Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»E3 2018: Bethesda kynnir Fallout 76 nánar
    Fréttir

    E3 2018: Bethesda kynnir Fallout 76 nánar

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson11. júní 2018Uppfært:11. júní 2018Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook LinkedIn Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk Bluesky Reddit

    Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4.

    Fallout 76 er stóri leikurinn frá Bethesda á E3 þetta árið og staðfest að heimurinn í nýja Fallout leiknum mun vera fjórum sinnum stærri en í Fallout 4. Leikurinn gerist á undan öllum öðrum í seríunni og segir frá þeim sem koma úr Vault 76 í Vestur-Virginíu fylki í Bandaríkjunum. Hvelfingin er nefnd eftir 300 ára afmæli Bandaríkjanna og er tákn um þá endurreisn sem á að eiga sér stað eftir að sprengjurnar hættu að falla í kjarnorkustríðinu.

    Leikmenn eyða 25 árum í hvelfingunni í bið eftir „endurheimtunardeginum“ – þegar hvelfingin opnar og fólk á að fara uppá yfirborðið og byrja að byggja heiminn upp á ný. Fólkið þarna átti að vera samansafn af þeim bestu og gáfuðustu til að koma siðmenningunni af stað á ný.

    Þjóð og ýkjusögum er gerð skil í leiknum og munu sum af skrímslum leiksins vísa þangað. Eins og mörgum grunaði þá býður Fallout 76 eingöngu upp á netspilun og það fólk sem þú mætir úr hvelfingunum eru aðrir leikmenn. Það er þó hægt að spila leikinn einn og eru leikmenn ekki neyddir að spila með öðrum.

    Opin heimur og „survival“ leikur er eitthvað sem hafa horft til á þeim fjórum árum sem leikurinn hefur verið í vinnslu. Þetta er þó ekki eins og MMO leikur þar sem hundruðir eru saman í heiminum, heldur tugur.

    Byggingarhluti Fallout 4 hefur verið súpaður upp og hægt verður að færa byggingar sínar á milli staða. Leikmenn geta komist yfir kjarnorkuvopn og valdið usla með þeim í leiknum.

    Beta-útgáfa leiksins, sem kallast Break-it Early Test Application, verður líklega kynnt nánar síðar. Power Armor Special Edition af leiknum mun innihalda kort sem glóir í myrkri, fígúrum, og auðvitað virkan Vault-Tec Armour hjálm.

    Fallout 76 er væntanlegur í verslanir þann 14. nóvember.

    Bethesda minntist einnig á Fallout Shelter sem kemur út í dag á PlayStation 4 og Nintendo Switch, en leikurinn hefur nú þegar komið út á PC, iOS, Xbox og fleiri stöðum eftir að hafa verið óvænt kynntur á E3-kynningu Bethesda árið 2015.

    Bethesda e3 E3 2018 fallout Fallout 76 MMO
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaE3 2018: Wolfenstein í París og sýndarveruleika
    Næsta færsla E3 2018: Meira efni úr Tomb Raider og Just Cause 4
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026

    Geisladiskabúð Valda á tímamótum

    17. janúar 2026
    Nýtt á Nörd Norðursins
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026

    Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu

    24. janúar 2026

    Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable

    23. janúar 2026

    Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026

    20. janúar 2026

    Bestu tölvuleikir ársins 2025

    19. janúar 2026
    Leikjarýni
    8

    Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur

    25. janúar 2026
    8

    Þegar leikur biður þig um að hætta að reyna

    14. janúar 2026
    7.5

    Úr öskunni í eldinn

    2. janúar 2026
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Echoes of the End – fallegur og fjölbreyttur ævintýraleikur með íslenskar rætur
    • Íslenskir tölvuleikir á UTmessunni 6. – 7. febrúar í Hörpu
    • Nýtt sýnishorn og útgáfurammi gefinn út fyrir Fable
    • Leikjavarpið #65 – Væntanlegir leikir 2026
    • Bestu tölvuleikir ársins 2025
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2026 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.