Greinar

Birt þann 25. maí, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Kojima og IKEA kjötbollur – Samantekt frá Nordic Game ráðstefnunni

Dagana 18.-21. maí var Nordic Game ráðstefnan haldin í Malmö í Svíþjóð en þar kemur norræni leikjabransinn saman á hverju ári til að deila reynslusögum, efla tengslanetið og fleira. Á ráðstefnunni er boðið upp á fjölda áhugaverðra fyrirlestra og í ár var sjálfur Hideo Kojima fenginn til að mæta á staðinn og svara spurningum. Áberandi fleiri erindi um efni tengt VR var á dagskránni þetta árið en í fyrra, sem er í takt við það sem er að gerast í tölvuleikjaheiminum í dag.

Tim Sweeney um þróun á grafík og VR

Í opnunarfyrirlestri ráðstefnunnar var Tim Sweeney, einn af stofnendum Epic Games, fenginn til að tala um þróun á grafík í tölvuleikjum. Hann talaði um hvernig þróun á grafík hefur haldist í hendur við þróun á vélbúnaði þar sem vélbúnaðurinn setur í rauninni ramman fyrir hvað er mögulegt og hvað ekki. Til dæmis fyrir um 20 árum voru mun fleiri takmarkanir þar sem vélbúnaðurinn var ekki nærri því jafn góður og í dag. Nú er tæknin orðin það góð að nú geta hönnuðir farið að nota tölvutæknina til að búa til grafíska hluti sem líkjast raunveruleikanum og er erfitt eða jafnvel ómögulegt að sjá hvort mynd eða módel hafi verið búið til í tölvu eða sé til í raunveruleikanum.

Nú eru til dæmis arkitektar og innanhúshönnuðir farnir að nota leikjavélar til hönnunar. Það sama má segja um bílaiðnaðinn sem býr til módel af bílum áður en þeir fara í framleiðslu til að sjá hvernig þeir eiga eftir að líta út. Það má því segja að leikjavélar (game engines) séu að þróast í þá átt að vera tæki sem hentar mun fleirum en bara við gerð tölvuleikja.

Þessi þróun hefur opnað dyr fyrir fleiri bransa. Nú eru til dæmis arkitektar og innanhúshönnuðir farnir að nota leikjavélar til hönnunar. Það sama má segja um bílaiðnaðinn sem býr til módel af bílum áður en þeir fara í framleiðslu til að sjá hvernig þeir eiga eftir að líta út. Það má því segja að leikjavélar (game engines) séu að þróast í þá átt að vera tæki sem hentar mun fleirum en bara við gerð tölvuleikja. Sömuleiðis hefur þessi þróun ýtt undir þróun sýndarveruleika þar sem skiptir miklu máli að hafa hlutina vel slípaða og sem raunverulegasta. Sýndarveruleikinn er að detta inn og má segja að árið 2016 sé fyrsta upphafsár sýndarveruleikans þar sem stóru græjurnar, Oculus Rift, HTC Vive og PlayStation VR, koma á almennan markað. Tim telur að á komandi árum á tæknin eftir að þróast enn frekar og verða aðgengilegri almenningi. Lyklaborð og mús henta ekki alltaf vel sem verkfæri í VR og trúlega verða verkfærin beintengd við sýndarveruleikann í framtíðinni þar sem hönnuðurinn getur farið í sýndarheiminn og hannað inní honum með því að nota VR tæknina.

Viðtalið við Kojima

Kojima_Productions_logoHideo Kojima, leikjahönnuður og stofnandi Kojima Productions, settist niður með Thomas Puha frá Remedy og svaraði nokkrum spurningum. Kojima talaði aðeins um Ludens, nýja andlit Kojima Productions, og sagði að þetta sé karakter sem sé á leið í ævintýraleiðangur með nýjar hugsjónir, líkt og fyrirtækið sjálft. Kojima og Konami leikjafyrirtækið hafa lengi vel verið í samstarfi en í fyrra lauk því samstarfi og er Kojima nú sjálfstætt starfandi innan Kojima Productions. Hann tjáði sig lítið sem ekkert um innihald leiksins sem verið er að þróa en hann er þó augljóslega kominn mjög stutt á leið þar sem hann er um þessar mundir að ferðast um heiminn til að skoða hvaða tækni eða leikjavél sé besti kosturinn fyrir nýja leikinn. Upphaflega ætlaði Kojima að gera minni indíleik en eftir að hafa fengið ráðgjöf frá vinum og fjölskyldu þá ákvað hann að gera frekar stórleik þar sem fólk býst frekar við stórleik frá honum.

Kojima

Indíleikirnir

Átta indíleikir voru tilnefndir til NG16 Indie Sensation Award verðlaunanna. Það voru gestir ráðstefnunnar sem gáfu atkvæði og það var leikurinn Clapper sem hlaut flest atkvæði og vann indí verðlaunin í ár. Clapper er tveggja manna samvinnuleikur þar sem spilarar þurfa að klappa saman lófunum í takt við tónlist. Hér fyrir neðan er hægt að sjá nokkra indíleiki sem voru tilnefndir.

CLAPPER

FUGL

CLUSTER TRUCK

THROUGH THE WOODS

IKEA kjötbollur í sýndarveruleika

Martin Enthed hjá IKEA, fór yfir hvernig IKEA hefur verið að nota þrívíddarmódel af sínum vörum. Fyrirtækið er með stórt safn af 3D módelum sem þeir vilja yfirfæra yfir í sýndarveruleika (VR) og unnið áfram með þau þar. Nýlega setta IKEA sýndarveruleika-eldhús inná Steam og náði sú IKEA upplifun vinsældum meðal VR-spilara. Notendur voru jafnvel farnir að biðja um uppfærslur, og vildu fá sænskar kjötbollur í leikinn. IKEA varð við þeirri beiðni og aftur jukust vinsældir IKEA í VR. Hljómar óspennandi? Ef þú ert ekki sannfærð/ur, horfðu þá á myndbandið hér fyrir neðan!

Stjórnunin í VR upplifuninni virðist vera mjög þægileg og einföld þar sem hreyfingarnar eru mjög náttúrulegar. Til dæmis til að beygja sig í VR eldhúsinu þá einfaldlega beygir notandinn sig í raunveruleikanum.

IKEA hefur auk þess verið að vinna mikið með tölvugrafík undanfarin ár, til dæmis til að bæta hlutum við auglýsingar. Gæðin eru á ótrúlegum skala og er ómögulegt að sjá muninn á mynd sem var tekin í raunveruleikanum og mynd sem fyrirtækið hefur látið gera frá a-ö í tölvu.

Box Island vinnur til verðlauna á Nordic Game Awards

Box Island frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu Radiant Games sigraði í flokknum besta skemmtunin fyrir alla. Box Island er þrautaleikur sem kennir beitingu grunngilda forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Aðrir leiki sem voru tilnefndir í sama flokki voru SteamWorld Heist, Zombie Vikings, Angry Birds 2, AG Drive, Shiftlings og Sofus & Månemaskinen.

Tengt efni: Þetta eru íslensku leikirnir sem eru tilnefndir til NGA 2016

EVE Gunjack frá CCP hlaut sérstaka viðurkenningu frá dómnefnd fyrir að vera framarlega á sviði VR tækni. EVE Gunjack er hraður VR geim-skotleikur þar sem spilarinn hreyfir höfuðið til að miða á óvini sína. Nýlega tilkynnti CCP að leikurinn væri mest seldi leikurinn fyrir Samsung Gear VR. Auk þess hefur fyrirtækið verið að gera aðra áhugaverða hluti sem tengjast VR, þar á meðal með EVE Valkyrie og Project Arena.

Nordic_Game_Awards_2016

Það var Cities: Skylines frá finnska leikjafyrirtækinu Colossal Order sem hreppti stóru verðlaun kvöldsins þar sem hann sigraði flokkinn besti norræni tölvuleikur ársins (2015).

Tengt efni: Fjórir íslenskir tölvuleikir tilnefndir til norrænna leikjaverðlauna

Aðrir leikir sem fengu verðlaun voru Badland 2 frá finnska fyrirtækinu Frogmind Games sem besti norræni tölvuleikurinn á litlum skjá, Star Wars: Battlefront frá DICE í Svíþjóð hreppti tvenn verðlaun, fyrir listræna nálgun og bestu tæknina, Affordable Space Adventures frá danska fyrirtækinu Knapnok Games sigraði í flokknum besta leikjahönnun og hryllingsleikurinn Soma frá Frictional Games í Svíþjóð hlaut verðlaun fyrir besta hljóðið.

Tilfinningar og tölvuleikir

Leikurinn er ákaflega ljóðrænn og fylgir ekki hefðbundinni leikjaformúlu. Frásögnin er hlý og sorgleg og ljóðræn á köflum og gott dæmi um hvernig tölvuleikir geta líka verið eitthvað annað en hrein og bein skemmtun eða afþreying, heldur einnig eitthvað dýpra og vakið upp aðrar tilfinningar en bara hreina gleði.

Josh Larson, leikjahönnuður That Dragon, Cancer, hélt fyrirlestur með yfirskriftinni „What Love and Grace Taught Me About Video Games“. Leikurinn fjallar um ungan dreng sem berst við krabbamein og það dramatíska tilfinningaferðalag sem foreldrarnir gengu í gegnum. Josh fór yfir hvernig hann og aðstandendur drengsins vildu nálgast leikinn. Ekki var gengið út frá hrárri tölvuleikja-lógík, heldur tillfinningum eins og ást, vellíðan og sorg. Leikurinn hefur verið nokkuð umdeildur. Þar vilja sumir spilarar meina að That Dragon, Cancer sé í raun ekki tölvuleikur þar sem um er að ræða einhverskonar gagnvirka frásögn í stað leiks. Á móti hefur leikurinn höfðað til ákveðins hóps sem hefur þurft að ganga í gegnum svipaðar aðstæður og í leiknum. Leikurinn er ákaflega ljóðrænn og fylgir ekki hefðbundinni leikjaformúlu. Frásögnin er hlý og sorgleg og ljóðræn á köflum og gott dæmi um hvernig tölvuleikir geta líka verið eitthvað annað en hrein og bein skemmtun eða afþreying, heldur einnig eitthvað dýpra og vakið upp aðrar tilfinningar en bara hreina gleði.

Þetta er aðeins brot af því sem fram kom á ráðstefnunni. Nordic Game ráðstefnan verður næst haldin í Malmö á svipuðum tíma næsta ár.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑