Birt þann 10. desember, 2024 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson
0Aldís Amah Hamilton mögulega tilnefnd til BAFTA tölvuleikjaverðlauna
Aldís Amah Hamilton er á lista yfir mögulega tilnefningu til verðlauna sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Senua’s Saga: Hellblade II, þar fer Aldís fer með hlutverk Ástríðar
Fyrir stundu var tilkynnt á heimasíðu BAFTA hvaða tölvuleikir eru á svokölluðum longlist BAFTA tölvuleikjaverðlaunanna 2024. Þá var ljóst að íslenska leikkonan Aldís Amah Hamilton er á listanum yfir mögulega tilnefningu til verðlauna sem besti aukaleikari fyrir leik sinn í Senua’s Saga: Hellblade II, þar sem Aldís fer með hlutverk Ástríðar. Tölvuleikurinn Hellblade II er listaður á tíu mismunandi flokkum á listanum en þess má geta að þá er sögusvið leiksins Ísland á landnámsöld.
Hægt er að horfa á upptöku af leiknum í heild sinni með íslenskum texta á YouTube-rás Nörd Norðursins.
Aldís hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Katla og Svörtu sandar auk þess fer hún með stórt hlutverk í Echoes of the End sem er væntanlegur tölvuleikur frá íslenska leikjafyrirtækinu Myrkur Games.
Eftirfarandi leikarar og leikkonur eru á svokölluðum longlist og verður hluti þeirra tilnefndur í flokknum besti aukaleikari:
- Aldís Amah Hamilton sem Ástríðr í Senua’s Saga: Hellblade II
- John Eric Bentley sem Barret Wallace í FINAL FANTASY VII REBIRTH
- Jon Blyth sem Big Ron í Thank Goodness You’re Here!
- Michael Abubakar sem Brodie í Still Wakes the Deep
- Adam McNamara sem Captain Sevastus Acheran í Warhammer 40,000: Space Marine 2
- Karen Dunbar sem Finlay í Still Wakes the Deep
- Troy Baker sem Harvey Dent, Rat King, Two-Face, Joker í Batman: Arkham Shadow
- Matt Berry sem Herbert the Gardner í Thank Goodness You’re Here!
- Craig Lee Thomas sem Super Earth Spokesperson í Helldivers 2
- Abbi Greenland & Helen Goalen sem The Furies í Senua’s Saga: Hellblade II
Uppfært 12. desember 2024: Aldís Amah birtist á lista yfir mögulegar tilnefningar, eða svokölluðum longlist, sem er listi sem inniheldur leiki eða aðila sem eiga möguleika á að verða meðal þeirra sem tilnefndir eru til verðlauna.
Mynd: Skjáskot úr Hellblade II
Heimild: BAFTA