Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2018: Sýnishorn úr Battlefield V og Anthem
    Fréttir

    E3 2018: Sýnishorn úr Battlefield V og Anthem

    Höf. Bjarki Þór Jónsson9. júní 2018Engar athugasemdir1 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Á E3 kynningu EA Games í ár voru meðal annars birt ný sýnishorn úr stórleikjunum Battlefield V og Anthem. Þær nýjungar sem kynntar voru til sögunnar fyrir fyrstu persónu skotleikinn Battlefield V voru þær að nú geta spilarar hoppað í gegnum glugga og fært stærri vopn til á milli staða, auk þess verður hægt að eyðileggja nánast hvað sem er í umhverfi leiksins. Spilarar fá einnig svigrúm til að breyta (costumize) persónum sínum og farartækjum. Einnig verður að finna Battle Royale fjölspilunarhluta í leiknum þar sem leikmenn berjast til síðasta blóðdropa líkt og þekkist í leikjum á borð við Fortnite. Battlefield V er væntanlegur í verslanir 19. október á þessu ári.

    Við fengum að sjá nýtt sýnishorn úr Anthem en á E3 í fyrra voru sýnd tvö sýnishorn úr leiknum; stutt kitla og lengra sýnishorn. Í Anthem hefur spilarinn það markmið að kanna svæðin í kring um sitt heimasvæði, og vernda mannkynið! Hver persóna klæðist „power suit“ sem hægt er að breyta og aðlaga. Búningurinn virkar sem brynja, inniheldur vopn og þotubagga. Þessi þriðju persónu hasar- skotleikur er væntanlegur í verslanir fyrri hluta árs 2019.

    Viltu fleiri fréttir frá E3 2018? Smelltu hér!

    Anthem Battlefield Battlefield V e3 E3 2018 EA Games
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNörd Norðursins spjallar um Fortnite á Rás 1
    Næsta færsla E3 2018: Kallaði „ÁFRAM ÍSLAND!“ á FIFA kynningu EA Games
    Bjarki Þór Jónsson

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.