Fréttir

Birt þann 17. mars, 2019 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Íslandsmótið í FIFA sýnt í beinni á RÚV – Skráningu lýkur í dag!

RÚV í samsstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands fer af stað með fyrsta sjónvarpaða rafíþróttamótið á Íslandi. Keppt verður í fótboltatölvuleiknum FIFA og geta allir áhugasamir skráð sig til leiks en skráningu lýkur í dag, sunnudaginn 17. mars. Undankeppni mótsins fer fram á netinu dagana 20. – 27. mars sem endar með því að fjórir spilarar standa eftir og keppa í úrslitum á RÚV í beinni útsendingu laugardaginn 6. apríl. Skráning fer fram á https://fifa.rafithrottir.is og er þátttökugjald 1.000 kr.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑