Fréttir

Birt þann 2. júní, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Myndband: Nýtt met slegið í Donkey Kong

Fyrir rúmlega mánuði síðan birtist myndband á YouTube þar sem Wes nokkur Copeland sýndi heiminum nýtt stigamet í spilakassaleiknum Donkey Kong frá 1981. Hvorki meira né minna en 1.218.000 stig. Það sem er merkilegast við þetta er að hann náði þessu með sama kallinum allan tímann.

Fátt virðist benda til þess að þetta met verði slegið á næstunni. Margir hafa slegist um stigametið alveg frá því að leikurinn kom út árið 1981 og var efniviðurinn í heimildarmyndinni King of Kong: A Fistful of Quarters, þar sem Billy Mitchell og Steve Wiebe börðust um toppsætið árið 2007.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑