Fréttir

Birt þann 5. júní, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ný PS3 stikla úr Aaru’s Awakening

Í seinustu viku birti PlayStation á YouTube nýja stiklu úr Aaru’s Awakeningm, nýjum leik frá íslenska leikjafyrirtækinu Lumenox Games. Nörd Norðursins hefur fylgst með þróun leiksins og birtum meðal annars viðtal við Jóhann Inga Guðjónsson, markaðsstjóra fyrirtækisins, þar sem við spurðum hann út í leikinn og fyrirtækið.

Aaru’s Awakening er hraðskreiður 2D hasar- og þrautaleikur í handgerðum liststíl sem hefur verið í þróun síðan 2012. Upphaflega stóð til að leikurinn kæmi út árið 2013 en nú hefur verið tilkynnt að hann sé væntanlegur á PC, Mac og PlayStation 3 og 4 í sumar á þessu ári.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑