Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Spil»Fréttir»Asmodee og Fantasy Flight Games færa sig á leikjamarkaðinn
    Fréttir

    Asmodee og Fantasy Flight Games færa sig á leikjamarkaðinn

    Höf. Magnús Gunnlaugsson30. október 2017Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Fantasy Flight Games hafa undanfarið verið duglegir að blanda saman borðspilum og smáforritum til að auka upplifun spilara og einhverjum tilfellum einfalda reglur. Nú hafa þeir í samstarfi við Asmodee ákveðið að stofna nýtt dótturfyrirtæki sem ber nafnið Fantasy Flight Interactive (FFI héðan af).

    „Við stofnuðum nýja fyrirtækið ekki eingöngu til þess að færa borðspil yfir á stafrænt form. Við einblínum á stærri myndina og þá upplifun sem aðdáendur okkar myndu njóta góðs af með mismunandi útgáfuformi, auk þess að taka FFG í nýjar áttir.“  segir Christian T. Petersen, stofnandi FFG og og framkvæmdarstjóri Asmodee í N-Ameríku.

    FFG munu því halda áfram að bjóða upp á borðspilum sem krefjast smáforrita eins og t.d Mansions of Madness (2.ed) en FFI munu snúa sér að stærri og dýrari verkefnum á borð við þróun tölvuleikja.

    Aðdáendur munu því eiga von á ríkulegri upplifun og vel útfærðu safni af leikjum aðlöguðum að stafrænu formi með einföldu viðmóti, sem er kjarninn í stefnu FFG, fallegri hönnun með áherslur á skemmtun, jafnvægi og herkænsku.

    FFI er stýrt af reynsluboltanum Tim Gerritsen sem mun reyna sameina það best sem tölvuleikir og borðspil hafa uppá að bjóða. Gerritesen yfir rúmlega 25 ára reynslu í leikjabransanum og komið að leikjum eins og Bioshock Infinite, Prey, og Rune auk þess sem hann var framkvæmdarstjóri hjá Human Head Studios.

    Það er því vel hugsanlegt að í framtíðinni munu við geta spila okkar uppáhalds FFG borðspil á Steam, PlayStation, Xbox eða hvað sem framtíðin hefur upp á að bjóða. Fréttaritari er alveg vel spenntur fyrir því að geta spilað Android: Netrunner á Steam, eða fá alvöru Game of Thrones tölvuleik eða nýja Star Wars tölvuleiki.

    Fréttatilkynningu FFG og Asmodee má lesa nánar hér.

    Asmodee Fantasy Flight Games Fantasy Flight Interactive
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaÍsland í leikjafréttum
    Næsta færsla Punktar frá Sony París leikjavikunni
    Magnús Gunnlaugsson
    • Facebook

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025

    Echoes of the End í endurbættri útgáfu

    8. nóvember 2025

    GTA 6 seinkað um hálft ár

    6. nóvember 2025

    Nörd Norðursins fær nýtt útlit

    3. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025

    Það sem við vitum um Gang of Frogs

    15. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað
    • Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb
    • Það sem við vitum um Gang of Frogs
    • Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn
    • Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.