Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Greinar»Hvaða leikur var bestur í skóinn?
    Greinar

    Hvaða leikur var bestur í skóinn?

    Höf. Nörd Norðursins23. desember 2014Uppfært:24. desember 2014Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nú þegar snjókorn falla á allt og alla, hátíðarbragur að koma til byggða og undirbúningur í hámarki fyrir aukakílóin er upplagt að skoða hvaða tölvuleikir stóðu hvað mest upp úr á árinu. Heimasíðan VGChartz tók saman og gerði lista yfir mest seldu leiki og leikjavélar yfir árið, sem gefur góða vísbendingu hvaða leikir voru vinsælastir.

    Destiny_hunter20bEf listinn fyrir Evrópu er skoðaður þá er FIFA 15 klárlega vinsælasti leikur ársins. Ef litið er á topp tíu mest seldu leikina þá er FIFA 15 með fjögur pláss á listanum, mætti halda að Evrópa hefði gaman af fótbolta. Þrátt fyrir að COD leikirnir hafi dalað í sölu á milli ára þá nær Call of Duty: Advanced Warfare tveimur sætum á toppnum, en virðist þó ekki vera eins vinsæll á Xbox eins og á PlayStation. Þrátt fyrir að Watch_Dogs hafi ekki tekist að uppfylla það auglýsingaskrum sem fylgdi leiknum þá tókst honum að vera meðal þeirra efstu. En hann er búinn að vera hvað lengst í sölu í samanburði við aðra leiki. Þó tveimur vikum minna en Minecraft fyrir PS3, sem sýnir að vinsældir leiksins eru ekkert að minnka. Hinn magnaði skotleikur Destiny, þar sem spilarar eru enn leita af söguþræðinum, tókst einnig að komast á topp tíu. Skiljanlega þar sem leikurinn sló mörg sölumet, þ.á.m. sem mest forpantaði leikur á netinu. Svo má ekki gleyma fimmta leiknum í GTA seríunni, þar sem besti leikur síðasta árs var endurgerður fyrir Xbox One og PS4. Í fyrsta sinn er hægt að spila leikinn í fyrstu persónu sem gerir frábærann leik enn betri og því ekki skrítið að hann sé á þessum lista.

    Þegar listinn er skoðaður í heild má sjá að 2014 var mjög gott tölvuleikjaár með helling af rafrænni skemmtun að velja úr. Svo virðist sem felstar leikjatölvurnar hafi blómstrað á árinu. Þó Nintendo sé aðeins með 17 leiki á listanum þá er áhugavert að enginn leikur fyrir PlayStation Vita eða PSP er sjáanlegur. Sem sýnir yfirburði Nintendo í þeim flokki, enda frekar erfitt að keppa við leiki á borð við Super Smash Bros, Pokémon og Legend of Zelda. Ekki skemmir að geta náð í gamla retro leiki sem svala nostalgíu þörfinni.

    Halo-Master-Chief-CollectionAð sjálfsögðu eru allir helstu skotleikir á listanum sem koma út með reglulegu millibili. Þeir skotleikir sem standa hvað mest upp úr eru klárlega GTA V, Far Cry 4, Titanfall og Wolfenstein: The New Order. Nokkuð var um endurgerðir á tölvuleikjum á árinu, þar sem leikir af eldri kynslóð leikjavéla fengu andlitslyftingu fyrir núverandi kynslóð. Þrátt fyrir að Tomb Raider: Definitive Edition og The Last of Us Remastered hafi komið sterkir inn þá hefur Halo: The Master Chief Collection vinningin sem besta endurgerðin á árinu.

    Hlutverka- og ævintýra leikir eru oft jafn heillandi og þeir eru ávanabindandi. Það er virkilega gaman að Dragon Age: Inquisition hefur snúið á gamlar slóðir og minnir mikið á fyrsta leikinn í seríunni. Assassin’s Creed stóð fyrir sínu þrátt fyrir að ýmsir gallar hafi fylgt Unity í upphafi, sem hafa verið lagaðir að mestu leiti með uppfærslum. Oft er Lord of the Rings partur af jólahefð hjá mörgum, því er upplagt að spila Middle-Earth: Shadow of Mordor og taka síðan LOTR maraþon eftir að hafa horft á allar Hobbita myndirnar.

    En hvaða leikir voru bestir á árinu að þínu mati?

    Endilega settu komment hér fyrir neðan og segðu okkur hvaða leikir stóðu upp úr á árinu.

    Í lokin vil ég óska öllum lesendum Nörd Norðursins gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju nörda ári.

    Forsíðumynd: Shadow of Mordor

     

    Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Helgi Freyr Hafthorsson jól VGChartz
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaTim Burton veisla í Bíó Paradís annan í jólum
    Næsta færsla Leikjarýni: Metal Gear Solid V: Ground Zeroes
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.