar honum í sig!

    Það væri hægt að skrifa heila doktorsritgerð um þessa kvikmynd og því ætla ég að forðast að hafa þetta einhverja langloku. Eftir sýningu myndarinnar þá skyldi ég hversu gríðarlegan áhrifamátt hvíta tjaldið í kvikmyndahúsi hefur. Loksins fengu áhorfendur tækifæri til þess að sjá myndina þar sem hún á heima. Ef þið hafið séð margar af þessum sumarmyndum áður eða jafnvel allar þá mæli ég með því að þið skellið ykkur aftur á myndirnar í Bíó Paradís og upplifið þær á heimavelli.

     

    Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    1990s Bíó Paradís kvikmyndarýni Ragnar Trausti Ragnarsson Silence of the Lambs
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaThe Lone Ranger í 80 ár
    Næsta færsla Íslenski safnadagurinn 2013 haldinn 7. júlí!
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Secret Level

    10. desember 2024

    RIFF kvikmyndahátíðin 2024

    27. september 2024

    Hvað ef Squid Game leikirnir væru íslenskir?

    13. nóvember 2021

    Austin Powers heimsækir Mass Effect

    19. október 2021

    Íslensk mynd um vináttu í Eve Online hlýtur verðlaun

    14. júní 2019

    Skaparar It’s Always Sunny in Philadelphia búa til þætti um leikjahönnun

    10. júní 2019
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.