Fréttir

Birt þann 19. nóvember, 2020 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

PlayStation 5 er komin til Íslands! Forseld eintök afhend kaupendum í dag

Í dag er útgáfudagur PlayStation 5 leikjatölvunnar á Íslandi og víðar. Íslenskar verslanir munu í dag afhenda viðskiptavinum sínum eintök sem keypt voru í forsölu í september. Ekki verður hægt að kaupa tölvuna á staðnum í almennri sölu heldur er eingöngu verið að afhenda forseld eintök. Næsta sending af PS5 er væntanleg til landsins einhverntímann á næsta ári, nákvæm dagsetning hefur ekki verið staðfest.

Við minnum á að sýna þolinmæði á þessum stóra degi. Virða tveggja metra regluna sem er enn í gildi og nota grímu. Verslanir hafa sent viðskiptavinum sínum póst með leiðbeiningum sem gott er að lesa yfir áður en lagt er af stað til að sækja nýju tölvuna.

Deila efni


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑