Leikjarýni

Birt þann 7. maí, 2017 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Thimbleweed Park

Leikjarýni: Thimbleweed Park Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Skyldueign fyrir aðdáendur ævintýra smelluleikja þar sem húmor og heilabrot fara saman hönd í hönd.

4

Nostalgía!


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Það er kominn út nýr ævintýra smelluleikur frá LucasArts! Eða eins nálægt því og hægt er þar sem hér er á ferðinni glænýr leikur frá höfundum Maniac Mansion og Monkey Island leikjanna frægu. Leikurinn leit dagsins ljós í gegnum Kickstarter þar sem kringum 17.000 manns styrktu verkefnið.

Það er ekki allt sem sýnist í smábænum Thimbleweed Park og það munu spilanlegu persónurnar fimm komast að þegar leiðir þeirra liggja saman. Tveir alríkislögreglufulltrúar koma á svæðið til að leysa morðmál en þau hafa aðra ástæðu fyrir að vera þarna. Trúðurinn Ransome má muna sinn fífil fegurri þar sem hann var á toppinum áður en hann móðgaði sígauna sem lagði á hann álög. Hann missti allt en hélt andlitinu, bókstaflega. Áður en ógæfan dundi yfir honum þá var í bígerð að gera leikfang eftir hans ímynd og veltir hann fyrir sér hvort frumgerðin gæti fundist í gömlu verksmiðjunni. Delores, ungur leikjahöfundur, kemur aftur til bæjarins eftir að hún fékk fregnir að því að frændi hennar væri fallinn frá og faðir hennar væri týndur. Frændi hennar, Chuck, bjó nánast bæinn til og hélt honum gangandi en bærinn er orðinn hálfgerður draugabær. Faðir hennar Delores, Frank, hann var myrtur og er fastur inni á hóteli þar sem hann leitar svara sem draugur, ásamt því að vonast til að fá tækifæri til að kveðja dóttur sína.

Þetta hljómar ansi dökkt en þessi leikur er samt með létt yfirbragð, mikinn húmor, skrítnar persónur og uppfullur af dularfullum atburðum. Fyrir þá sem hafa spilað Day of the Tentacle vita alveg hvað er í vændum, þegar líður á leikinn verður hægt að skipta á milli persóna og þarf í sumum tilfellum að vinna saman til að leysa ákveðið vandamál. Eins og gömlu góðu LucasArts leikirnir þá er ekki hægt að deyja eða lenda í óvinnandi aðstæðum. Það er hægt að spila leikinn á tvo vegu, styttri og lengri útgáfa þar sem fleiri þrepum hafa verið bætt við til að komast áfram.

Þetta hljómar ansi dökkt en þessi leikur er samt með létt yfirbragð, mikinn húmor, skrítnar persónur og uppfullur af dularfullum atburðum.

Lengri útgáfan kemur betur út þar sem það er augljóst í styttri útgáfunni að það séu auka þrep í lengri útgáfunni. Einnig er flæðið betra í lengri útgáfunni þar sem styttri útgáfan virkar frekar ójöfn og endirinn getur komið flatt upp á mann. Endirinn hefur farið fyrir brjóstið á sumum og það er alveg skiljanlegt. Þetta eru ekkert nýjar pælingar sem koma fram þarna og dettur leikurinn mjög niður í síðasta hlutanum þar sem lítið er hægt að gera í leiknum og kemur það verulega niður á endinum að gera hann ánægjulegan fyrir spilarann. Þrautirnar eru samt ekki svo erfiðar að maður verður fastur lengi.

Þó svo að maður sé kannski ekki alveg 100% sáttur með söguframvinduna þá er allt annað til fyrirmyndar í leiknum hvað varðar grafík, hljóð, talsetningu og tónlist. Við fyrstu tilraun er alveg hægt að eyða í kringum 12 tíma í leiknum en tekur þó bara 6 tíma að klára hann (án þess að sleppa við talsetninguna) þegar maður veit hvað maður er að gera.

Ef þú hefur gaman af gömlu góðu ævintýra smelluleikjunum frá LucasArts þá áttu eftir að hafa gaman af Thimbleweed Park og verðið á leiknum skemmir ekki.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑