Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Flott PC útgáfa af Horizon: Forbidden West
    Greinar

    Flott PC útgáfa af Horizon: Forbidden West

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson13. apríl 2024Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fyrir um tveimur árum kom leikurinn Horizon: Forbidden West út á PlayStation 4 og PlayStation 5 og fjölluðum við um hann hérna á Nörd Norðursins og okkar eigin Bjarki gaf honum 4,5 stjörnur af 5 mögulegum.

    „Horizon Forbidden West er beint framhald af Horizon Zero Dawn þar sem spilarinn stjórnar hetjunni og bardagakonunni Aloy, sem er vel vopnuð og alveg sérlega fim með boga og spjót. Þar sem rík áhersla er lögð á söguríka upplifun í leiknum er æskilegt að spila fyrri leikinn fyrst, eða ef hoppað er beint í Forbidden West að minnsta kosti finna vel valið YouTube-myndband þar sem söguþráður fyrri leiksins er rakinn. Í Horizon Forbidden West er vitnað í ýmis atriði úr fyrri leiknum sem skilur eftir sig ákveðið tómarúm ef engin tenging er til staðar.“

    Hollenska fyrirtækið Nixxes sá um yfirfærsluna frá PlayStation yfir á PC vélar og verður að segjast að sú vinna hefur einstaklega vel unnin og styður leikurinn við hærri upplausnir, fjölbreytari skjásnið eins og 21:9 og 48:9 ásamt hefðbundins 16:9 sem fólk er vant í dag.

    Þann 21. mars síðastliðin kom út Horizon Forbidden West: Complete Edition á PC sem inniheldur leikinn sjálfan ásamt The Burning Shores DLC niðurhalsefninu í einum pakka. Í fyrra kom út sambærilegur pakki fyrir PS5.

    Stuðningur við uppskölun með gervigreind er til staðar og styður leikurinn við Nvidia DLSS 3, AMD FSR og Intel XeSS. Hægt er að njóta alls sem DualSense fjarstýring Sony býður upp á ef hún er tengd með USB kapli við PC tölvuna.

    Síðustu árin hefur Sony verið að færa stóru titla sína í auknum mæli yfir á PC, eitthvað sem lengi vel þótti óhugsandi að myndi gerast. Við höfum fjallað um hér á síðunni um Uncharted safnið, Spider-Man: Remastered, The Last of Us: Part 1 og Ratchet & Clank: Rift Apart og að mestu hafa þessar útgáfur verið betri og uppfærðri útgáfur af vel heppnuðum PlayStation leikjum, nema kannski helst The Last of Us: Part 1 sem var frekar brotinn við útgáfu.

    Að auki eru til God of War (2018), Day’s Gone, Returnal, Sackboy: A Big Adventure, Helldivers og Helldivers 2, Heavy Rain, Detroid: Become Human og Beyond Two Souls á meðal annara titla.

    Sony er með staðfest plön að koma með Ghost of Tsushima: Director’s Cut í maí á PC, og Until Dawn, en eftir það er óljóst hvað er næst á blaði hjá þeim. Orðrómar eru um að Demon’s Souls endurgerðin, The Last of Us Part 2: Remastered og fleiri leikir eigi að koma á þessu ári. 

    Að mínu mati er PC portið af Horizon: Forbidden West mjög vel heppnað og nú er hægt að spila báða leikina í gegn á PC fyrir þá sem eiga ekki PlayStation tölvu. Pakkinn inniheldur allt niðurhalsefni fyrir leikinn og er vel þess virði að kanna Burning Shores eftir að fólk hefur klárað aðal sögu leiksins. 

    Ég læt þetta enda á orðum sem Bjarki skrifaði gagnrýni sinni af PlayStation útgáfu leiksins. 

    „Auðvelt er að gleyma sér í þessum töfrandi heimi sem Aylo þar sem allt nær að smella svo vel saman í leiknum.“

    Hægt er að lesa nánar um PC útgáfu leiksins á heimasíðu Sony PlayStation hérna.

    Complete Edition Epic Game Store Horizon Zero Dawn Horizon: Forbidden West pc playstation ps4 PS5 sony steam
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaFallout 4 fær uppfærslu í tilefni Fallout þáttanna
    Næsta færsla Assassin’s Creed: Shadows færir ævintýrið til Japans
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.