Birt þann 3. desember, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Tveggja vikna Game Jam á Íslandi í desember
Leikjasamtökin Game Makers Iceland halda Game Jam, eða svokallaða leikjasmiðju, í desember. Í leikjasmiðju keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema.
Þessi hátíðar-leikjasmiðja hefst fimmtudaginn 5. desember kl. 9:00 og lýkur 19. desember kl. 16:30. Þema leikjasmiðjunnar verður tilkynnt um leið og leikasmiðjan hefst.
Þessi hátíðar-leikjasmiðja hefst fimmtudaginn 5. desember kl. 9:00 og lýkur 19. desember kl. 16:30. Þema leikjasmiðjunnar verður tilkynnt um leið og leikasmiðjan hefst. Til að hita upp fyrir leikjasmiðjuna verður sérstakur hittingur haldinn á Next Level Gaming miðvikudaginn 4. desember kl. 18:00 þar sem hópurinn fær færi á að hittast, spjalla og stilla saman strengi. Öll áhugasöm eru hvött til að taka þátt.
Nánari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu viðburðar: GMI Community x Holiday Game Jam 2024